Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 24. október 2006 5 Yfirvöld í Kanada hafa leyft silíkon-ígræðslur eftir þrettán ára bann. Ríkisstjórn Kanada leyfði aftur innsetningu silíkon- gels í brjóst kvenna fyrr í þessum mánuði. Í ein þrettán ár hefur silíkon verið bannað í Kanada, en nú hafa bandarísku fyrirtækin Mentor Corp. og Ina- med Corp. fengið leyfi til að markaðssetja silíkon- ígræðslur í Kanada. Árið 1992 voru allar silíkon-ígræðslur stöðvaðar tímabundið, og árið 1993 voru þær alveg bannaðar og sagt að þær yrðu ekki leyfðar aftur fyrr en niðurstöður rannsókna lægju fyrir um hugsanleg áhrif silíkons á heilsuna. Ríkisstjórnin hefur þó leyft 24 þúsund silíkon-ígræðslur eftir að bannið var sett í tengslum við sérstakt verkefni þar sem þurfti staðfestingu læknis um að ekki væri hægt að notast við annað en silíkon. Yfirvöld í Kanada taka þó fram að þótt búið sé að leyfa silíkonígræðslur þarf það ekki að þýða að þeim fylgi engin áhætta. Silíkon-ígræðslur geti nýst vel við sum tilfelli og búið sé að draga verulega úr allri áhættu. Yfirvöld í Kanada studdust við viðamikla rannsókn frá Bretlandi og Bandaríkjun- um frá árunum 1995 til 2004 þar sem ekki tókst að sýna fram á neinar sannanir um að silíkon-ígræðslur yllu ofnæmissjúkdómum eða öðrum sjúkdómum. Tvær aðrar rannsóknir sýndu að konur sem höfðu látið koma fyrir silíkon-ígræðslum í brjóst sín væru ekki líklegri en aðrar konur til að fá krabba- mein og að ígræðslurnar minnkuðu lífslíkur þeirra ekki á nokkurn hátt. Samtök í Ameríku sem talað hafa gegn silíkon-ígræðslum harma þessa ákvörðun Kanada og vilja meina að hún geti haft skaðleg áhrif á heilsu kvenna og það muni kosta heilbrigðis- kerfi Kanada háar upphæðir í framtíðinni. Silíkon leyft í Kanada Tvö bandarísk fyrirtæki hafa fengið leyfi til að markaðssetja silíkon-ígræðslur í Kanada. Nýjar rannsóknir á virkum efn- um í jarðsjó Bláa lónsins sýna að þau draga úr öldrun húðar- innar og styrkja varnarlag. Þörungar úr Bláa lóninu, svokall- aðir kúluþörungar, eru samkvæmt rannsóknunum taldir draga úr niðurbroti kollagens af völdum útljóss (UV-ljóss), sem er hluti sólarljóss. Kollagen-trefjafrumur í húð manna eru mikilvægur hluti af stoðkerfi húðarinnar og niðurbrot slíkra efna veldur hrukkum. Með því að vinna gegn niðurbroti kolla- gens er dregið úr hrukkumyndun. Annars konar þörungar í Bláa lóninu, þráðþörungar, örva nýmynd- un kollagens í húð en með aldrin- um hægist á framleiðslu þess og hrukkur taka að myndast. Þá á kísillinn í Bláa lóninu að styrkja varnarlag húðarinnar. Með öðrum orðum er hann talinn örva tjáningu boðefna er stjórna upp- byggingu og virkni ysta varnar- lags húðarinnar. Þessar niðurstöður liggja fyrir eftir rannsókn sem Bláa lónið lét gera í samstarfi við þýskan húðlækni og rannsóknar- ráðgjafa að nafni Jean Krut- mann. Þess má geta að prófessor Krutmann er heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar á öldrun húðarinnar og áhrifum umhverfis- ins á hana. - rve Þörungar gegn hrukkum Rannsóknir sýna að börn verða nú fyrr kynþroska en áður og þurfa því fræðslu fyrr. Samkvæmt niðurstöðum breskrar rannsóknar þurfa börn fyrr ráð- gjöf um ýmis fullorðinsmálefni, þar sem þau ná fyrr kynþroska en áður hefur þekkst. Tólf ára aldur er nefndur í því samhengi. Svo virðist sem mikill munur sé á líkamlegum og félagslegum þroska barna. Í raun hefur hann aldrei verið meiri, þar sem lítið er gert til að bregðast við þessari þróun. Áfengismisnotkun, óvarið kynlíf og sjálfstortímingarhvatir eru sam- kvæmt rannsókninni allt saman afleiðingar þess að börnin fá upp- lýsingar um þessi atriði allt of seint. Slík félagsleg vandamál virðast vera algengari í fátækra- hverfum í Bretlandi, þar sem meira vantar upp á upplýsinga- flæðið. Nýlegar bandarískar rannsóknir sýna enn fremur fram á að tengsl séu á milli fjarveru föður á heimil- um og örari kynþroska barna. Frá þessu er greint á fréttavef BBC, www.bbc.co.uk. - rve Fullorðins- fræðsla barna Samkvæmt breskri rannsókn fá börn kynfræðslu allt of seint. Nýlegar rannsóknir styðja þær hug- myndir að kísill og þörungar í Bláa lóninu virki vel á húðina. Lille Collection
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.