Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 2
2 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR SPURNING DAGSINS Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS HYUNDAI SANTA FE Nýskr. 02.01 - Beinskiptur - Ekinn 91 þús. - Allt að 100% lán. Verð á ður: 1. 490.0 00,- Tilboð : 1.070. 000,- HVALVEIÐAR Meginhluti þeirra tug- þúsunda mótmælabréfa sem hafa hafa borist til íslenskra ráðuneyta og sendiráða víða um heim er stöðl- uð mótmæli sem skipulögð eru á netsíðum umhverfissamtaka. Umhverfissamtökin Greenpeace eru þar langfyrirferðarmest og samkvæmt upplýsingum frá utan- ríkisráðuneytinu berast fá bréf frá einstaklingum ótengdum hinum skipulögðu mótmælum. Ráðuneytið svarar öllum bréfum sem þangað berast en af sautján þúsund bréfum sem bárust til ráðuneytisins í gær- morgun komu fimm þúsund svör um að viðtakandi væri ekki til. Bjarni Sigtryggsson, sendiráðu- nautur hjá auðlinda- og umhverfis- skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir þetta geta bent til þess að um skipulagðar ruslpóstsendingar (e. spam) sé að ræða eða skeytin séu send frá einni tölvu sem tekur ekki við svarsendingum. „Þetta gætu verið einstaklingar að nota tölvu- þekkingu sína til að fjölsenda á okkur með tilbúnum netföngum eða þetta er gert með hópsendingum sem taka ekki við svari.“ Um þrjú hundruð bréf sem bár- ust til sendiráðsins í París í gær voru með sama texta og send í gegn- um heimasíðu Greenpeace-samtak- anna. Þau sendiráð sem fá flest mót- mælabréf eru sendiráð Íslands í Washington, London, Berlín og París. Öllum sendi- ráðum Íslands hafa borist mótmæli. - shá Mótmælabréf flæða yfir íslensk ráðuneyti og sendiráð: Fjölmörg bréf án viðtakanda FRÁ HVALFIRÐI Tugþúsundir mótmæla- bréfa hafa borist íslenskum stjórnvöld- um. Að stærstum hluta eru mótmælin skipulögð af umhverfissinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILBERG AF HEIMASÍÐU Staðl- að mótmælabréf á heimasíðu Grænfrið- unga. Eru ekki vinningar, Bolli? „Vinningurinn er að geta lagt bílnum rólegur, óhræddur við ofvirkasta vegfaranda miðbæjarins - stöðu- mælavörðinn.“ Framkvæmdaráð Reykjavíkur ætlar að taka upp skafmiðakerfi við gjaldskyld bílastæði í borginni. Bolli Thoroddsen situr í framkvæmdaráði. ÞÝSKALAND, AP Vegagerðarmaður lést eftir að hann ók vél yfir sprengju sem lá falin undir vegarkanti í Bæjaralandi í Þýskalandi í gær. Líklegt þykir að sprengjan hafi legið í jörðinni við veginn síðan í seinni heimsstyrj- öldinni, að sögn lögreglumanna á staðnum. Maðurinn var að brjóta upp malbik meðfram vegarkantinum nærri Aschaffenburg þegar atvikið varð. Grjót og malbik þeyttist í allar áttir og skemmdi sjö aðrar bifreiðar og fimm manns voru fluttir á sjúkrahús vegna áfalls. Sprengjusérfræðingar lögregl- unnar hafa tekið það sem eftir er af sprengjunni til rannsóknar. - smk Menjar úr heimsstyrjöld: Einn lést þegar sprengja sprakk SPRENGJA Einn lést þegar sprengja úr seinni heimsstyrjöldinni sprakk í Þýska- landi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HVALVEIÐAR Áhöfnin á Hval 9 náði í sína aðra langreyði um klukkan hálf fimm í gær. Hvalurinn er talinn vera yfir 60 fet og veiddist um 210 sjómílur