Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006 13 STJÓRNMÁL Guðrún Bjarnadóttir sálfræðingur býður sig fram í 5.- 6. sæti á framboðslista Samfylk- ingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Guðrún hefur setið í ýmsum ráðum og nefndum hjá Hafnarfjarðar- bæ og tekið virkan þátt í starfi Samfylk- ingarinnar frá upphafi. Hún leggur áherslu á þörf alls fólks fyrir lífsskil- yrði sem gefa tækifæri. Guðrún lauk doktorsprófi frá ríkisháskólanum í Pennsylvaníu og er starfandi sálfræðingur á Miðstöð heilsuverndar barna. Áður kenndi Guðrún sálfræði og upppeldisfræði við Menntaskól- ann í Hamrahlíð. - hs Prófkjör Samfylkingarinnar: Gefur kost á sér í 5.-6. sæti GUÐRÚN BJARNADÓTTIR HEILBRIGÐISMÁL Frumtök, samtök framleiðenda frumlyfja, og Læknafélag Íslands undirrituðu fyrir helgi samkomulag um að sameiginleg yfirlýsing Evrópska læknafélagsins og Samtaka lyfjaiðnaðarins í Evrópu um samstarf læknastéttarinnar og lyfjaiðnaðarins skyldi virt í samskiptum félagsmanna. Meðal þess sem fram kemur í samkomulaginu er að lyfjafyrir- tækjum er ekki heimilt að bjóða óréttlætanlega risnu og skulu gjafir vera ódýrar og tengjast læknisstörfum. - ss Frumtök og Læknafélagið: Samkomulag um samstarf SAMKOMULAG UNDIRRITAÐ Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags Íslands og Hjörleifur Þórarinsson, for- maður Frumtaka. ORKUMÁL Vinstri græn lögðu fram fyrirspurn í borgarráði á miðviku- dag, þar sem farið er fram á að upplýst verði á hvaða forsendum Orkuveita Reykjavíkur hóf raforkuframleiðslu í Hellisheiðar- virkjun hinn 1. október, þegar umsagnarfrestur um starfsleyfi fyrir virkjunina rennur út 16. október. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir virkjunina einungis í tilraunaskyni, verið sé að prófa vélar og það sé í lagi þó starfsleyfi sé ekki komið. Um mánuður sé í að virkjunin verði komin í rekstur og þá verði starfsleyfi komið. - ss Vinstri græn í borgarráði: Virkjun hafin án starfsleyfis FÉLAGSGJÖLD Ríflega annar hver einstaklingur á vinnumarkaði í dag hefur einhvern tíma á starfsferli sínum greitt félags- gjald til VR. Þetta jafngildir því að 97.166 einstaklingar á aldrin- um 16-66 ára hafi einhvern tíma á ævinni greitt félagsgjöld til VR, en það eru um 57 prósent fólks á vinnumarkaði. Það sem af er þessu ári hafa að meðaltali 25.200 manns greitt félagsgjald mánaðarlega en það eru um 15 prósent af starfandi fólki á vinnumarkaði og 23 prósent af starfandi fólki á höfuðborgarsvæðinu. - hs Félagsgjöld VR: Meirihluti hef- ur greitt til VR EVRÓPUSAMBANDIÐ Hvorki bresk né spænsk stjórnvöld myndu nokkurn tímann sam- þykkja inngöngu Íslendinga í Evrópusam- bandið ef farið yrði fram á undanþágu Íslendinga frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Christopher Heaton-Harris, þingmanns breska Íhalds- flokksins á þingi Evrópusambandsins, í fyrirlestri sem hann hélt á vegum Heims- sýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópu- málum. Hann sagði að ef Íslendingar myndu ganga í Evrópusambandið myndi fiskveiði- lögsaga Íslendinga fyllast af spænskum og breskum togurum, þar sem þorskstofninn hefur hrunið innan sameiginlegrar lögsögu sambandsins. Einnig kom fram í máli Christophers að breskir íhaldsmenn hefðu hótað því að ganga úr sameiginlegu fisk- veiðistefnunni, en fengið þau skilaboð frá Evrópusambandinu að með því myndu Bretar segja sig úr sambandinu. Hann sagði það ekki stefnu núverandi leiðtoga breska Íhaldsflokksins að Bretland gengi úr Evrópusambandinu, heldur hefði skuggaráðherra utanríkismála sagt á landsfundi Íhaldsflokksins að gefa ætti Evrópusambandinu eitt tækifæri enn til að endurbæta sambandið, en ekki yrði fallist á frekari samruna án þjóðaratkvæðagreiðslu. - ss CHRISTOPHER HEATON-HARRIS Þingmaðurinn segir það ekki vera stefnu breska Íhaldsflokksins að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Christopher Heaton-Harris, þingmaður breska Íhaldsflokksins, um hugsanlega inngöngu Íslands í ESB: Bretar myndu ekki veita undanþágu Útibú Landsbankans í Smáralind fagnar fimm ára afmæli þriðjudaginn 10. október kl. 10:10. Verslunarmiðstöðin Smáralind var opnuð þennan dag árið 2001. Við viljum bjóða viðskiptavinum og gestum og gangandi í þriggja daga afmælisveislu. Við erum fimm ára! Þér er boðið í afmælið Þriðjudagur 10. október • Afmæliskaka frá Hafliða Ragnarssyni konfektmeistara og sérlagað afmæliskaffi í boði allan daginn • 16:00-18:00 Afmælisveisla fyrir börnin • Andlitsmálun • Sproti kemur í heimsókn • Gjafavara fyrir börnin Fimmtudagur 12. október • Kaffi og afmæliskaka • 15:30 - Brot úr sögu banka - sögutengd leiksýning í tali og tónum í tilefni af 120 ára afmæli Landsbankans. Sproti mætir á staðinn. • 17:30 - Skagfirska söngsveitin stígur á stokk ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 43 99 10 /2 00 6 Miðvikudagur 11. október • Kaffi og afmæliskaka • 16:00 - Leikmenn meistaraflokks kvenna í Breiðablik gefa eiginhandaráritanir í tilefni af Evrópuleik liðsins gegn Englandsmeisturum Arsenal. Boltar gefnir meðan birgðir endast. • 16:30 - Englandsmeistarar Arsenal koma í heimsókn. Miðar á Evrópuleik Breiðabliks og Arsenal verða gefnir meðan birgðir endast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.