Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 26
 30. september 2006 LAUGARDAGUR26 „Ég velti fyrir mér í upphafi hvort það sem gerðist 15. mars væri tilefni til að segja samningnum upp og hætta þessu samstarfi.“ Geir H. Haarde forsætisráðherra um varnarsamninginn við Bandaríkin. „Það er ekki minn stíll að kvarta undan körlum.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Sex þeirra 63 þingmanna sem setjast á Alþingi á mánudag hafa tilkynnt að þeir muni hætta á þingi í vor. Sjö hafa hætt þing- mennsku á kjörtímabilinu. Í það minnsta fimm fyrr- verandi þingmenn sækjast eftir að komast aftur á þing. Alþingi verður sett á mánudag. Þingsetning verður með hefð- bundnum hætti; guðsþjónusta í Dómkirkjunni, forseti Íslands setur þing, aldursforseti stýrir fundi, þingforseti kjörinn, fjár- lagafrumvarpinu dreift, kosið í nefndir og hlutast til um sæti þing- manna. Þótt dagskráin fyrstu daga og vikur geri ráð fyrir venjulegum þingstörfum er hætt við að hugur margra þingmannanna verði heima í héraði, enda standa próf- kjör fyrir dyrum. Sagan sýnir að við slíkar aðstæður er meira um umræður utan dagskrár og um störf þingsins en vanalega enda gefst þingmönnum þá tækifæri til að láta ljós sitt skína. Viðbúið er að strax á fyrstu dögum þingsins verði nokkrar utandagskrárum- ræður, til dæmis um nýja varnar- áætlun Íslands, hleranir og njósn- ir stjórnvalda á tímum kalda stríðsins og jafnvel umhverfismál. Nokkur umfangsmikil frumvörp verða tekin til umræðu í haust. Frumvörp um Ríkisútvarpið og fjölmiðla eru væntanleg frá menntamála- ráðherra og vatnalagafrumvarp iðnaðarráðherra bíður einnig afgreiðslu. Þá verður frumvarp dómsmálaráðherra um meðferð sakamála lagt fram í vetur. Ekki liggur annað fyrir en að 57 af þeim 63 sem nú eru á þingi sæk- ist eftir endurkjöri í vor. Flestir þeirra þurfa að fara í gegnum prófkjör og er allur gangur á hvort þingmennirnir þurfi að berjast hatrammlega fyrir „öruggu“ sæti á lista. Í sumum tilvikum stefna tveir og jafnvel þrír þingmenn á sömu sæti en í öðrum tilvikum eru menn svo að segja sjálfkjörnir. Þinghald á kosningavetri Ég er að fara á þing. Alþingi Íslendinga. Og býst við að sitja þar fram á vor. Ég hef þó hvorki tillögu- né atkvæðisrétt í þinginu og get því ekki barist fyrir hugsjónum mínum. Ég verð þingfréttaritari Fréttablaðsins og er ætlað að flytja tíðindi af baráttu annarra fyrir sínum hugsjónum. Mér er sagt að starf þingfréttaritara geti verið skemmti- legt, ekki síst á kosningavetri. Störfin eru þá jafnan líflegri en ella enda tekur lagasetningin og andróðurinn við hana mið af því að kosningar eru í nánd. Þingmenn hafa sig meira í frammi en vanalega og gera ýmislegt til að komast í sviðsljósið. En mér er líka sagt að starfið geti verið leiðinlegt – jafnvel hundleiðinlegt. Var það ekki Agnes Bragadóttir sem entist til hádegis sem þingfréttaritari Morgunblaðs- ins? Og svei mér þá ef Davíð Oddsson hefur ekki talað um hve honum leiddist sem þingfréttaritara á sínum tíma. Umræður á Alþingi hljóta að vera – eins og flest annað – misjafnlega áhugaverðar. Þingmennirnir sjálfir hafa líka mismikla unun af að sitja undir ræðum hver annars, að minnsta kosti skilst mér að hvert sæti þingsalarins sé ekki alltaf setið. Alþingi er um margt ólíkt öðrum vinnustöðum; hefðirnar