Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 24
 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR4 Í LaserSjón eru framkvæmdar augnaðgerðir með leiser sem geta lagað nærsýni, fjarsýni, sjónskekkju og læknað ýmsa yfirborðssjúkdóma í augum. Sjónin gæti jafnvel orðið betri en nokkru sinni. Aðgerðum á augum með leiser fer stöðugt fjölgandi enda um örugga og tiltölulega einfalda aðgerð að ræða. Til eru ýmis afbrigði aðgerða en í grundvallar- atriðum ganga þær út á það að lögun hornhimnunnar er breytt þannig að augað taki fullan fókus og sjónin verður betri. Algengasta aðgerðin kallast Lasek (Laser-in-situ-keratomil- eusis). Þá er hornhimnuflipi, 0,12 mm að þykkt, losaður ofan af auganu að hluta og myndar hann eins konar lok. Lögun dýpri laga hornhimnunnar er svo breytt en það er gert samkvæmt nákvæm- um útreikningum. „Ef um er að ræða nærsýni gerir maður augað örlítið flatara og þynnra. Ef það er fjarsýni þá gerir maður það örlítið brattara,“ segir Eiríkur Þorgeirsson augnlæknir. „Ef það eru sjónskekkjur þá þarf maður að laga kúrfurnar til að fá fókus- inn í einn punkt.“ Þegar breytingu á auganu er lokið er flipanum komið aftur á sinn stað og grær sárið á innan við sólarhring. Sjónin verður skörp á nokkrum dögum eða vikum og er varanleg eftir það. „Langflestir sjúklinga vilja LASIK vegna þess að í 97 prósent tilvika er fólk komið með svokallaða fulla sjón daginn eftir aðgerðina,“ segir Eiríkur. „Hún er sársaukalaus og ef það þarf að laga augað aftur, sem gerist í fimm prósentum til- vika, þá er það mjög auðvelt.“ Önnur algeng aðgerð kallast Lasek en hún er framkvæmd ef hornhimnan er ekki nógu þykk til að hægt sé að framkvæma LASIK. Þá er einungis efsta frumulag augans losað af, en þetta frumu- lag endurnýjar sig stöðugt. Sjúk- lingar eru lengur að jafna sig eftir þessa aðgerð en hún skilar sama árangri og LASIK. Fylgikvillar aðgerðanna eru fáir en stærsta vandamálið teng- ist náttblindu. „Það er mismun- andi hugbúnaður og útreikningar við að gera rétta prófílinn fyrir augað. Til er prógramm sem minnkar aðgerðina eins og mögu- legt er. Það er líka hægt að hanna prófílinn þannig að dragi úr nátt- blindunni. Svo er aðferð sem er í hraðri þróun sem felst í persónu- legum mælingum,“ segir Eiríkur. Með persónulegum mælingum má reikna út alla bjögun á ljósi í auganu og laga hana. Mögulegt er að gera sjónina betri en hún hefur nokkru sinni verið hjá sjúk- lingi og jafnvel er mögulegt að bæta náttblindu sem sjúklingur þjáðist af fyrir aðgerð. „Með þessu móti má líka bæta sjón þeirra sem þjást af óreglulegri sjónbjögun, sem ekki er hægt að laga með gleraugum,“ segir Eiríkur. Nánari upplýsingar er að finna á www.lasersjon.is. tryggvi@frettabladid.is Betri en 20/20 sjón Eiríkur segir að augnaðgerð kosti 285 þúsund krónur og fyrir sérlausnir bætist fimmtán þúsund krónur ofan á fyrir hvort auga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Persona.is EYJÓLFUR ÖRN JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SKRIFAR Ég hef barist við átröskun frá því ég varð ólétt fyrir níu árum og borða annaðhvort allt of mikið eða ekki neitt. Ég vil þó taka fram að ég kasta ekki upp matnum eða svelti mig. Þegar ég borða þá er það nánast bara óhollusta og í hvert sinn segi ég sjálfri mér að þetta sé í síðasta sinn en stend svo aldrei við það eins og einhver fíkill, ég hætti hreinlega ekki að hugsa um matinn fyrr en ég hef keypt hann. Mér líður mjög illa, finnst ég vera feit, ljót