Fréttablaðið - 30.09.2006, Page 69

Fréttablaðið - 30.09.2006, Page 69
LAUGARDAGUR 30. september 2006 Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefn- ast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvað eru til mörg letidýr í heiminum, hver er uppruni orðasambandsins að finna einhvern í fjöru, var Haraldur hár- fagri bara uppspuni Snorra Sturlusonar og verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is. ������������� ��������������� Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni? Í kjölfar þess að Nikulás II Rússa- keisari afsalaði sér krúnunni í mars árið 1917 var keisarafjöl- skyldan sett í stofufangelsi í Alex- andershöllinni í Petrograd sem nú heitir Skt. Pétursborg. Bráða- birgðastjórnin sem tekið hafði við völdum hugðist flytja fjölskyld- una til Englands en þau áform mættu hins vegar andstöðu sov- étsins í Petrograd. Þess í stað var keisarafjölskyldan flutt til Tobolsk í Síberíu í ágúst 1917. Þar var hún handtekin eftir október- byltinguna og höfðu forystumenn Bolsévika áform um að rétta opin- berlega yfir keisaranum. Áform um að frelsa keisarann Í maí 1918 var keisarafjölskyldan svo flutt til Ékaterínburg í Síber- íu. Þá var hafin borgarastyrjöld í Rússlandi þar sem gagnbyltingar- menn, svokallaðir hvítliðar, börð- ust við stjórn Bolsévika í Péturs- borg, og nutu stuðnings innrásarherja frá Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Japan. Hvítliðar í Síberíu lutu stjórn Alexanders V. Koltsjaks aðmíráls, en hann hafði tekið völd- in í Omsk og gerði sig líklegan til að sameina allar hreyfingar and- snúnar Bolsévikum austan Úral- fjalla í stóran og mikinn her. Hvítliðar sóttu mjög hart að Ékat- erínburg og mun ætlunin hafa verið að frelsa keisarann og gera hann að leiðtoga uppreisnarinnar gegn ráðstjórninni. Keisarafjölskyldan tekin af lífi Í júlí 1918 var Ékaterínburg her- tekin af tékknesku herdeildunum sem höfðu þá gengið til liðs við gagnbyltingarmenn. Þá hafði ráð- stjórnin í borginni hins vegar látið taka keisarafjölskylduna af lífi. Það var gert í stofufangelsi þeirra, húsi sem áður hafði tilheyrt auð- ugum borgara af gyðingaættum, Nikolaj Ípatíev að nafni, og fóru aftökurnar fram aðfaranótt 17. júlí 1918. Ekki er nákvæmlega vitað hver fyrirskipaði aftökurnar, hvort það var ráðstjórnin í Ékaterínburg eða miðstjórnin í Moskvu. Þær framkvæmdi hins vegar Jakov Júrovskíj (1878-1938), leyniþjón- ustumaður frá Tomsk. Margir aðalsmenn flýðu land Tíu ættingjar keisarans voru myrtir eða líflátnir af byltingar- mönnum, en 35 munu hafa flúið land. Margir rússneskir aðals- menn flýðu land eftir byltinguna þar sem Bolsévikar vildu útrýma aðlinum sem stétt. Í nóvember 1917 voru lögbundin forréttindi aðalsins afnumin með tilskipun og í kjölfarið fylgdi eignaupptaka. Formleg jarðarför eftir 80 ár Í júlí 1991 voru lík keisarafjöl- skyldunnar grafin upp en tvö barnanna fundust ekki. Keisara- fjölskyldan fékk að lokum form- lega jarðarför 18. júlí 1998, 80 árum eftir að hún var tekin af lífi. Sú goðsögn er lífseig að Anasta- sía, dóttir keisarahjónanna, hafi lifað af, og jafnvel einnig sonur- inn Alexei, en það stangast á við frásagnir sjónarvotta af aftökun- um. Samkvæmt frásögn Júrov- skíjs skaut hann sjálfur keisar- ann og son hans. Önnur lífseig samsæriskenning sem finna má víða snýst um að Gyðingar hafi lagt á ráðin um aftökurnar. Sagn- fræðingar taka hvoruga kenning- una alvarlega. Sverrir Jakobsson, stunda- kennari í sagnfræði við HÍ Hversu margar stjörnur sjást á heiðskírri nóttu? Á himinhvelfingunni allri sjást einungis um 6000 stjörnur með berum augum við bestu aðstæður. Við sjáum þó aðeins hálfa hvelf- inguna hverju sinni, það er að segja í mesta lagi aðeins um 3000 stjörnur. Staðsetning stjörnuskoð- anda eða athugunartími skiptir engu máli því að stjörnufjöldinn er nær óháður því hvorn helming hvelfingarinnar verið er að skoða. Ekki sömu stjörnur á Íslandi og í Ástralíu Staðsetning athugandans skiptir hins vegar sköpum um það hvaða stjörnur sjást á himninum. Sé athugandi til að mynda á Íslandi sér hann ekki sömu stjörnurnar og athugandi í Ástralíu því að jörðin byrgir mismunandi hluta hvelfingarinnar. Vegna möndul- snúnings jarðar sýnast stjörnurn- ar rísa í austri og setjast í vestri, rétt eins og sólin okkar, og vegna brautarhreyfingar jarðar umhverfis sólina breyta stjörn- urnar smátt og smátt stöðu sinni á himninum. Stjörnur af öllum stærðum Að undanskildum reikistjörnun- um er sérhver stjarna næturhim- insins fjarlæg sól, svipaðs eðlis og sólin okkar. Stjörnurnar fram- leiða sitt eigið ljós og hita og hafa ef til vill einhverjar reikistjörnur umhverfis sig. Stjörnurnar eru af öllum stærðum og gerðum. Marg- ar stjörnur eru miklu stærri en sólin okkar, til að mynda stjarnan Betelgás í stjörnumerkinu Óríon, sem er svo stór að væri henni komið fyrir í miðju sólkerfis okkar myndi hún ná út fyrir braut Júpíters. Aðrar stjörnur eru miklu minni, eins og til dæmis hvítar dvergstjörnur sem eru sólir á stærð við jörðina. Stjörnur nær og fjær Fjarlægðin til stjarnanna er afar mismunandi. Fjarlægð til stjarna er mæld í ljósárum, en það er sú fjarlægð sem ljósið ferðast á einu ári. Nálægast stjarnan, Proxíma Centauri, er til dæmis í 4,2 ljósára fjarlægð en bjartasta stjarnan, Síríus, er í um 8,7 ljósára fjar- lægð. Áðurnefnd Betelgás er í um 520 ljósára fjarlægð en Pólstjarn- an er í um 820 ljósára fjarlægð. Fjarlægasta fyrirbærið sem við getum séð með berum augum er heil vetrarbraut, M31, í 2,8 millj- ón ljósára fjarlægð. Sævar Helgi Bragason, eðlisfræðinemi Rússneska keisarafjölskyldan. NÝTT& FERSKARA BLAÐ KEMUR ÚT ALLA FIMMTUDAGA Nanna Guðbergsdóttir hamingjan býr ekki í glamúrheimi Björgvin Halldórsson þetta var alveg stórbrotið Hulda í Flash ætlaði aldrei að opna verslun

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.