og reglurnar eru margar. Mér er til dæmis óheimilt að stíga yfir nokkra þröskulda í þinghúsinu. Verð að halda mig innan þeirra og svei mér þá ef mér er ekki óheimilt að tala yfir þá. En ég má horfa. Og í matsalnum eiga menn að geta ræðst við án þess að til þess sé vitnað og þar er bannað að eiga viðtöl við þingmenn. Það er ætlast til að menn séu snyrtilegir í þinghúsinu og Levi‘s og Wrangler eru á óopinberum bannlista. Ætli ég klæðist ekki jakkafötum í vetur, líkt og karlþingmennirnir fjörutíu. Og beri bindi. Sem minnir mig á að fá mér bindi til skiptanna. Hvað felst annars í snyrtimennsku? Ætli ég þurfi alltaf að vera nýrakaður? Um það verð ég að spyrja. Starfsaðstaða fjölmiðlamanna í þinghúsinu kallast Bolabás. Þar er ekkert grænt kjarr eins og í kvæði Jónasar en veggirnir hins vegar fagurlega rauðmál- aðir og gluggar snúa út að Reykjavíkurtjörn. Ég get því fylgst með mávunum ræna ætinu af öndunum á meðan ég hlusta á þingmennina ræða um lands- ins gagn og nauðsynjar. Og laga bindishnútinn um leið. VIKA Í PÓLITÍK BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON Á þing Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi halda þrjátíu þingmenn úti heimasíðum. Ritgleðin er misjöfn en þeir duglegustu skrifa daglega. Aðrir skrifa sjaldnar og raunar eru nokkur dæmi um að þingmenn hafi ekki sett svo mikið sem staf á síður sínar í fjögur ár. Þegar svo háttar til má reyndar deila um réttmæti þess að segja að viðkomandi haldi úti síðu. Siv Friðleifsdóttir, Björn Bjarnason, Össur Skarp- héðinsson, Sigur- jón Þórðarson og Ögmundur Jónasson eru meðal þeirra þingmanna sem dug- l e g - astir eru við skrifin en Lúðvík Bergvins- son og Rannveig Guðmundsdóttir eru sýnu lötust. Þau sáu ástæðu til að stinga síðast niður penna árið 2002. Guðjón A. Kristjánsson og Guðrún Ögmundsdóttir verða líka seint sökuð um ofskrif á sínar síður, þau rit- uðu síð- ast grein- ar árið 2004. Í vikunni sem er að ljúka skrif- uðu sautján þingmenn pistla eða hugleiðingar á síður sínar og sjö til viðbótar hafa skrifað eitthvað í septembermánuði. Hjálmar Árna- son og Magnús Stefánsson skrif- uðu síðast í júní. Finna má slóðir á heima- síður þing- manna á síðu Alþing- is, althingi.is Skrifæði og pennaleti FRÁ ALÞINGI Þing verður sett á mánudag og verður fjárlagafrumvarpinu þá dreift. Umræður um það hefjast á fimmtudag. HALLDÓR BLÖNDAL JÓHANN ÁRSÆLSSON JÓN KRISTJÁNSSON MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR ÞESSI HÆTTA Í VOR ÁRNI JOHNSEN þingmaður 1983- 1987 og 1991-2001. ÍSÓLFUR GYLFI PÁLMASON þing- maður 1995-2003. KARL V. MATTHÍAS- SON þingmaður 2001-2003. KRISTJÁN PÁLSSON þingmaður 1995- 2003. SIGRÍÐUR JÓHANN- ESDÓTTIR þing- maður 1996-2003. ÞESSI VILJA INN Á NÝ GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON varð sendiherra. ÁRNI MAGNÚSSON varð starfsmaður Glitnis. BRYNDÍS HLÖÐ- VERSDÓTTIR varð deildarforseti á Bifröst. DAVÍÐ ODDSSON varð seðlabanka- stjóri. GUNNAR I. BIRG- ISSON varð bæjar- stjóri í Kópavogi. HALLDÓR ÁSGRÍMS- SON hefur ekki tekið við nýju starfi. TÓMAS INGI OLRICH varð sendi- herra. ÞESSI HÆTTU Á KJÖRTÍMABILINU Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5600 Ekkert blað? - mest lesið stjornmal@frettabladid.is nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.