Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 10.10.2006, Blaðsíða 59
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006 23 AF NETINU UMRÆÐAN Afleiðing bílslysa Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um hraðakstur og nýja hugtakið ofsaakstur hefur einnig verið nefnt. Tuttugu manns hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu, jafnmargir og allt síðasta ár. Í ár er meira um ofsaakstur, kappakstur og vítavert gáleysi en áður og í fimm tilvikum notuðu ökumenn eða farþegar ekki bíl- belti. Á hverjum degi verða 13 manns að meðaltali fyrir aftanákeyrslu, og af 92 á viku slasast um 16 (Einar Guðmundsson, Sjóvá). Þetta veld- ur greinarhöfundi þó nokkrum áhyggjum þar sem hann starfar sem sjúkraþjálfari og meðhöndlar því daglega skjólstæðinga sem hafa lent í bílslysum. Hvað getur gerst við árekstur? Gerum ráð fyrir að flestir séu í bílbelti, en við árekstur aftan á bíl (aftanákeyrsla) sveiflast höfuðið fram, sveifla brjóstkassans stöðv- ast af beltinu, gríðarleg tognun verður á aftanverðum hálsvöðvum og langlegum liðböndum í hálsi, höfuðið kippist svo afturábak og stöðvast á höfuðpúða. Aftaná- keyrsla nefnist whiplash (svipu- ólar- eða sveifluólaráverki). Auk þess getur þessu fylgt áverki á brjóstkassa og höggið valdið heila- hristing. Á myndinni sést áverki á disk- þófa sem er milli hryggjarliða. Önnur líffæri sem einnig geta orðið fyrir áverka eru m.a. vöðvar, liðbönd og taugar. Læknar og sjúkraþjálfarar eru ekki allir á sama máli um hvaða meðferð er ákjósanlegust og beri mestan árangur. Meðferð er annars vegar bráða (fyrstu vikurnar eftir slys- ið) og langvarandi (í marga mán- uði eftir slysið). Flestir eru sam- mála um notkun hálskraga fyrst eftir slysið en hversu lengi (dagar/ vikur) eru skiptar skoðanir um. Verkja- og bólgueyðandi töflur geta dregið úr einkennum ásamt sjúkraþjálfun, en í henni er ann- ars vegar mjúkvefjameðferð (nudd, rafmagns- meðferð, nálastung- ur) og auk þess eru æfingar gjarnan not- aðar. Það er mjög misjafnt eftir ein- staklingum hvaða meðferðaráætlun hentar hverjum og einum, sennilega fer það eftir því hversu mikill (slæmur) hnykkurinn var. Því miður ná ekki allir bata eftir háls- hnykksáverka, sumir finna fyrir álagstengdum einkenn- um en aðrir eru nánast alltaf með verki í hálsi, finna fyrir höfuð- verk, ógleði og jafnvel sjóntrufl- unum. Þessi einkenni geta þannig leitt til þess að viðkomandi getur ekki stundað fulla vinnu sem reyn- ir á háls- og herða- svæði. Erfiðisvinna þarf ekki að vera sú versta heldur er skrifstofuvinna jafn- vel enn verri ef hún krefst margra klukkutíma kyrrsetu fyrir framan tölvu- skjá. Á síðustu árum hafa sjúkraþjálfarar getað öðlast réttindi frá Land- læknisembættinu til að stunda nálastungur sem hluta af reglu- bundinni meðferð. Hún hefur breytt talsverðu varðandi árangur meðferðar til hins betra. Kostnaður samfélagsins vegna aftanákeyrslna var gríðarlegur (um 1,9 milljarðar árið 2005) en hver ákeyrsla kostaði samfélagið að meðaltali 1,3 milljónir. Meðal- talskostnaður tryggingafélaga er um 2,4 milljarðar á ári (Einar Guð- mundsson, Sjóvá). Heildarkostn- aður aftanákeyrsla var um 5,2 milljarðar árið 2005. Margir leita réttar síns hjá lög- fræðingum eftir umferðarslys, en bótaskylt tryggingafélag á að bæta tjónþola m.a. kostnað vegna læknisheimsókna og sjúkraþjálf- unar. Bæði sá sem er í rétti og í órétti við slysið eiga bótarétt vegna líkamstjóns, en tjónvaldur gegnum slysatryggingarhluta af iðgjaldi bifreiðar og tjónþoli úr ábyrgðartryggingu bifreiðar. Hvað er besta forvörnin