Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 60
 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR24 UMRÆÐAN Leikskólamál Í Fréttablaðinu sunnudaginn 24. september er vitn- að í foreldra tveggja leikskóla- drengja: Þau Stein- ar og Steinunn segja frá því að undanfarið hafi þau þurft að sækja strákana sína í leikskólann áður en hefðbundnum skóladegi lýkur. Þetta hefur verið vegna manneklu í leikskólum drengj- anna. Steinunn seg- ist furða sig á hversu lítið heyrist í ráðamönnum um þennan vanda. Hún dregur jafnframt í efa að kornungir starfsmenn hafi burði til að sinna störfum eins og vera ber á þessu fyrsta skólastigi. Ég fagnaði þessari lesningu en þó ekki þannig að það hafi verið ánægjulegt að lesa um vanda leikskólanna, foreldranna og barnanna. Mér finnst hins vegar ánægjulegt að sjá á prenti það sjónarmið að leikskólastigið þurfi menntaðan og stöðugan starfs- kraft, en ekki nægi eingöngu að „dekka daginn“ á einhvern hátt, oft með ungu og lítt menntuðu fólki sem sumt hvert staldrar stutt við. Sá óstöðugleiki sem hlýst af tíðum mannaskiptum setur síðan mark sitt á það starf sem verður með börnunum. Þannig er einnig líklegt að skort- ur á mannskap og menntun, ásamt óstöðugleika, setji nú mark sitt á líf íslenskra barna og það er viðurkennt að lífsstíll er líklegur til að hafa áhrif á heilsu og vel- ferð fólks til langframa. Þetta er því stórmál til framtíðar en ekki dægurfluga sem þarf einhvern veginn að redda og ekki nægir að stinga hausnum í sandinn. Leikskólakennarar, flestir konur, eru of fáir á markaði sem hefur breyst gífurlega undanfar- in ár. Langflest börn eru nú í heilsdagsvistun meðan foreldrar eru við nám eða störf. Samfélagið er þannig allt öðru vísi en var fyrir nokkrum árum, en þeir sem sitja við stjórnvölinn virðast ekki huga nægilega að þessum breyt- ingum og vandinn verður marg- víslegur: Foreldrar og fyrirtæki lenda í vandræðum, en það sem virðist mest um vert er að börnin njóta ekki þeirra uppeldisskil- yrða sem ættu að vera til staðar í ríku samfélagi og þurfa að vera til staðar í flóknu nútímasamfé- lagi. Starfsfólk við uppeldis- og kennslustörf í leikskólunum dreg- ur of þungt hlass. Kröfur og nauð- syn um langan vistunartíma og gæði annars vegar og hins vegar tölur um mikla starfsmannaveltu og skort á leikskólakennurum, benda m.a. til þessa. Mæður hafa meira komið að uppeldi barna og konur sjá enn að mestu um þenn- an þátt þó í breyttri mynd sé. Þeir sem starfa við leikskólana gera sér líklega best grein fyrir því að gæði eru afgerandi þáttur. Til að halda uppi nauðsynlegum gæðum þarf betri bjargir en nú eru til staðar. Langvarandi ójafnvægi um þær kröfur sem gerðar eru og þær bjargir sem eru tiltækar er líklegt til að valda vanheilsu og streitu. Nýskipað leikskólaráð í Reykjavík hyggur nú á aðgerðir til að bæta ímynd leikskólakenn- arastarfsins, lokka fólk til starfa í leikskólum og draga jafnframt úr starfsmannaveltu. Vonandi tekst því vel til þó ekki hafi enn komið nægi- lega fram hvaða aðferðir á að nota til þessa og áhyggjuefni virð- ist sú skipan ráðs- ins að allir aðal- menn eru konur. Meðal varamanna eru aðeins tveir karlar. Skólamál ættu og þurfa að vera mál beggja kynjanna, þó ekki væri nema vegna þess að löng hefð er fyrir því að konur fá oft skert- an hlut þó vel sé gert og áhugi fyrir úrbótum fyrir hendi. Til marks um mikinn áhuga leik- skólastarfsfólks við að halda uppi góðu skólastarfi sóttu um 300 leik- skólakennarar og leikskólaleið- beinendur ráðstefnu sem skóla- þróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri stóð fyrir laugardaginn 23. september. Af þessum fjölda voru um 160 af höfuðborgarsvæðinu og enn fleiri komu einnig