vestur af Hvalfirði. Aðeins eru tveir sólarhringar síðan fyrsta langreyðurin var skotin djúpt út af Snæfellsnesi en gert var að henni í Hvalfirði á sunnudag. Líkt og á laugardaginn gekk vel að veiða dýrið. Hvalur 9 kemur til Hvalfjarðar um tvö leytið í dag. Sigurður Njálsson skipstjóri segir að töluvert hafi verið af langreyði þar sem dýrið var skotið og meira af hval en vænta megi á þessum árstíma. - shá Hvalveiðar ganga vel: Hvalur 9 náði langreyði í gær HEILBRIGÐISMÁL Sjálfsvígum meðal lögreglumanna hefur fjölgað áberandi á síðustu árum. Á síðustu tíu til tólf árum hafa átta manns fallið fyrir eigin hendi. Líkleg ástæða er einkum talin stóraukið álag í starfi, að sögn Sveins Ingibergs Magnússonar, formanns Landssambands lögreglumanna. Engin skipulögð áfallahjálp hefur staðið stéttinni til boða, en nú er unnið að úrbótum í þeim efnum. Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um ýmis öryggis- og hagsmunamál lögreglumanna hér á landi, þar sem úrbætur hafa verið boðaðar á ýmsum sviðum. Meðal annars hefur komið fram að lífaldur lögreglumanna er umtalsvert skemmri en alls almennings; tæplega 67 ár á móti rúmlega 79 árum hins almenna borgara. Að meðaltali tveir lögreglu- menn á ári hljóta varanlega örorku eftir að hafa slasast í starfi og tíu til tólf lögreglumenn fá fjárhagsbætur á ári hverju úr ríkissjóði vegna slysa sem þeir verða fyrir þegar þeir eru við störf. Tveir formenn Landssambands lögreglumanna tóku lauslega saman ýmsar upplýsingar á þeim tíma sem þeir gegndu formennsku. Það kemur meðal annars fram að fyrir um það bil fimmtán árum var það nánast óþekkt að lögreglumenn féllu fyrir eigin hendi. Á síðari árum er talan komin upp í átta manns. „Við höfum sömu vísbendingar að utan,“ segir Sveinn. „Þar virðist tíðni sjálfsvíga vera töluverð í stétt lögreglu. Í Skandinavíu er þó vissulega til staðar áfallahjálp og handleiðsla í starfi.“ Nú er hafinn undirbúningur að því að setja á fót áfallateymi sérfræðinga til aðstoðar lögreglumönn- um sem lent hafa í erfiðum verkefnum, að beiðni Landssambandsins. Sálfræðingur hjá embætti Ríkislögreglustjóra leiðir starfið, að sögn Sveins, en LL á hlutdeild í undirbúningnum. „Lögreglumennirnir hér hafa gjarnan notað svokallaðan „svartan húmor“ sín á milli til að reyna að vinna sig frá vandanum,“ segir Sveinn. „En ég veit það sjálfur að oft á tíðum þyrftu menn aðstoð eftir erfið verkefni. Við sjáum allt það ljótasta sem gerist. Svokölluð „kulnun“ í starfi er einnig mjög þekkt í starfi lögreglunnar.“ jss@frettabladid.is ÁFALLAHJÁLP Undirbúningur er nú hafinn að því að setja af stað áfallateymi sérfræðinga til aðstoðar lögreglumönnum sem lent hafa í erfiðum verkefnum. Lögreglumönnum sem falla fyrir eigin hendi hefur fjölgað áberandi á síðustu árum. Sjálfsvígum fjölgar innan lögreglunnar Fjölgun sjálfsvíga innan raða lögreglumanna hefur verið áberandi á síðustu árum, að sögn formanns Landssambands lögreglumanna. Hann segir ástæð- una líklega vera stóraukið álag í starfi. Í undirbúningi er skipulögð áfallahjálp. HVALVEIÐAR Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sat í gærmorg- un undirbúnings- fund Norðurlanda- ráðherra fyrir umhverfisráð- herrafund Evrópusambands- ins sem haldinn var í Lúxemborg í gær. Á fundinum fór Jónína yfir sjónarmið og forsendur ákvörðunar Íslands um hvalveiðar í atvinnuskyni. Lagði hún áherslu á að veiðarnar færu ekki í bága við alþjóðalög, þeir stofnar sem veitt yrði úr næsta árið væru ekki í útrýmingar- hættu og að veiðarnar væru að öllu leyti sjálfbærar. Aðeins Andreas Carlgren, umhverfisráð- herra Svía, kom á framfæri formlegum mótmælum á fundinum. