Fréttablaðið - 10.10.2006, Page 2
2 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR
���������������������������������������������������������������������� ������������
�������������
������������
���������������������
������������������������������������������������������������������
����
�����
�����
��
DANMÖRK Tveir félagar í ungliða-
hreyfingu Danska þjóðarflokksins
hafa farið í felur vegna birtingar á
myndböndum þar sem þeir sjást
taka þátt í gerð niðrandi skop-
mynda af Múhameð spámanni.
Óttast þeir hörð viðbrögð öfga-
sinnaðra múslima samkvæmt
fréttum danskra fjölmiðla í gær.
Ritstjóri Nyhedsavisen hefur fjar-
lægt myndböndin af heimasíðu
blaðsins en segir það ekki gert
vegna utanaðkomandi þrýstings.
En frétt blaðsins um skopmynda-
samkeppni ungliðahreyfingarinn-
ar hefur vakið mikil viðbrögð í
Danmörku og Mið-Austurlöndum.
Því hefur utanríkisráðuneyti
landsins hvatt Dani til að halda sig
frá því svæði næstu misseri. Þó er
ekki talin hætta á að mótmælaald-
an sem braust út í kjölfar
Múhameðsteikninganna fyrr á
árinu endurtaki sig.
Pia Kjærsgaard, formaður
Danska þjóðarflokksins, telur það
hafa verið mistök að birta mynd-
böndin enda hafi samkoma unglið-
anna verið lokuð og ekki hafi verið
ætlunin að gera myndirnar opin-
berar. Talsmenn jafnaðarmanna
og íhaldsmanna segja hins vegar
fréttaflutninginn hafa átt rétt á
sér. Forsætisráðherra landsins
hefur lýst því yfir að hann harmi
gerð myndanna. - ks
SPURNING DAGSINS
DÓMSMÁL Mál ákæruvaldsins
gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni,
forstjóra Baugs Group, Jóni
Gerald Sullenberger og Tryggva
Jónssyni verður tekið til efnis-
meðferðar í Héraðsdómi Reykja-
víkur í dag.
Átján ákæruliðir standa eftir
af málinu en fyrsta ákæruliðnum,
sem sneri að kaupum Baugs á
Vöruveltunni sem átti og rak 10-
11 verslanirnar og Jón Ásgeir var
einn ákærður vegna, hefur verið
vísað frá dómi. Fyrsti ákærulið-
urinn var umfangsmesti ákæru-
liðurinn en í honum var Jón
Ásgeir sagður hafa beitt stjórn
Baugs blekkingum í auðgunar-
skyni.
Liðirnir átján tengjast flestir
meintum bókhaldsbrotum og
ólöglegum lánveitingum.
Ekki liggur ennþá fyrir
hvenær málið verður tekið til
aðalmeðferðar. - mh
Baugsmál tekið fyrir í dómi:
Átján ákærulið-
ir teknir fyrir
VARNARMÁL Valgerður Sverris-
dóttir utanríkisráðherra og Geir
H. Haarde forsætisráðherra
héldu í gær til Washington, þar
sem þau munu undirrita sam-
komulag við Bandaríkin um
varnarmál á fundi með Condol-
eezzu Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna.
Þá munu Valgerður og Geir
eiga fund með Donald Rumsfeld
varnarmálaráðherra og Nicholas
Burns aðstoðarutanríkisráðherra.
Valgerður mun einnig heimsækja
Alþjóðabankann og eiga fund um
þróunarmál með Paul Wolfowitz,
forseta bankans.
- hs
Ráðherrar í Washington:
Samningur
undirritaður
LÖGGÆSLA Bílvelta varð í Vatns-
skarði um helgina er ökumaður
gerðist svo djarfur að keyra með
lausan kött í aftursætinu.
Manninn svengdi við aksturinn og
reif því upp harðfiskpoka. Sem
hann gæddi sér á fisknum gerðist
kisi órólegur og kastaði sér að
lokum í fang eiganda síns til að
krefjast síns skerfs. Við þetta
missti maðurinn stjórn á bifreið
sinni með þeim afleiðingum að
hann fór út af veginum og valt.
Bifreiðin er mikið skemmd en
bílstjóri og köttur komust lífs af
og lítt skrámaðir. Kötturinn stakk
skömmustufullur af slysstað og
hefur ekki komið í leitirnar enn.