gegn aftanákeyrslum? Hún er einföld – keyra á löglegum hraða og ávallt vera vakandi við stýrið! Enn frem- ur er mikilvægt að höfuðpúðinn sé í hæð við hnakka bílstjórans. Höfundur er sjúkraþjálfari. Bílslys og afleiðingar þess ÁVERKI Á DISKÞÓFA GUÐJÓN TRAUSTASON Allir kokkar gleðjast Egill Helgason veltir fyrir sér tilraun ríkisstjórnar Íslands til að lækka matarverð. Í gær var ég að lýsa eftir því að menn færu að gera eitthvað í sambandi við hið brjálæðislega matarverð í stað þess að tala bara út í eitt. Og nú er það komið, matarskattur svokallaður verður lækkaður í 7 prósent, bæði á vörum sem hafa borið 14 og 25 prósenta virðisaukaskatt. Það ætti að muna um þetta. Hins vegar er fyndið að þetta á ekki að koma til framkvæmda fyrr en í mars, kortéri fyrir kosningar eins og það heitir. Það verður kosið seinnipartinn í apríl. Þá geta stjórnarflokkarnir aftur gert sér mat úr þessu. Skyldi þetta vera ávísun á áframhaldandi setu sömu ríkisstjórnarinnar - er hún kannski eilífðarvél? Matarverð á Íslandi hefur hækkað svo mikið á þessu ári að furðu sætir. Lækk- un á gengi krónunnar skilaði sér lítt út í matarverðið en maður undireins var við gengishækkanir. Nú er spurning hvort ítrustu áætlanir ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga. Einhvern veginn er maður pínu efins um að það gerist svona af sjálfu sér. Hvað taka stórmark- aðirnir mikinn hluta lækkunarinnar til sín - og hversu mikið skilar sér til neyt- enda? Og veitingahúsin, eigum við von á að verðið þar verði loksins skaplegt? Virðisaukaskattur hefur verið fárán- lega hár hér á landi, einhver sá hæsti í heimi. Svo auðvitað fagnar maður þessu. En kannski hefði verið ráð að lækka virðisaukaprósentuna almennt í stað þess að flækja skattkerfið enn frekar - eða þá bara stíga skrefið til fulls og leggja flata skattprósentu á allt, vörur, þjónustu, tekjur, fyrirtæki og fjármagn? Annars á Guðni Ágústsson orð dagsins: „Það munu allir kokkar í eldhúsum Íslands gleðjast“. Egill Helgason skrifar á visir.is undir Skoðanir. Upphaf endaloka kalda stríðsins eru rakin til fundar Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev, fyrrum aðalritara sovéska Kommúnistaflokksins, í Höfða 11. og 12. október 1986. Í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá þessum merka viðburði standa Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Icelandair fyrir fjölbreyttri dagskrá um Höfðafundinn og áhrif hans á alþjóðastjórnmál og friðarmál í heiminum. Meðal dagskrárliða má nefna: Þriðjudagur 10. okt. kl. 17.00 Leiðtogafundurinn í Reykjavík 1986. Opnun ljósmyndasýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýning verður opin almenningi frá og með miðvikudeginum 11. október. Miðvikudagur 11. okt. Leiðtogafundurinn í Reykjavík 1986 – ljósmyndasýning í Ráðhúsi Reykjavíkur. kl. 20.00 Áhrif leiðtogafundarins á íslenska blaða- og fréttamennsku. Málþing Blaðamannafélags Íslands í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fimmtudagur 12. okt. kl. 17.00 Fyrirlestur Mikhail Gorbachev í Háskólabíói. Miðasala í síma 511 2255. Föstudagur 13. okt. kl. 13.30 Áhrif leiðtogafundarins í Höfða árið 1986 á lok kalda stríðsins. Ný skjöl um fundinn úr bandarískum og rússneskum ríkisskjalasöfnum. Málþing í samstarfi við Háskóla Íslands og Icelandair, í Tjarnarsal Ráðhússins. Föstudagur 13. okt. Höfði til sýnis fyrir almenning frá klukkan 13.30 – 17.00 Sunnudagur 15. okt. Höfði til sýnis fyrir almenning frá klukkan 13.30 – 17.00 Leiðtogafundurinn í Höfða 20 ára afmælisdagskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.