langt að. Flestir fóru norður eftir vinnu á föstudaginn og sátu svo ráðstefnuna í blíð- skaparveðri á laugardaginn. Þetta er aðeins eitt dæmi um það hvernig leikskólastarfsfólk sækir sér innblástur og hvatningu án þess að hefðbundið skólastarf truflist. Við hlustuðum á fyrirlestra um það hvernig stærðfræði birt- ist meðal ungra barna og hvernig starfsfólk getur og ætti að hvetja til aukinnar stærðfræði í náms- umhverfi leikskólanna. Einnig voru fyrirlestrar um mikilvægi góðrar umönnunar sem undir- stöðu skólastarfsins og um leik og uppgötvun sem mikilvægustu námsleið barna. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunn- ar voru frá Stokkhólmi. Þær höfðu skoðað leikskóla fyrir norð- an og sögðust dást að arkitekt- úrnum. Þær sögðu jafnframt að í Stokkhólmi væri mikil fjölgun leikskólaplássa en að ekki væri byggt svo stórhuga eins og hér er gert. Hins vegar gáfu þær okkur aðrar mikilvægar upplýsingar um hópastærðir og kennara- fjölda: Þar kom fram að á deild 1- 3ja ára barna eru 14 börn og 3 kennarar í 2,7 stöðugildum. Á deild eldri barnanna eru börnin 18 talsins, en sami starfsmanna- fjöldi. Allir kennararnir hafa formlega menntun til starfsins. Tölur geta skipt býsna miklu máli: Í íslenskum leikskólum eru oft 20 börn á yngri deildunum. Þar með eru starfsmenn að vísu fleiri, en hætt er við að fjölmenn- ari deildarsamfélög verði flókn- ari og háværari, ekki síst ef stöð- ugleika og menntun er ábótavant. Á deildum eldri barnanna eru börnin oftast 25–30. Hópastærð skiptir máli og menntun skiptir máli. Í grein í Morgunblaðinu sunnudaginn 1. október ítrekar Eva María Jónsdóttir einnig að tímalengd foreldra með börnum skipti máli og virðist þarft að það sjónarmið komi fram aftur. Að búa vel að börnum og þeim kerfum sem þau vaxa upp í, fyrst og fremst fjölskyldum og skólum, er öllu samfélaginu mikilvægt til framtíðar og það er brýnt að gera fjölbreyttar ráðstafanir til bóta. Höfundur er leikskólakennari. Lífsstíll leikskólabarna – til heilsu eða vanheilsu FANNÝ HEIMISDÓTTIR UMRÆÐAN Eldri borgarar 25,2% kjósenda telja líklegt, að þeir mundu styðja framboð eldri borg- ara, ef það kæmi fram við alþingis- kosningar samkvæmt skoðanakönnun Gallups. Þetta er gíf- urlegt fylgi við hugs- anlegt framboð eldri borgara. Þessi niður- staða bendir til þess, að framboð eða flokk- ur eldri borgara gæti strax í byrjun orðið einn stærsti flokkur landsins. Þetta er með ólíkindum. Hvað segir þetta okkur: Jú þetta segir okkur það, að það er gífurleg óánægja meðal eldri borgara með kjör og aðbúnað þessa fólks. Þetta segir okkur það, að eldri borgarar blása á þetta svokallaða „samkomulag“ eða yfirlýsingu ríkisstjórnar og Lands- sambands eldri borgara. Þeir telja það lítils virði. Eldri borgarar vilja fá raunhæfar kjarabætur og úrbætur í sínum málum strax. Þess vegna eru þeir tilbúnir að bjóða fram við alþingiskosningar, ef þess þarf til þess að fá fram þær kjarabætur, sem nauðsynleg- ar eru. Ríkisstjórnin hefur brugðist Ég hefi áður skrifað um þetta mál, kjör eldri borgara og hugsanlegt framboð þeirra. Ég varpaði fram þeirri hugmynd, að gefa ætti stjórnmálaflokkunum eitt tæki- færi enn. Ég veit, að vísu, að aldr- aðir eru orðnir mjög þreyttir á stjórnmálamönnunum. Þeir eru orðnir þreyttir á ríkisstjórninni og telja hana hafa brugðist í málefn- um eldri borgara. Þeir treysta því ekki, að hún muni taka sig á og þeir eru tortryggnir gagnvart öðrum stjórnmálaflokk- um. Það er eðli- legt. Sporin hræða. Fróðlegt verður að sjá hvernig stjórn- málaflokkarnir bregðast við þess- um tíðindum um gífurlegt fylgi við hugsanlegt fram- boð eldri borgara. Munu stjórnmála- flokkarnir taka sig á og sýna öldruð- um, að þeim sé alvara