Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 46
 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR22 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1939 Nælonsokkar eru seldir almenningi í fyrsta skipti í Washington. 1945 Frakkinn Pierre Laval og Norðmaðurinn Vidkun Abraham Quisling eru teknir af lífi fyrir landráð. 1948 Hugtakið „kalt stríð“ er notað í fyrsta skipti en það kom fyrir í ræðu sem Bernard Baruch hélt fyrir þingnefnd í Bandaríkjunum. 2001 Bandaríkjaþing samþykkir löggjöf sem heimilar lögreglu að gera heimildarlausar húsleitir, hlera símtöl almennings og fylgjast með netnotkun. 2001 Marskönnunarfar frá NASA kemst á sporbaug Rauðu plánetunnar. Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 1975 konum og á alþjóð- legum frídegi kvenna hinn 24. október voru konur hvattar til að taka sér frí frá vinnu og sýna þannig fram á hversu mikilvægt og umfangsmikið framlag þeirra væri til samfélagsins. Íslenskar konur svöruðu kallinu í stórum stíl og fjölmenntu á útifund á Lækjartogi þar sem saman komu um 25 þúsund manns. Samstaða og baráttuvilji íslenskra kvenna náði athygli heimspressunnar sem fjallaði um fundinn. Á meðan konurnar mótmæltu launamisrétti hægðist á hjólum athafnalífsins og karlmenn reyndu eftir fremsta megni að fylla skörð kvenna en margir hverjir mættu með börn sín í vinnuna þar sem dagvistar- stofnanir voru meira eða minna óstarfhæfar. Þá voru veitingahús í Reykjavík flest troðfull að kvöldi kvenna- frídagsins þar sem öll elda- mennska lá almennt niðri á heimilum. Þótt rúm þrjátíu ár séu liðin frá fundinum stóra og margt hafi áunnist er jafnréttis- baráttan enn í fullum gangi enda á enn eftir að leiðrétta ýmsar skekkjur og kynbund- inn launamunur er enn staðreynd. Árið 2005 endurtóku íslenskar konur leikinn frá því fyrir þrjátíu árum og lögðu niður störf og minntu þannig á að margt af því sem var mót- mælt árið 1975 stendur enn óhaggað. ÞETTA GERÐIST: 24. OKTÓBER 1975 Konur geta, þora og vilja F. MURRAY ABRAHAM ER 67 ÁRA. „Ég horfði á sjálfan mig í spegli og fannst ég vera fullkomlega sannfærandi. Ég var Salieri.“ Leikarinn fór á kostum í kvikmyndinni Amadeus og er greinilega meðvitaður um eigið ágæti. Ungur dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Róbert R. Spanó, fékk viður- kenningu fyrir lofsvert framlag sitt til kennslu á brautskráningarhátíð HÍ um síðustu helgi. Þessi viðurkenning byggir meðal annars á ummælum nemenda laga- deildar í kennslukönnunum og þá aðal- lega á fyrsta ári. Þar hefur Róbert borið með sér ferska strauma í kennslu- háttum og framsetningu námsefnis. Róbert segist að sjálfsögðu ekki hafa átt von á því að fá þessa viður- kenningu. „Ég er afskaplega glaður. Ég held að það hljóti að vera eitt af því sem vó þungt að ég hef kannski náð að gera þetta efni sem oft hefur verið talið þurrt, skemmtilegt,“ segir Róbert. „Það skemmtilegasta sem ég geri er að opna þennan undurfagra heim lög- fræðinnar fyrir ungu fólki.“ Róbert er aðeins 34 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur öðlast umtals- verða kennslureynslu. Hann útskrifað- ist með meistarapróf á sviði ríkisrétt- ar frá lagadeild Oxford-háskóla árið 2000. Hlaut hann ágætiseinkunn og vann til Clifford Chance-verðlauna fyrir heildarnámsárangur. Róbert var ráðinn lektor við lagadeild Háskóla Íslands árið 2002 og ráðinn dósent 2004. Áður hafði hann verið stunda- kennari við HÍ í hlutastarfi frá 1997 til 2000. „Nú til dags finnst mér mikilvægt að háskólastigin fái ungt fólk til að kenna og miðla upplifun sinni úr atvinnulífinu. Það skiptir miklu máli fyrir háskólakennslu að ungt fólk sjái það sem raunhæfan möguleika að sinna störfum af þessu tagi, sérstak- lega þeir sem hafa áhuga á að sinna fræðistörfum,“ segir Róbert. „Þessi viðurkenning er mikil hvatning fyrir mig og lagadeildina.“ Róbert stundar um þessar mundir rannsóknir á sviði lögskýringarfræði og hyggst gera bók um það efni, sem mun bera heitið Túlkun lagaákvæða. Þegar hann er ekki að vinna í lögfræð- inni leggur Róbert alla áherslu á fjöl- skylduna. Er hann kvæntur Örnu Gunnarsdóttur myndlistarkonu og eiga þau börnin Egil, Karitas Diljá og Rán. Á meðal annara áhugamála eru hlaup og golf. Aðrir sem fengu viðurkenningar á brautskráningarhátíðinni eru Guðrún Helga Agnarsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofum verkfræði- og raunvís- indadeilda og Helgi Valdimarsson, prófessor við læknadeild. freyr@frettabladid.is RÓBERT R. SPANÓ: FÉKK VIÐURKENNINGU FYRIR KENNSLU Opnar háskólanemum undur- fagran heim lögfræðinnar VIÐURKENNINGARHAFAR Róbert (lengst til vinstri) við brautskráningarhátíðina ásamt Kristínu Ingólfsdóttur rektor og þeim Guðrúnu Helgu Agnarsdóttur og Helga Valdimarssyni sem einnig fengu viðurkenningar. MYND/KRISTINN INGVARSSON Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og mágkona, Bára Rut Sigurðardóttir Fífubarði 7, Eskifirði lést föstudaginn 13. október síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 25. október kl. 13.00. Emil Thorarensen Aron Thorarensen Regína Thorarensen Arnór Friðrik Sigurðsson Emil Thorarensen Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir Rósa Sigríður Sigurðardóttir Þorleifur Már Sigurðsson Dóra Guðný Sigurðardóttir Jón Harry Óskarsson Elmar Örn Sigurðsson Tinna Sigurðsson Kristján Guðni Sigurðsson AFMÆLI Magnús Jóns- son leikari er 41 árs. Vésteinn Lúð- víksson skáld er 62 ára. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Anna Guðrún Steingrímsdóttir Hávallagötu 30, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 13. október. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.00. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Árnason Inga Huld Hákonardóttir Kristín Árnadóttir Fernando Ferrer-Viana Jón Björnsson Svínadal, Skaftártungu, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum föstudaginn 20. október. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Björn Eiríksson. Okkar innilegustu þakkir fyrir vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, dóttur, systur, mágkonu og ömmu, Sigrúnar Magnúsdóttur Meistaravöllum 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við veita Margréti J. Pálmadóttur og Gospelsystrum fyrir fallegan söng. Harpa Jónsdóttir Andrea Jónsdóttir Marinó Njálsson Magnús Gunnlaugsson Ólöf Steinunn Einarsdóttir Gunnlaugur Magnússon Valdís Sveinbjörnsdóttir Helgi Grétar Magnússon Nadezda Klimenko Svanhvít Magnúsdóttir Ægir Magnússon Anna Bragadóttir Katrín, Freyja og Nói Jón ���� �� ����� ��������� ����� ���������� ����������������������������������������� ����������������������� �������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.