Lögreglan á Blönduósi segir
atvikið þarfa áminningu til
ökumanna að geyma dýr í búrum
meðan á akstri stendur. - kóþ
Bílvelta í Vatnsskarði:
Kötturinn
krafðist bita
HEILBRIGÐISMÁL Í hverjum mánuði
svipta þrír til fjórir einstaklingar
sig lífi að meðaltali. Yfirskrift
Alþjóðlega geðheilbrigðisdagsins,
sem haldinn er í ellefta skipti í
dag, er „Vaxandi vitund – aukin
von: Saman eflum við geðheilsu
og drögum úr sjálfsvígum“. Í ljósi
þessa hvetur Geðhjálp fólk til að
sýna samstöðu og ganga gegn
sjálfsvígum á táknrænan hátt í
kvöld. Gangan hefst í Hallgríms-
kirkju klukkan átta en þaðan
verður gengið niður að Tjörninni
og kertum fleytt til minningar um
þá sem látist hafa vegna sjálfs-
víga. Félagsmálaráðuneytið
kynnti í gær framkvæmdaáætlun
vegna átaks í þjónustu við
geðfatlað fólk. - kdk / sjá síðu 8
Geðheilbrigðisdagurinn:
Gengið gegn
sjálfsvígum
Guðlaugur, er friður um þessa
súlu innan Orkuveitunnar?
„Borgarstjórn samþykkti þetta á
síðasta kjörtímabili og að sjálfsögðu
gerum við það sem eigendurnir
segja okkur að gera.“
Orkuveitan í Reykjavík kemur til með að
greiða um fimmtán milljónir í kostnað
vegna friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Guð-
laugur Þór Þórðarson er stjórnarformaður
Orkuveitunnar.
LÖGREGLUMÁL Lögreglumaður
sprautaði ertandi efni úr úðabrúsa
yfir menn sem voru að slást á
gangstéttinni fyrir utan veitinga-
stað í Bankastræti 7a um klukkan
þrjú aðfaranótt sunnudags. Úðinn
dreifðist í vindinum og yfir fólk
sem beið inngöngu á skemmti-
staðinn.
Tvær stúlkur, þær Sara Brynj-
ólfsdóttir og Íris Óskarsdóttir,
fengu efnið í augun og blinduðust.
Þær segja árásina hafa verið fyrir-
varalitla. Lögreglumaður hafi
komið hlaupandi með úðabrúsa á
lofti og mun hafa úðað á mennina,
án nokkurrar viðvörunar. Ertandi
efnið í brúsanum fór í föt fólks í
biðröðinni og í augu stúlknanna.
Sara, 19 ára, segist hafa gengið
grátandi og blinduð að lögreglu-
manninnum sem sprautaði efninu
til að spyrja hann hverju sætti að
sprautað hefði verið á sig. Hann
hafi þá vísað henni í burtu og neit-
að að tala við hana.
Íris vinkona hennar segir að
starfsfólkið á Sólon hafi hins
vegar hjálpað þeim að hreinsa
efnið úr augunum þangað til faðir
annarrar stúlkunnar hafi sótt
þær.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar slógust fjórir til sex
menn fyrir utan veitingastaðinn.
Tveir lögreglumenn komu að og
töldu sig ekki ráða við ástandið.
Þeir beittu því kylfum og úða-
brúsa. Karl Steinar Valsson hjá
lögreglunni í Reykjavík segir lög-
reglumennina ekki hafa talið að
utanaðkomandi hafi fengið efnið í
sig og að það sé skýr skylda lög-
reglumanna að veita aðhlynningu
í slíkum tilfellum. - kóþ
Lögreglan í Reykjavík þurfti að beita hörku til að stöðva slagsmál um helgina:
Urðu fyrir táragasárás í Bankastræti
ÍRIS OG SARA Stúlkurnar segja farir sínar
ekki sléttar af samskiptum sína við lögregl-
una í Reykjavík.
BANKASTRÆTI Lögreglan segist hafa beitt
úða þar sem þeir sem hún hafi ekki ráðið
almennilega við ástandið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög-
reglunnar í Reykjavík gerði upp-
tæka hlaðna sex skota skamm-
byssu við eftirlit síðastliðið
föstudagskvöld, er starfsmenn
deildarinnar höfðu afskipti af
tveimur mönnum sem grunur lék
á að hefðu fíkniefni í fórum
sínum.