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra segir Carlgren fara mjög villur vegar. „Hann vísar til þjóða sem vilja vernda hvali í útrýming- arhættu. Við erum að veiða hvali úr stórum stofnum, óralangt innan varúðarmarka.“ - shá Mótmæli gegn hvalveiðum: Svíar lýsa yfir andstöðu sinni JÓNÍNA BJARTMARZ DÓMSMÁL Maður sem slasaðist við störf á sjó fær tæplega 3,8 milljónir króna í bætur, sam- kvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn fékk snurpuhring í höfuðið, en hringurinn féll á hann úr þriggja til fjögurra metra hæð. Læknar mátu að maðurinn hefði hlotið 10 prósenta varanlegan miska við slysið og 15 prósenta varanlega örorku. Útgerðarfélag skipsins var dæmt til að greiða 550 þúsund krónur í málskostnað, auk ofangreindra miskabóta. - jss Slasaðist á sjó: Dæmdar millj- ónabætur MOSKVA, AP Farið gæti svo að nýir sameinaðir stjórnarandstöðuflokk- ar í Rússlandi yrðu aðeins hækja fyrir Vladimír Pútín Rússlands- forseta og stjórn hans. Þessu halda rússneskir fræðimenn fram í kjöl- far sigurs stærsta stjórnarand- stöðuflokksins í borgarstjórakosn- ingum í gær í bænum Samara við bakka árinnar Volgu. Frambjóðandi Flokks lífsins bar þar sigurorð af sitjandi borgar- stjóra sem er úr flokki Pútíns, Sameinuðu Rússlandi. Flokkur lífsins mun í lok mán- aðarins sameinast þjóðernis- hyggjuflokknum Móðurlandi og Lífeyrisþegaflokknum, og segjast þessir flokkar vilja mynda sterka andstöðu við Sameinað Rússland, sem er í meirihluta í neðri deild rússneska þingsins. Leiðtogi Flokks lífsins er hins vegar mikill bandamaður Pútíns, forseti efri deildar þingsins, Sergei Mironov. „Þetta er áætlun komin beint frá stjórnvöldum í Kreml til að mynda tveggja flokka kerfi með einum stjórnarflokki og einum plat-stjórnarandstöðuflokki,“ segir Olga Khrystanovskaja, félags- fræðingur og sérfræðingur í rúss- neskum stjórnmálum. Pútín Rússlandsforseti hefur verið sakaður um að brjóta á fjöl- miðlafrelsi og lýðræðislegum rétt- indum í Rússlandi síðan hann komst til valda árið 2000. Hann má ekki bjóða sig fram í forsetakosn- ingunum 2008, þar sem stjórnar- skrá Rússlands bannar að forseti sitji þrjú kjörtímabil. - sgj Rússneskir fræðimenn segja sameinaða stjórnarandstöðu of hliðholla Pútín: Stjórnarandstaðan bara plat VLADIMÍR PÚTÍN FRÉTTABLAÐIÐ/AP Umferðaróhapp Karlmaður á þrítugsaldri keyrði aftan á jeppabifreið á gatnamótum Mýrarvegs og Mímisbrautar á Akureyri í gærmorgun. Bifreiðirnar skemmdust lítillega. Að sögn varðstjóra í lögregl- unni á Akureyri reyndist ökumaður bifreiðarinnar sem keyrði aftan á jeppann vera réttindalaus og var bifreið hans ótryggð. LÖGREGLUFRÉTT EINAR K. GUÐFINNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.