Fréttablaðið - 10.10.2006, Side 69

Fréttablaðið - 10.10.2006, Side 69
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 2006 33 Fyrrverandi kryddstúlkan Geri Halliwell hefur nú kært barn- fóstru sína til lögreglu vegna þess að söngkonuna grunar að fóstr- an hafi lagt hendur á barn hennar. Breska götublaðið The Sun segir Halli- well hafa farið beinustu leið til lögreglu þegar hún uppgötvaði marbletti á dóttur sinni sem barn- fóstran gat ekki útskýrt. Dóttir Halliwell fæddist í maí á þessu ári og heitir Bluebell. Kærir barn- fóstruna GERI HALLIWELL Fyrrverandi kryddstúlkan og fót- boltafrúin Victoria Beckham hefur gefið út þá yfirlýsingu að hún muni aldrei syngja aftur. Einnig blæs frú Beckham á allt slúður sem tengist því að hún stefni í leik- listarbransann. „Ég mun aldrei gera þetta aftur. Ég er búin að prófa bæði og það var gaman. En ég elska allt sem tengist tísku,“ segir Victoria en árið 2005 byrjaði hún með sína eigin gallabuxnalínu hjá banda- ríska fatamerkinu Rock and Rebu- blic sem hefur gengið vonun frama og stefnir frú Beckham á framtíð í fatahönnun. Syngur aldrei aftur VICTORIA BECKHAM Forsprakki hljóm- sveitarinnar Baby- shambles, Pete Doherty, frestaði tónleikum sveitar- innar í Liverpool á föstudaginn. Nú hefur komið í ljós að líklega þurfi að fresta hljómleika- ferð sveitarinnar um ókomna framtíð því Doherty þykir hafa byrjað of fljótt að spila eftir að hann kom úr með- ferð. Fréttirnar komu daginn eftir að bresk slúðurblöð voru búin að fjalla um meint rifrildi Dohertys og unn- ustu hans Kate Moss um barneign- ir og þykir þessi frestun tónleikanna ýta enn meira undir þær sögusagnir. Babyshambles á fimm tónleika eftir á hljómleikaferð sinni en býst for- stjóri útgáfufyrir- tækis sveitarinnar, EMI, ekki við því að Doherty klári túr- inn þar sem hann þurfi á fríi að halda. Neyddur í frí PETE DOHERTY Skipað í frí eftir meðferðina og ekki er víst hvort hann klári hljómleikaferð Baby- shambles. Yves Saint Laurent, stofnandi samnefnds tískuhúss, hneig niður úti á götu í París um helgina og var hann keyrður beinustu leið upp á spítala. Atvikið átti sér stað fyrir utan YSL búðina nálægt aðal- verslunargötu Parísarborgar, Champs Elysées. Það hefur nú komið fram að Saint Laurent fékk vægt hjartaáfall en hann er búinn að vera við slæma heilsu síðustu ár vegna mikillar áfengis- og eitur- lyfjanotkunar gegnum tíðina. Laurent er sjötugur á þessu ári en hann er þekktur fyrir að vera mjög fjölmiðlafælinn og lætur því oftast lítið á sér bera. Hneig niður FRUMKVÖÐULL Fatahönnuðurinn og frumkvöðullinn Yves Saint Laurent fékk hjartaáfall um helgina og setti það svartan blett á tískuvikuna sem stendur hátt um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Ástin blómstrar meðal leikara í spennuþáttunum Lost sem aldrei fyrr. Nú hefur verið tilkynnt að þau Dominic Monaghan og Evangeline Lilly hyggist ganga upp að altarinu næsta sumar. Skötuhjúin, sem leika fyrrum eiturlyfjaneneytandann Charlie Pace og flóttamanninn Kate Austin í þáttunum vinsælu, kynnt- ust við upptökur á Lost og trúlof- uðu sig fyrr á þessu ári. Nú stefna þau að brúðkaupi næsta sumar. „Þau ákváðu að það væri rétti tíminn og eru ástfangnari en nokkru sinni fyrr. Þetta verður sumarbrúðkaup,“ sagði vinur hjónaleysanna. Þetta er ekki eina tilhlökkunarefnið hjá Dominic og Evangeline því hann lýsti því nýlega yfir hversu mikið hann langaði til að verða pabbi. „Ég hef verið spenntur fyrir því síðan ég var sjálfur krakki. Ég elska að vera í kringum dýr og börn vegna þess að samskiptin við þau eru svo hrein. Það snýst allt um augna- blikið. Þess vegna elska ég börn. Þau eru æðisleg,“ segir Dominic. Brúðkaup næsta sumar EVANGELINE OG DOMINIC Parið úr Lost-þáttunum ætlar að ganga í hjónaband næsta sumar. Þau hafa aldrei verið eins ástfangin. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.