Reyndust mennirnir vera sam-
tals með tæp 300 grömm af hassi
og amfetamíni en lögreglan hand-
tók manninn sem bar skotvopnið á
sér síðastliðið föstudagskvöld.
Hörður Jóhannesson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni í
Reykjavík, segir lögregluyfirvöld
líta málið alvarlegum augum. „Við
höfum áður rekist á vopn þegar
við gerum húsleitir, leitum á
mönnum og í bifreiðum þeirra, en
þetta mál skilur sig frá flestum
þeirra mála sem upp hafa komið,
þar sem maðurinn reyndist vera
með hlaðna sex skota skamm-
byssu á sér. Þetta veldur okkur
auðvitað áhyggjum þó að engin
hætta hafi verið á ferðum þar sem
búið var að handjárna manninn
þegar byssan fannst á honum.“
Mennirnir tveir voru saman á
ferð þegar lögreglan greip til
aðgerða gegn þeim. Málið er enn
til rannsóknar hjá lögreglu en telst
að fullu upplýst.
Björn Ingi Hrafnsson, for-
maður borgarráðs og íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkurborg-
ar, telur engan vafa leika á því að
harka í glæpastarfsemi hér á landi
sé að aukast nokkuð. „Þessi ítrek-
uðu dæmi um vopnaburð, sem við
höfum verið að sjá að undanförnu,
varpi ljósi á það að meiri harka
virðist sífellt vera að færast undir-
heimana í Reykjavík. Það er
óhugnanlegt að vita til þess að
fíkniefnasalar séu farnir að ganga
um með hlaðnar skammbyssur.
Þetta er þróun sem þarf að bregð-
ast við,“ segir Björn Ingi og bend-
ir á mikilvægi þess að lögregla og
sveitarfélög vinni saman. „Við
viljum ekki að lögreglan þurfi að
vígbúast eins og víðast hvar í
heiminum, því þá erum við fyrst
farin að finna fyrir því að glæpa-
mennirnir hafi betur. Til þess að
sporna við þessari þróun verða
lögregluyfirvöld og sveitarfélög
að taka höndum saman, líkt og
borgaryfirvöld og lögreglan í
Reykjavík hafa gert að undan-
förnu. Aðeins þannig er að hægt
að ná viðunandi árangri í barátt-
unni við þann vágest sem heimur
fíkniefna og glæpa er í nútíma-
samfélögum.“ magnush@frettabladid.is
Tekinn með hlaðna
skammbyssu og dóp
Karlmaður var tekinn með hlaðna sex skota skammbyssu á föstudagskvöld. Lít-
um þetta mál alvarlegum augum, segir Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn
í Reykjavík. Bregðast þarf við þessari þróun, segir Björn Ingi Hrafnsson.
VOPN SEM HAFA VERIÐ GERÐ UPPTÆK Lögreglan hefur gert töluvert mikið af
vopnum upptæk á undanförnum árum. Á þessu ári hafa komið upp nokkur tilvik
þar sem hættulegum vopnum hefur beitt í slagsmálum eða í ránum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BJÖRN INGI HRAFNS-
SON Hefur áhyggjur
af aukinni hörku í
fíkniefnaheiminum.
HÖRÐUR JÓHANNES-
SON Segir lögreglu-
yfirvöld líta málið
alvarlegum augum.
Frétt Nyhedsavisen um skopmyndasamkeppni vekur hörð viðbrögð:
Farnir í felur vegna myndbands
FYRSTA FORSÍÐAN Ritstjóri blaðsins
hefur fjarlægt myndböndin af heima-
síðu blaðsins.
STJÓRNMÁL Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri á
Akureyri,
sækist eftir 1.
sæti á fram-
boðslista
Sjálfstæðis-
flokksins í
Norðaustur-
kjördæmi fyrir
komandi
alþingis-
kosningar.
Kristján Þór
tilkynnti um ákvörðun sína á
aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðis-
félaganna á Akureyri í gærkvöld.
Kristján Þór var bæjarstjóri á
Dalvík árin 1986 til 1994 og á
Ísafirði frá 1994 til 1997. Hann
hefur stjórnað fjölda opinberra
stofnana, samtaka og fyrirtækja,
meðal annars í sjávarútvegi.
Hann hefur verið bæjarstjóri á
Akureyri frá því árið 1998. - mh
Kristján Þór Júlíusson:
Ætlar sér að
leiða listann
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON