Fréttablaðið - 10.10.2006, Síða 74

Fréttablaðið - 10.10.2006, Síða 74
38 10. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR FÓTBOLTI Á morgun mætir enska landsliðið því króatíska í E-riðli undankeppni EM 2008. Bæði lið hafa misst einn leik í jafntefli en um helgina gerði England marka- laust jafntefli við Makedóníu. Eftir HM í sumar tók nýr maður við króatíska landsliðinu, Slaven Bilic sem gerði garðinn frægan með West Ham og Everton undir lok síðasta áratugar. Þegar hann lék með fyrrnefnda liðinu fylgd- ist hann með ungum og efnileg- um leikmönnum á borð við Frank Lampard og Rio Ferdinand sem eru nú lykilmenn í enska landslið- inu. „Það var mikið um fordóma þegar Frank var að leika með West Ham þar sem pabbi hans var aðstoðarstjóri liðsins,“ sagði Bilic en Lampard hefur mátt þola mikið á undanförnum mánuðum þar sem hann hefur ekki þótt standa undir væntingum. „Undan- farin ár hefur hann hins vegar sannað sig sem einn besti miðju- maður heims.“ Það var sérstaklega á HM í Þýskalandi í sumar sem Lampard náði ekki að sýna sitt rétta andlit. „Öllum gekk illa í enska liðinu og hann spilaði ekki eins og hann á að sér. Það getur verið mjög erfitt fyrir stærstu stjörnurnar því fólk býst við því að hann skori viku eftir viku. Hann lenti í smá krísu en fyrr eða síðar, örugglega fyrr, mun hann komast aftur á rétta braut.“ Hann sagðist fljótt hafa gert sér grein fyrir þegar hann lék með West Ham hversu efnilegir Lampard og Ferdinand voru. „Fyrir sjö eða átta árum sagði ég Rio og Harry Redknapp (þáver- andi stjóra West Ham) að hann gæti orðið einn af þremur bestu miðvörðum í heimi. Ég varð oft eftir á æfingum þar sem ég æfði með Rio og sýndi honum einn eða tvo hluti. Hvað mig varðar finnst mér hann í dag vera einn af fimm eða sex bestu varnarmönnum í heimi.“ Þrátt fyrir allt þetta veit Bilic að enska landsliðið býr yfir ákveðnum veikleikum sem hann ætlar að færa sér í nyt í leiknum á morgun. „Ég mun ekki greina frá þessum veikleikum í smá- atriðum en við ætlum okkur sigur í leiknum.“ - esá SLAVEN BILIC Berst um boltann við Ian Rush, leikmann Leeds, er hann lék með West Ham árið 1997. NORDIC PHOTOS/AFP Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, þekkir vel til enskrar knattspyrnu: Frank Lampard á eftir að koma til FÓTBOLTI Lars Lagerbäck, þjálfari Svía, er nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun enda unnu Svíar góðan sigur á Spánverjum á laugardaginn á meðan Íslendingar fengu á bauk- inn í Lettlandi. Það er þó skarð fyrir skildi hjá Svíum að í liðið vantar nokkra mikilvæga menn. Lagerbäck telur leikinn ekki unn- inn. „Ég býst við erfiðum leik eins og alltaf á móti Íslandi. Síðast þegar við lékum hér á Íslandi vorum við heppnir að ná að skora þrjú mörk mjög snemma í leikn- um og það gerði út um leikinn að mínu mati. Allir aðrir leikir milli þessara þjóða sem ég man eftir hafa verið mjög miklir baráttu- leikir, t.d. þegar við unnum Ísland í Svíþjóð í fyrra, þannig að ég býst við mjög erfiðum leik á morgun,“ sagði Lagerbäck en Svíþjóð vann Ísland 3-1 fyrir ári síðan. Síðasti leikur liðanna hér á Íslandi var árið 2004 og endaði með 4-1 sigri Svía. Svíar léku frekar varnarsinnað gegn Spánverjum á laugardaginn en Lagerbäck býst við að sænska liðið þurfi að stjórna leiknum meira gegn Íslandi á morgun. „Ég bæði vona það og býst við því að við verðum meira með boltann. Á laugardaginn vorum við ekki með boltann nema um 40% af leiknum en venjulega erum við meira með boltann en það. Ég vona að við munum stjórna leiknum og hafa boltann meira en íslenska liðið,“ sagði Lagerbäck. Fredrik Ljungberg meiddist í leiknum gegn Spánverjum en hvernig er staðan á öðrum leik- mönnum? „Ljungberg verður pott- þétt ekki með, hann fór til London í gær þar sem hann mun fara í myndatöku hjá Arsenal. Það er hins vegar spurning með Tobias Linderoth þar sem hann og kona hans eiga von á barni á næstu dögum. Dyrnar verða þó opnar fyrir hann ef hann vill koma í hóp- inn,“ sagði Lagerbäck en auk þeirra er Anders Svensson í banni á morgun. Í kjölfar leiksins gegn Spánverjum hlýtur maður að spyrja hvort liðið sakni eitthvað Zlatans Ibrahimovic? „Já, auðvitað. Ég væri til í að hafa hann 100% einbeittan í hópn- um en staðan er bara eins og hún er. Leikmennirnir sýndu á laugar- daginn að við getum leikið mjög vel án hans og að því leyti sakna ég hans ekki en ég myndi frekar vilja hafa hann með okkur,“ sagði Lagerbäck. Það sem ef til vill einkennir lið Svía er hve fáar svokallaðar stjörnur eru í liðinu á meðan óhætt er að segja að Eiður Smári sé lang- stærsta stjarna íslenska liðsins. Lítur Lagerbäck á það sem kost fyrir sitt lið? „Nei, það held ég ekki. Ég væri meira en til í að hafa jafn góðan leikmann og Guðjohn- sen í mínu liði og því vildi ég alveg hafa stórar stjörnur á mínum snærum,“ sagði Lagerbäck að lokum. dagur@frettabladid.is Væri til í að hafa Eið í mínu liði Lars Lagerbäck vonast til að stjórna leiknum á morgun. Hann segir að Svíar sakni ekki Zlatans Ibrahimov- ic á meðan liðið leikur eins og það gerði gegn Spánverjum. Svíar eru enn með fullt hús stiga í riðlinum. LARS LAGERBÄCK Býst við erfiðum leik á morgun en Svíar hafa unnið Ísland stórt í tveim- ur síðustu leikjum þjóðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FÓTBOLTI Erik Edman hefur leikið með Svíum á þremur stórmótum í knattspyrnu og ljóst er að þar er gríðarlega leikreyndur leikmaður á ferð. Edman er vinstri bakvörður og hefur átt fast sæti í liðinu undan- farin ár. Hann leikur nú með Renn- es í Frakklandi en áður hefur hann leikið með liðum eins og Heeren- veen í Hollandi og Tottenham á Englandi. Edman segir að vanmat komi ekki til greina hjá Svíum í leiknum á morgun. „Við búumst allir við mjög erf- iðum leik. Íslendingar eru með nokkra mjög góða leikmenn í sínum röðum og eru mjög líkam- lega sterkir,“ sagði Edman. „Markmið okkar er alltaf að stjórna leikjum og þar breytir engu í því sambandi hvort við erum að spila gegn lítilli eða stórri knattspyrnuþjóð. Við reyn- um alltaf að spila okkar leik en gegn Spánverjum duttum við aðeins aftar á völlinn. Spánverjar eru með mjög gott lið og við þurft- um aðeins að laga leik okkar að þeirra sóknarleik til að vinna leik- inn og það tókst.“ Edman sagði að margt væri líkt með Íslandi og Svíþjóð. „Liðin eru lík að því leyti að við erum ekki með mjög stóran hóp og því þurfum við á öllum okkar leik- mönnum að halda. Þetta á ekki bara við í fótbolta heldur einnig í handbolta svo dæmi sé tekið. Zlat- an Ibrahimovic er til að mynda ekki með okkur núna en það kom ekki að sök af því að Marcus All- bäck og Johan Elmander náðu mjög vel saman í leiknum gegn Spánverjum. Til þess að vinna leiki þurfum við að spila eins sem lið en ekki sem ellefu einstakling- ar. Þannig var það gegn Spánverj- um, við náðum mjög vel saman. Við þurfum að eiga mjög góðan leik gegn Íslandi ef við eigum að eiga möguleika á sigri,“ sagði Erik Edman. - dsd ÆFING SÆNSKA LANDSLIÐSINS Edman er hér lengst til hægri. Þessi reyndi leikmaður telur að Svíar þurfi að eiga góðan dag til að ná fram sigri á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hinn leikreyndi bakvörður Svía Erik Edman segir að Svíar þurfi að vera varir um sig í leiknum á morgun: Þurfum að eiga góðan leik til að sigra FÓTBOLTI Rafael Benitez, fram- kvæmdastjóri Liverpool, er allt annað en sáttur við hollenska knattspyrnusambandið þessa dagana. Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, fór meiddur af velli í leik Hollands gegn Búlgaríu á laugardaginn en Hollendingar þráast við að senda leikmanninn til síns heima og ætla að sjá til hvort hann verður klár í leikinn gegn Albaníu á morgun. Benitez segir að þetta sé enn eitt dæmið um að landslið taki ekkert tillit til félaganna sem borgi leikmönnun- um laun og segir að Kuyt ætti að vera sendur til Liverpool. „Þeir segja að tvísýnt sé hvort Kuyt geti leikið á miðvikudaginn. Þá er hann ekki klár. Þeir ætla hins vegar að sjá til hvort hann geti spilað og ef hann spilar á miðvikudaginn þá gæti hann misst af nokkrum leikjum með Liverpool vegna meiðslanna,“ sagði Benitez. - dsd Dirk Kuyt er meiddur: Benitez alls ekki sáttur DIRK KUYT Hefur leikið vel fyrir Liverpool í síðustu leikjum. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Stjórnarmenn í franska liðinu Marseille hafa viðurkennt að viðræður standa á milli Arsenal og Marseille um kaup á landsliðsmanninum Franck Ribery en neita að samkomulagi hafi nú þegar verið náð. „Arsene Wenger hefur rætt við forseta Marseille um Ribery en það er líka önnur lið búin að tala við okkur um leikmanninn. Okkar markmið er hins vegar að ná Meistaradeildarsæti og til þess að það náist þurfum við á öllum okkar mönnum að halda. Af þeim sökum þá sé ég það ekki gerast að Ribery yfirgefi félagið á næst- unni. Ef við náum ekki Meistara- deildarsæti verður hins vegar mjög erfitt að haldi í leikmann eins og Ribery en ég tek það fram að ekkert samkomulag hefur verið gert við Arsenal né önnur lið,“ sagði talsmaður Marseille í gær. - dsd Marseille: Ribery orðaður við Arsenal FRANCK RIBERY Þótti leika vel á HM í sumar og vakti athygli margra liða í Evrópu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI ÍS-stúlkur urðu í gær Reykjavíkurmeistarar í körfu- bolta kvenna í áttunda skiptið þegar liðið lagði Ármann/Þrótt að velli, 87-16. Berglind Ingvarsdóttir var atkvæðamest í liði ÍS með 20 stig, Jófríður Halldórsdóttir skoraði 18 stig og tók 14 fráköst og Hafdís Helgadóttir skoraði 17 stig. Hjá Ármanni/Þrótti var Íris Andrés- dóttir, fyrrum landsliðskona í knattspyrnu, stigahæst með 6 stig. - dsd Reykjavíkurmótið í körfubolta: ÍS meistari í áttunda skiptið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.