Fréttablaðið - 10.10.2006, Page 35

Fréttablaðið - 10.10.2006, Page 35
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { vinnuvélar } ■■■■ 7 Fyrirtækið Vélfang selur vélar fyrir landbúnað, vélaverktaka og golfvelli svo fátt eitt sé nefnt. Skarphéðinn Erlingsson, sölu- og markaðsmála- maður hjá fyrirtækinu, segir Terex- vinnuvélarnar sem fyrirtækið selur hafa reynst einkar vel. Vélfang ehf. er umboðsaðili fyrir mörg vörumerki á sviði landbúnað- ar- og iðnaðarvéla. Helstu framleið- endur sem Vélfang ehf. hefur umboð fyrir eru CLAAS, Fendt, Kuhn, Kverneland, Accord, Taarup, Fiona, Redrock, Tahler, Shibaura, Globram og Terex-Benford, svo dæmi séu tekin. Skarphéðinn Erlingsson segir mikinn vöxt hafa einkennt fyrir- tækið alveg frá stofnun þess í fyrir tæpum þremur árum. „Terex-vörumerkið er orðið þriðji stærsti framleiðandinn á iðnaðar- vélum og mini-gröfum í heiminum. Við höfum staðið í uppbyggingu vörumerkisins hér á landi undan- farin ár og stefnan er sett á að halda því áfram. Terex-merkið er í sívax- andi sókn“ segir Skarphéðinn. „Við erum erum jafnframt farin að selja Terex Benford sem eru sjálfkeyrandi hjólbörur og hafa sótt mikið í sig veðrið síðustu miss- eri. Þar að auki erum við nú farin að selja „trailera“ sem dregnir eru áfram af traktorum.“ Annar búnaður sem Vélfang ehf. selur eru meðal annars alhliða kerr- ur sem henta til vöruflutninga jafnt sem vélaflutninga. Mikill vöxtur Fyrirtækið Vélfang ehf. sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum jafnt sem notuðum vinnuvélum. Skarphéðinn Erlingssson hjá Vélfangi ehf. segir mikinn vöxt hafa einkennt fyrirtækið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Terex-traktorsgröfurnar frá Vélfangi ehf. hafa reynst vel hér á landi. Terex-fyrirtækið er þriðji stærsti framleiðandi heims á þessu sviði. Partner K750 / Þyngd 9,7 kg / Skurðdýpt 12,5 cm 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.