með það að gera róttækar breytingar á kjörum aldraðra. Ef stjórnmálaflokkarnir geta sýnt fram á það, er hugsanlegt að ekki verði af framboði eldri borgara. En það þarf mjög róttækar aðgerð- ir til þess að afstýra slíku fram- boði. Lífeyrir aldraðra hækki í 160-170 þúsund Hvað þarf að hækka lífeyri aldr- aðra mikið svo sómasamlegt sé? Ég hefi bent á, að meðaltals neyslu- útgjöld einstaklinga samkvæmt neyslukönnun Hagstofu Íslands séu 167 þúsund krónur á mánuði fyrir utan skatta. Með hliðsjón af þeirri könnun er ljóst, að hækka verður lífeyri einstaklinga frá almannatryggingum upp í 160-170 þúsund krónur á mánuði svo við- unandi sé. Það er algert lágmark. Þessi upphæð er í samræmi við kröfu sem Öryrkjabandalag Íslands og Landssamband aldraða (LEB) settu fram sameiginlega í skýrslu um kjaramál. Mín skoðun er sú, að það sé algert lágmark að hækka lífeyri einstaklinga frá almannatryggingum í 160 þúsund á mánuði (er 123 þúsund í dag). Verði það gert má hugsanlega afstýra framboði eldri borgara. Síðan þarf að hækka skattleysis- mörkin verulega. Öryrkjabanda- lagið og LEB gerðu kröfu til þess, að þau færu í 130 þúsund á mán- uði. Það er ekki nóg. Það þarf að hækka þau meira. Önnur leið er sú, að hafa lífeyri aldraðra frá almannatryggingum skattfrjálsan án þess að hækka skattleysis- mörkin svo mikið almennt. Síðan þarf að lækka skatt á lífeyri úr líf- eyrissjóðum. Hann á ekki að vera hærri en skattur á fjármagnstekj- um eða 10%. Og sá skattur á að haldast óbreyttur þó skattur á fjármagnstekjum verði hækkað- ur. Tekjur úr lífeyrissjóði eiga ekki að skerða lífeyri frá almanna- tryggingum. Draga verður úr öðrum tekjutengingum. Allar þessar breytingar verða að taka gildi strax eða í síðasta lagi um næstu áramót. Gera verður einnig átak í því að fjölga hjúkrunarrým- um fyrir aldraða strax. Þar dugir ekkert margra ára „plan“. Það verður sennilega að taka í notkun eldra húsnæði í þessu skyni og breyta því svo unnt sé að taka það í notkun fljótlega. Hvað gerir LEB? Landssamband eldri borgara (LEB), sem stóð að yfirlýsingunni með ríkisstjórninni, sagði: Við komum aftur í haust. LEB ætlar að knýja á um frekari kjarabætur nú í haust fyrir eldri borgara. Fróðlegt verður að sjá viðbrögð ríkisstjórnar við þeim kröfum. Það veltur á viðbrögðum ríkis- stjórnarinnar og viðbrögðum allra stjórnmálaflokkanna hvort eldri borgarar bjóða fram sjálfstætt eða ekki. Það liggur alla vega ljóst fyrir, að framboð eldri borgara mundi fá mikið fylgi. Höfundur er viðskiptafræðingur. 25,2% styðja framboð eldri borgara BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Foreldrar og fyrirtæki lenda í vandræðum, en það sem virðist mest um vert er að börnin njóta ekki þeirra uppeldisskil- yrða sem ættu að vera til staðar í ríku samfélagi. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ��������������������������������������� ������������� ������������ ���������� �������� Ef þú kaupir Miele þvottavél færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum þínum ���������������������� ��� ������������ ��� ��������������� ������� ����� ��� ��������� ����������� ����� ������ ������������ ���� �������� �� ���������� ��� �������� ����� ����������� ��� �������� ������ �������������������������������� ������ ������������ ������� ������� ��� ������ ������������ Íslenskt stjórnborð AFSLÁTTUR 30% ALLT AÐ 1. VERÐLAUN í Þýskalandi W2241WPS ����� ���������� ������� ���������� ����� ������������ ����������� ���������������� �������������� ������������ ���������� ��������������� ��������������� ������������ ���������� ���������������� MIELE ÞVOTTAVÉL - fjárfesting sem borgar sig Hreinn sparnaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.