Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 8
8 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR VEISTU SVARIÐ? 1 Til hvaða lands hyggst Hvalur hf. selja kjötið af þeim langreyðum sem veiðast? 2 Hvaða breski knattspyrnu- leikmaður sem nú spilar í Svíþjóð ætlar að klára ferilinn á Íslandi? 3 Ari Alexander er með nýja kvikmynd í burðarliðnum. Á hvaða fræga íslenska glæpa- máli er hún byggð? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 DÝRAHALD Frá og með áramótum verður kattaeign íbúa Akraness takmörkuð við tvo ketti á heimili. Á sama tíma mun dýraeftirlitsmaður hefja störf í bæjarfélaginu en hlutverk hans verður að hafa eftirlit með dýrahaldi á svæðinu. Lausaganga katta hefur verið nokkurt vandamál á Akranesi og segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri að fylgst sé reglulega með heimilis- lausum köttum og þeim lógað. „Frá áramótum verða allir kettir í bæjarfélaginu að vera skráðir og þurfa kattaeigendur þá að sækja um leyfi fyrir dýrum sínum.“ - hs Dýrahald á Akranesi: Kattaeign verð- ur takmörkuð KETTIR Um áramót verða allir kettir á Akranesi að vera skráðir. PANTAÐU Í SÍMA WWW.JUMBO.IS 554 6999 SAMLOKUBAKKI | TORTILLABAKKI | BLANDAÐUR BAKKI ÞÚ GETUR PANTAÐ GIRNILEGA VEISLUBAKKA FRÁ OKKUR MEÐ LITLUM FYRIRVARA ERFÐAGREINING Í nýjasta hefti vís- indatímaritsins Nature Genetics er birt bréf til ritstjóra blaðsins frá Jonathan Rosand, aðstoðar- prófessor í taugalækningum við læknadeild Harvard-háskólans, sem hann skrifar í samstarfi við þrjá aðra fræðimenn. Í bréfinu er því haldið fram að ekki hafi tekist að staðfesta uppgötvun Íslenskr- ar erfðagreiningar um þátt erfða- vísisins PDE4D í heilablóðföll- um. Niðurstöður rannsóknar ÍE á tengslum þessa erfðavísis og heilablóðfalls birtust í sama tíma- riti fyrir þremur árum og vöktu samstundis mikla athygli. Rann- sóknin var mjög umfangsmikil enda voru rúmlega 1.700 Íslendingar rannsakaðir; þar af hafði um helmingurinn orðið fyrir heilablóðfalli. Í niður- stöðunum kom fram að þeim sem hefðu þennan erfðavísi væri þrisvar til fimm sinnum hættara við heilablóðfalli en öðrum. Síðan hafa verið gerðar fjöl- margar rannsóknir til þess að reyna að staðfesta niðurstöðu ÍE en það hefur þó enn ekki tekist. Því segir í bréfinu að gildi upp- runalegu rannsóknarinnar og þeirra tengsla sem hún sýni fram á séu enn óákveðin. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, segir enga gagnrýni á uppruna- lega rannsókn ÍE fólgna í þessu bréfi til ritstjórans heldur sé ein- vörðungu verið að gagnrýna þær rannsóknir sem hafi fylgt í kjöl- farið í því skyni að staðfesta nið- urstöðu ÍE. „Það kemur fram í svari okkar við þessum skrifum að svona lagað gerist stundum þegar aðrir eru að reyna að sann- reyna niðurstöður okkar rann- sóknar. Við söfnuðum saman stórum og vel skilgreindum hópi sjúklinga til þess að fá tölfræði- legan mátt í niðurstöðurnar. Svo þegar við birtum okkar niður- stöður þá reyna aðrir að stað- festa það sem við höfum gert.“ Kári segir að þegar niðurstöð- ur líkt og þær sem upprunaleg rannsókn ÍE sýndi liggi fyrir skapist tilhneiging hjá öðrum rannsakendum til að notast við miklu minni sjúklingahópa til að reyna að staðfesta niðurstöðurn- ar. „Það er bara ekki hægt að gera þetta þannig. Við erum því sam- mála þessari gagnrýni sem þarna kemur fram.“ thordur@frettabladid.is Niðurstöður rannsóknar ÍE hafa ekki verið staðfestar Í nýjasta hefti Nature Genetics segir að ekki hafi tekist að staðfesta niðurstöður ÍE um tengsl ákveðins erfðavísis og heilablóðfalls. Kári Stefánsson segir þetta ekki gagnrýni á rannsókn ÍE. ÍSLENSK ERFÐAGREINING Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til að staðfesta niðurstöðu ÍE hefur skort tölfræðilegan mátt segir Kári Stefánsson. HEILBRIGÐISMÁL Eva Laufey Stefánsdóttir ljósmóðir og Erna Óladóttir hjúkrunarfræðingur eru nú staddar í Afganistan þar sem þær fræða þarlendar yfirsetu- konur um meðgöngu, fæðingu og umönnun ungbarna. Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor í ljósmóðurfræðum við HÍ, segir að aðstoð á þessu svæði sé mikilvæg, sérstaklega í ljósi þess að mæðra- og ungbarnadauði sé hár í Afganistan. „Þegar aðstoðin er veitt er þó mikilvægt að hún endurspegli þær aðstæður sem eru á svæðinu í stað þess að leggja áherslu á okkar menningu í fræðslunni.“ Friðfinnur Hermannsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, segir verkefnið vera að frumkvæði Ernu Óladóttur, sem nú er stödd í Afganistan, en henni var kunnugt um þörfina á þessu svæði. „Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafði síðan milligöngu um málið og var í samskiptum við utanrík- isráðuneytið. Í tengslum við verkefnið voru 32 ljósmæðratöskur sendar til Afganistan og er verðmæti þeirra áætlað um 700 þúsund krónur, en í þeim er ýmislegt sem gagnast getur við fæðingarhjálp.“ Friðfinnur útilokar ekki að Heilbrigðisstofnun Þingeyinga komi að svipuðum verkefnum í framtíð- inni. - hs Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn fræða um meðgöngu og fæðingu: Fæðingarfræðsla í Afganistan MÓÐIR OG BARN Í AFGANISTAN Þegar fræðsla er veitt í Afgani- stan er mikilvægt að hún endurspegli aðstæður á svæðinu en ekki vestræn gildi. DÓMSTÓLAR Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft fíkniefni í fórum sínum. Lögreglan fann hass og amfetamín á heimili mannsins í Kópavogi við húsleit í byrjun árs. Hann hafði áður gengist undir sektargreiðslu fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni. Þá hafði hann hlotið einn dóm fyrir brot af því tagi og var þá sektaður. Loks hafði hann verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir lagabrot. Manninum var gert að greiða sakarkostnað. - jss Héraðsdómur Reykjaness: Fangelsisdómur vegna fíkniefna ÍSRAEL, AP „Við erum að ganga til liðs við ríkisstjórnina,“ sagði Avigdor Lieberman, leiðtogi stjórnmálaflokksins Yisrael Bei- teinu, eða „Ísrael er heimili okkar“, þegar hann gekk í gær brosandi af fundi með Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísra- els. Olmert ákvað í gær að styrkja stjórnarmeirihluta sinn með því að fá Yisrael Beiteinu til liðs við stjórnina, en þar með fjölgar þingmönnum stjórnarinnar úr 67 í 78 á samtals 120 manna þingi. Lieberman er þekktur fyrir harða afstöðu gegn Palestínu- mönnum og einnig gegn arabíska minnihlutanum í Ísrael. Nú þegar flokkur hans gengur til liðs við Ísraelsstjórn má því búast við að Palestínumönnum reynist enn erfiðara að semja við stjórnina. Í gær sagðist Lieberman hafa efasemdir um friðarsamninga, þar sem gert er ráð fyrir því að Ísraels- menn afhendi Palestínumönnum aftur landsvæði, sem þeir hafa tekið af þeim. „Kannski ættum við að spyrja hvort við ættum að fara aðrar leið- ir,“ sagði hann. Lieberman hefur haft þá afstöðu að skipta ætti við Palestínumenn um land, þannig að í staðinn fyrir landtökubyggðir Ísraelsmanna á Vesturbakkanum fái Palestínu- menn þær byggðir araba sem nú eru innan landamæra Ísraels, og svipta þannig í reynd ísraelsku arabana ríkisborgararétti sínum í Ísrael. - gb AVIGDOR LIEBERMAN Leiðtogi Yisrael Beiteinu var ánægður þegar hann kom af fundi með Ehud Olmert í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ísraelsku stjórninni bætist liðsauki: Samningaviðræður við Palestínumenn enn erfiðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.