Fréttablaðið - 10.10.2006, Síða 32
■■■■ { vinnuvélar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■4
Fyrirtækið Vélar og þjónusta
selur heildarlausnir í lyfturum frá
Hyster-framleiðandanum sem er
eitt umsvifamesta fyrirtæki heims á
þessu sviði og framleiðir meðal ann-
ars allt frá smæstu tjökkum upp í
stóra gámalyftara í verksmiðju sinni.
Hyster-lyftararnir hafa verið seldir í
hartnær hálfa öld hér á landi og að
sögn fyrirtækisins hafa þeir reynst
einkar vel.
Eiríkur Jóhanneson, sölumaður
á lyfturum hjá Vélum og þjónustu,
segir fyrirtækið nýlega hafa tekið við
Hyster-umboðinu á Íslandi. „Hyst-
er er einn stærsti framleiðandinn í
heiminum og getur státað af því að
vera eini framleiðandinn sem fram-
leiðir alla línuna í eigin verksmiðju.
Við tókum við Hyster-umboðinu í
júní og því er þetta að fara af stað af
alvöru hjá okkur um þessar mundir,“
segir hann en bætir því við að Hyster
sé þó að finna í flestum stærstu verk-
smiðjum og vörulagerum á landinu.
Eiríkur segir jafnframt að stefna
fyrirtækisins sé að eiga allar algeng-
ustu lyftarategundirnar á lager og
því ætti biðtíminn frá pöntun að
vera mjög stuttur. „Ef fólk er hins
vegar með sérpantanir þá getur það
tekið aðeins lengri tíma.“
Hjá Vélum og þjónustu er nýhaf-
inn innflutningur á glænýrri línu
af lyfturum, allt frá 1,6 tonnum og
upp í 5,5 tonn. Lyftararnir eru búnir
ýmsum tækninýjungum sem hafa
ekki áður sést hjá Hyster. Má meðal
annars nefna nýja Dura match-skipt-
ingu sem býður upp á stillanlega
sjálfvirka hemlun, spólvörn og tvo
gíra. Að mati Eiríks vegur reynsla á
Hyster-lyfturum hér á landi þungt.
„Eins og áður sagði þá hafa þeir
verið til sölu hér á landi í um það bil
50 ár og viðskiptavinir treysta merk-
inu enda hefur það reynst afar vel.“
Merki sem menn treysta
Vélar og þjónusta eru umboðsaðili hina þrautreyndu Hyster-lyftara á Íslandi.
Vélar og þjónusta hafa nýlega tekið við
umboði fyrir Hyster-lyfturum á Íslandi.
Lyftararnir hafa verið á markaði á Íslandi í
tæplega hálfa öld. FRÉTABLAÐIÐ/VILHELM
Starfsmenn fyrirtækisins hafa mikla reynslu af lyfturum.
IAA Nutzfahrzeugmesse
Úr plasti. Þessi grjótflutningavagn er
úr plasti. Plasti og koltrefjum. Raunar
var hann sýndur á síðasta IAA, fyrir
tveimur árum, sem spennandi nýj-
ung. Síðan hefur hann verið í fullri
vinnu, borgandi vinnu, eins og hver
annar stálvagn. Nema að í hverri ferð
hafa farið ein þrjú aukatonn! Þrjú
aukatonn í ferð, það safnast saman,
strákar. Og stelpur. Þessi þrjú tonn
af sandi koma í staðinn fyrir um
þrjú tonn af dauðavigt sem kostar
að draga, bæði fram og til baka. En
plast? Dugar það daginn? Og kostar
það ekki eins og lítið notuð Boeing?
Hann er vissulega það dýr, þessi
vagn, að ekki er farin af stað nein
framleiðsla, og ekki fékk ég að sjá
hann að innan, en pælið samt í því.
Þrjú auka borgandi tonn í ferð!
Stálið burt, meira hlass
VERKTAKAR
KYNNIÐ YKKUR KEESTRACK
MALARHÖRPURNAR
Sterkbyggðar og afkastamiklar hörpur frá
Belgíu. Auðveldar í flutningi og notkun.
Stærðir frá 16 - 30 tonna.
B.M.M. Sími 894-3836
��������������������������������
����������������������������������
�������������
������
�������������������
Tvöföldu afturdekkin undir vöru-
bílum heimsins mega fara fyrir mér.
Alltaf hætta á steini á milli, hund-
leiðinlegt að skipta um innra dekkið
ef springur. Allir stóru hjólbarða-
makararnir eru með sína lausn, eitt
ofurbreitt dekk á breiðri felgu í stað
tveggja mjórra. Hjá Bridgestone
heitir þetta Aircept Greatec. Springi,
grípur snjallpulsa úr gúmmíi og ara-
míðfilti dekkið innan frá og fyllir út
í það á augabragði, þökk sé tvö-
földum ventli sem skammtar meiri
þrýstingi í ytra dekkið en pulsuna.
Ódýrara en tvöfalt segja þeir, og
klárlega léttara. Allir græða.
Tvö dekk
verða eitt
Annað sem vakti athygli aftar á
svæðinu var hve mörg lítil fyrir-
tæki bjóða matarolíulausnir fyrir
hvers kyns dísilvélar. Í bílinn er sett
alls konar dót, síur, hitarar, stýr-
ingar og blöndunarventlar, á tank-
inn gula fitan sem annars myndi
hafna í pottinum hjá McDonald‘s.
Í Bandaríkjunum eru vandamálin
við lífræna fitubrennslu oft leyst
með efnabreytingu áður en olían
fer á tankinn, glycerinið fjarlægt
og kolvetnunum breytt til að skapa
hreina, velbrennandi dísilolíu án
þess að breyta þurfi bílunum. Einn
kosturinn við þetta er að ekki skipti
miklu hvort fitan sé af repju eða
rollu, en í Evrópu er öll áherslan á
beinan jurtaolíubruna. Ansi spenn-
andi mál.
Matur eða mótorfita