Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 10.10.2006, Qupperneq 61
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006 25 Tónlistarmennirnir Barði Jóhanns- son og Garðar Thór Cortes verða fyrstu listamennirnir til að njóta góðs af nýjum fjárfestingasjóði sem FL Group hefur stofnað. Sjóðurinn hefur hlotið nafnið Tónvís og er honum ætlað að vinna með íslensk- um tónlistarmönnum í útlöndum og fjárfesta í mögulegri velgengni þeirra þar. Stuðningur Tónvíss við verkefni þeirra Garðars Thórs og Bang Gang, með Barða Jóhannsson í broddi fylkingar, mun meðal annars felast í útgáfu- og kynningarstarfsemi. Garðar, sem gaf út plötu hér heima síðasta vetur undir stjórn Einars Bárðarsonar, mun njóta stuðnings sjóðsins í Bretlandi þangað sem hann á fyrirhugaða tónleikaferð á næstu misserum. Barði vinnur hins vegar að útgáfu Bang Gang í Banda- ríkjunum, ásamt útgáfufélagi sínu og Sigurðar Pálma Sigurbjörnsson- ar, From Nowhere Records. Tónvís verður, að sögn Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, ólíkur styrktarsjóðum eins og þeir hafa þekkst hingað til hér á landi. „Við munum hjálpa listamönnunum að koma sinni list á framfæri utan landsteinanna, taka áhættuna með þeim og fá af því ávinning ef hann verður til. Okkar styrkur til þeirra felst ekki bara í fjárfestingunni heldur ætlum við að koma með ákveðna viðskiptahugmyndafræði inn líka og fylgjast náið með fram- gangi mála.“ Hannes segir stofnun sjóðsins falla vel að markmiði FL Group um að styðja við íslenska tónlist. „Við höfum sett okkur það markmið að styðja við menningu og höfum ein- beitt okkur sérstaklega að tónlist- inni. Við erum aðalstyrktarfélag Sinfóníunnar, við erum að fara að styrkja tónleikana hjá Sykurmolun- um og nú erum við að stofna þennan sjóð.“ Þeir Barði og Garðar eru fyrstu listamennirnir til samstarfs við Tón- vís en ekki þeir síðustu að sögn Tryggva Jónssonar, framkvæmda- stjóra sjóðsins. „Þetta er sjóður sem hefur sjálfstætt líf og mun taka að sér sambærileg verkefni fyrir fleiri. Það er ekki búið að velja næstu þátt- takendur en það verður gert á næstu vikum og mánuðum.“ holmfridur@frettabladid.is VIÐ KYNNINGUNA Á TÓNVÍS Tryggvi Jónsson, framkvæmdastjóri Tónvíss, tónlistarmennirnir Garðar Þór Cortes og Barði Jóhannsson og Hannes Smárason, forstjóri FL Group. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Sótt í breska sparibauka Landsbankinn ætlar að auka við starfsemi sína í Bretlandi á næstunni og mun meðal annars gefa kúnnum sínum kost á að stofna sérstakan sparireikning í netbanka fyrirtækisins. En landnám Landsbankans á Bretlandseyjum og sparnaður almennings virðist fara illa í suma því um helgina birtist lítil klausa í breska dagblaðinu The Guardian þar sem segir að Landsbankinn ætli að feta í fótspor netbankans ING Direct, og seilast í sparifé landsmanna. OMX stígur norskan dans OMX-kauphallararmurinn, sem stefnir að því að eignaðist Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, hefur keypt tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA sem rekur Kauphöllina í Osló. Kaup- verðið er um þrír milljarðar króna. Forsvarsmenn OMX fara ekki dult með áhuga sinn á að komast yfir markað- inn í Osló svo að allar norrænu kauphallirnar verði undir einum hatti. Sam- bærilegur áhugi hefur hins vegar ekki verið til