og hallærisleg og þrái ekkert heitar en að verða aftur fitt og fín og ánægð með lífið. Hvað get ég gert? Sæl. Oft vill það verða þannig að hegðunin að borða breytist í viðhöfn sem veitir manni eitthvað sem manni finnst maður ekki fá annarsstaðar í lífinu. Þetta kann að hljóma eins og fíkn og að einhverju leiti er það vissulega rétt en þó er afar mikilvægt að varpa ekki ábyrgðinni frá sér þar sem þá varpar maður einnig lausninni annað. Til þess að takast á við þennan vanda er nauðsynlegt að skoða af hverju maður borðar og nær ekki að temja sér hófsemi. Í þínu tilfelli væri gott að skoða hvað gerðist fyrir níu árum, hvaða áhrif barnsburðurinn hafði á þig, hvernig þér líður dagsdaglega og svo framvegis til þess að komast að rót vandans. Einnig getur verið gott að athuga nánar hvernig þér líður rétt áður en þú ferð að borða eða kaupa mat? Ef svarið er illa, er spurning hvort ekki sé hægt að finna aðrar lausnir á leiðanum og dep- urðinni en át og innkaup. Þú gætir þá til dæmis prófað að fara í göngutúr eða heimsókn þegar löngunin kviknar. Það er greinilegt að sjálfsmynd þín hefur orðið fyrir miklum skaða af þeim breytingum sem þú hefur gengið í gegnum og er það einnig eitthvað sem nauðsynlegt er fyrir þig að laga. Þú tengir sjálfsmynd þína mjög mikið og hugsanlega alfarið við líkamsmyndina og því rokkar hún með þyngdinni. Þar sem breytingar á þyngd geta tekið, og eiga helst að taka, töluverðan tíma, ef þær eiga að endast, er mikilvægt að þú finnir aðra eiginleika í fari þínu til að tengja sjálfsmyndina. Til þess að bæta sjálfs- myndina er mikilvægt að skoða hvað þú hefur í lífinu sem þú ert stolt af og ánægð með og helst leggja aukna áherslu á þá. Einnig er möguleiki að bæta hlutum inn í líf þitt sem þig hefur langað til að gera en ekki getað eða þorað af einhverjum ástæðum til að auka sjálfstraustið. Það er gott fyrir þig að hafa í huga að hugsanlega er líkams- þyngd þín, að miklu leyti, tengd andlegri líðan þinni og þú komin í vítahring. Hugsanlegt er að þú hafir þyngst og dottið niður í einhvern leiða eftir barnsburðinn. Svo hefur þetta viðhaldist þannig að þú lendir í vandræðum með þyngdina og verður leiðari yfir því, í kjölfarið leitar þú huggunar í matinn þar sem innst inni finnst þér eins og það gangi ekkert að grennast. Það sem þú verður að hafa í huga er að þetta er hegðunarmynstur sem þú hefur vanið þig á í tengslum við vanlíðan þína. Þegar þér líður illa þá leitarðu í mat, sem síðan leiðir aftur til að þér líður illa. Þegar þú svo ætlar að taka á vandanum berð þú þig saman við einhverja staðalmynd og ætlar þér of mikið sem svo fær þig til að falla og líða illa. Þegar þú ákveður að taka þig á og gera hreyfingu að hluta af lífi þínu, þá er mikilvægt fyrir þig að muna að allt er gott í hófi. . Mikilvægast er að setja sér hófleg markmið og halda út. Fljótlega verður maður hressari, kemst í betra skap og hættir að hafa samviskubit yfir því sem maður borðar. Þegar þú loks brýtur vítahringinn og velur að iðka hreyfingu eða gera eitthvað annað þegar þú finnur hjá þér löngun í sælgæti eða mat, þá líður ekki á löngu áður en kílóin fara að hrynja af þér. Þar sem vandi þinn hefur varað mjög lengi og haft mikil áhrif á líf þitt myndi ég mæla með að þú leitaðir þér aðstoðar fagaðila. Sálfræðingur getur hjálpað þér með því að spyrja þær spurningar sem þarfnast svara og aðstoðað þig í leitinni að svörunum. Matarvenjur og þunglyndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.