Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 10
 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR ÖRYGGISMÁL Íslendingar standa ekki jafnfætis öðrum Evrópulönd- um þegar kemur að forvirkri greiningu og rannsóknum mála. Þetta kom fram í máli Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra á fundi um stofnun leyniþjónustu á Íslandi, sem Lögrétta, félag laga- nema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir. Auk Björns fluttu þeir Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Lúðvík Bergvinsson alþingismaður erindi á fundinum. Dómsmálaráðherra útskýrði í framsögu sinni hvaða hugmyndir lægju að baki stofnun hinnar svokölluðu öryggis- og greiningarþjónustu ríkisins. Jóhann R. Benediktsson sagð- ist eindreginn stuðningsmaður þess að lögregla hér á landi fengi sömu tæki og tól og tíðkuðust ann- ars staðar í hinum vestræna heimi til að berjast gegn glæpum. Hann sagði það nauðsynlegt að umræð- ur um auknar heimildir lögreglu við rannsókn og úrvinnslu mála tækju mið af því að þeir sem ynnu með þær væru að reyna að auka öryggi þjóðarinnar og vernda borgarana. „Ég kann því illa að vera talinn málsvari hins illa. Ég tel mig vera þeim megin í liðinu sem er að vernda,“ sagði Jóhann. Lúðvík Bergvinsson sagði að galsi hefði fylgt umræðu um öryggismál á Íslandi og því hefði hún ekki fundið sér þann farveg sem svo alvarleg mál ættu raun- verulega að vera í. Hann sagði það sína skýlausu skoðun að til þess að alvöru umræða um þessi mál gæti farið frá hér á landi þyrfti fyrst að upplýsa um hlerunarmálin sem tröllriðið hefðu þjóðfélaginu að undanförnu. Einnig vantaði umræðu um áhættuna og ógnina sem einstaklingum stæði af svona þjónustu. Það væri hans skoðun að þeim glæpum sem væru mest aðkallandi að vinna gegn væri hægt að mæta með því að efla almenna löggæslu. Þá spurði hann þeirrar spurningar hvað hefði breyst í okkar umhverfi sem kall- aði á leyniþjónustu nú og velti því fyrir sér hvort slík þjónusta myndi ekki frekar auka ógnina við hryðjuverk hér á landi en að vinna gegn henni. „Ef efla á valdheimildir ríkis gegn einstaklingum þarf upplýsta umræðu og traust. Umræðu um hvað menn séu að gera og hvers vegna þeir eru að gera það. Slíkt vantar.“ thordur@frettabladid.is Auknar heim- ildir nauðsyn Dómsmálaráðherra segir Íslendinga eftirbáta ann- arra Evrópulanda varðandi forvirka greiningu við rannsókn mála. Sýslumaðurinn í Keflavík segir að verið sé að reyna að auka öryggi borgaranna. RÆTT UM LEYNIÞJÓNUSTU Laganemar við Háskólann í Reykjavík stóðu í gær fyrir málfundi um stofnun leyniþjónustu á Íslandi. Meðal framsögumanna var Jóhann R. Benediktsson. Ég kann því illa að vera talinn málsvari hins illa. Ég tel mig vera þeim megin í liðinu sem er að vernda. JÓHANN R. BENEDIKTSSON SÝSLUMAÐUR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI ÞJÓNUSTUÍBÚÐIR Um 200 þjónustu- íbúðir fyrir eldri borgara verða reistar við Spöngina í Grafarvogi og við Sléttuveg í Fossvogi. Björn Ingi Hrafnsson, formað- ur borgarráðs, og Jórunn Frí- mannsdóttir, formaður velferðar- ráðs, undirrituðu á dögunum viljayfirlýsingu um byggingu þjónustuíbúða fyrir eldri borgara ásamt fulltrúum frá hjúkrunar- heimilinu Eir og Sjómannadags- ráði/Hrafnistu. Þá verður byggð um 3.800 fer- metra þjónustu- og menningar- miðstöð í Spönginni og 1.100 fer- metra þjónustukjarni við Sléttuveg. - hs Íbúðir fyrir eldri borgara: Um 200 þjónustuíbúðir rísa BYGGINGARSVÆÐI VIÐ SLÉTTUVEG Hér munu um 100 þjónustuíbúðir rísa ásamt 1.100 fermetra þjónustu- kjarna. Dögg Pálsdóttir 4.í sætiðwww.dogg.isPrófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík, 27. og 28. október 2006 Síðdegisspjall með eldri borgurum Stuðningsmenn Daggar Pálsdóttur bjóða eldri borgurum í Sjálfstæðisflokknum til síðdegisspjalls þriðjudaginn 24. október nk. kl. 15:00 á kosningaskrifstofunni. Dögg mun kynna áherslumál sín og svara fyrirspurnum en hún hefur m.a. mikla þekkingu á málefnum sem brenna á öldruðum. Kaffiveitingar verða á boðstólnum. KOSNINGASKRIFSTOFA Laugavegi 170, 2. hæð opnunartími virka daga kl. 16-22 og um helgar frá kl. 12-18 dogg@dogg.is sími 517-8388 H au st út sa la H au st út sa la H au st út sa la Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N / S I A . I S D E B 3 4 7 0 9 1 0 / 2 0 0 6 HAUSTÚTSALA í ellefu daga 50% afsláttur af völdum vörum AUK ÞESS af sængum, sængurfatnaði, herranærfötum og ilmvötnum. Nýtt kortatímabil 20% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.