staðar hjá stjórnend- um og eigendum Kauphallarinnar í Osló, sem vilja halda sjálfstæði sínu og láta það samstarf sem þegar er til staðar við OMX duga. Stærsti eigandinn norsku Kaup- hallarinnar, með fimmtungshlut, er stórbankinn DnB Nor sem vill halda í sjálfstæði markaðarins. KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.418 +0,63% Fjöldi viðskipta: 412 Velta: 4.955 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 69,00 -1,15% ... Alfesca 5,04 +0,00% ... Atlantic Petroleum 574,00 +0,70% ... Atorka 6,54 -0,31% ... Avion 30,80 -0,65% ... Bakkavör 58,50 +0,00% ... Dagsbrún 5,08 -0,20% ... FL Group 22,80 +1,33% ... Glitnir 20,90 +0,97% ... Kaupþing 887,00 +1,37% ... Landsbankinn 26,70 +1,14% ... Marel 80,00 +0,63% ... Mosaic Fashions 17,10 -0,58% ... Straumur-Burðarás 17,00 -1,16% ... Össur 124,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Hampiðjan +3,85% Kaupþing +1,37% FL Group +1,33% MESTA LÆKKUN Straumur-Burðarás -1,16% Actavis -1,15% Avion -0,65% Umsjón: nánar á visir.is Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli Marels hf. og Stork Food Systems um hugsanlegt nánara samstarf, að því er fram kemur í tilkynningu Marels til Kauphallar Íslands í gær. Tilkynningin er sögð send vegna fjölmiðla- umfjöllunar í Hol- landi og á Íslandi um hugsanlega sameiningu Marels og Stork Food Syst- ems. Het Financieele Dagblad í Hol- landi sagði, líkt og Fréttablaðið, frá því í forsíðufrétt í gær að Marel hefði hug á að taka yfir mat- vælavinnsluvélahluta Stork N.V. Staða Stork hefur vakið mikla athygli ytra en félagið á sér tæp- lega 180 ára sögu í Hollandi. Tveir bandarískir fjárfestingasjóðir sem fara með 32 prósenta hlut í félaginu hafa farið fram á að seld- ur verði hliðariðnaður frá kjarna- starfsemi félagsins, en forstjóri þess er á móti uppskiptingunni. Hluthafafundur kýs um málið á fimmtudag. Þá hefur Mergermarket.com eftir talsmanni Stork í gær að félagið væri fyrst nú að heyra af áhuga Marels á Food Systems-hlut- anum og sagði félagið ekki eiga í viðræðum við Marel um sölu á mat- vælavinnsluvélahlutanum. Hann sagði stefnu fyrirtækisins vera að vaxa í þeim geira. „Við horfum til allra fjárfestingarkosta í þeim efnum, líka til Marels.“ - óká HOLLENSKA VIÐSKIPTAFRÉTTABLAÐIÐ Í forsíðufrétt greindi Het Financieele Dagblad í Hollandi frá því í gær að Marel vildi taka yfir Stork Food Systems. Ræðast óformlega við Áhugi Marels á Stork Food Systems vekur athygli. RÉTT LAUN Á RÉTTUM TÍMA MEÐ TOK LAUNUM TOK laun spara okkur mikinn tíma og fyrirhöfn við útreikning á launum. Hvort sem um tíma- eða mánaðarkaup er að ræða greiðum við rétt laun á réttum tíma sem skilar sér í ánægðu starfsfólki og metnaðarfullri þjónustu við gesti okkar. Ágústa Magnúsdóttir, eigandi Pottur ehf. - Argentína Steikhús Ræddu við okkur um hvernig TOK hentar þér í síma 545 1000. HugurAx Grjóthálsi 5 www.hugurax.is HugurAx Guðríðarstíg 2-4 hugurax@hugurax.is FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 FL Group eykur stuðning sinn við íslenskt tónlistarlíf Garðar Thór Cortes og Bang Gang verða fyrstu verkefni nýja fjárfestingarsjóðs- ins Tónvíss, sem ætlað er að vinna með íslenskum tónlistarmönnum á erlendri grundu. Stofnfé sjóðsins er 200 milljónir króna. Peningaskápurinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.