Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 52
 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 WOMAD - hátíð heimstónlistar sem Peter Gabriel stofnaði til fyrir fjölda ára - hefur víða verið haldin. Hún er árlega haldin í Bretlandi en hefur þess utan stungið sér niður í Ástralíu og á Spáni. Í vetur verður hún haldin á Kanaríeyjum, rétt fyrir utan Las Palmas, og hefur verið til- kynnt að hátíðarhöldin verði helgina 10.-12. nóvember. Listi þeirra listamanna sem þar troða upp hefur enn ekki verið birtur. Þetta er í sjöunda sinn sem Womad er haldin í spænsku landi. Aðalsviðið er á torginu Parque de Santa Catalina sem er skammt frá ströndinni Playa de las Cant- eras. Eins og áður verður eitt megin- svið utandyra en annar salur fyrir uppákomur. Lögð er rík áhersla á að hátíðin sé fjölskyldu- væn skemmtun. Þar eru í boði vinnustofur og dagskrá sunnu- dagsins er lögð undir börn. Frítt er inn á hátíðina. Af öllum WOMAD-hátíðum er sú enska kunnust hér á landi. Heimstónlist hefur á þeim ára- tugum sem liðnir eru frá því að fyrsta hátíðin var haldin náð miklum vinsældum. Má það að nokkru þakka starfi Gabriels sem setti hátíðina á stofn 1980 og hélt hana fyrst 1982 á sveitasetri sínu. Nú er ráðið að hátíð næsta sumar á Englandi verði haldin 27.-29. júlí í Wiltshire. Slóð hátíðarinnar er www.womad.org. - pbb Heimstónlistarhátíð á Kanarí PETER GABRIEL TÓNLISTARMAÐUR Ítalski leikstjórinn Gillo Pontecorvo lést hinn 12. október og hefur víða verið minnst síðan. Pontecorvo gat ekki valið betri tíma til að yfirgefa þennan heim. Stærsta og frægasta verk hans, Orustan um Alsír sem hann gerði 1965, hlaut þeg- ar í stað mikla viðurkenn- ingu, þar á meðal fyrstu verðlaun í Feneyjum árið eftir. Kvikmyndin er enn þann dag í dag merkilegur minnisvarði um pólitíska kvikmyndagerð sjöunda áratugsins og ruddi burt kerfis- lægum fordómum, alla vega í Evrópu og víða í þriðja heiminum að stjórnmálaleg átök ættu erindi á hvíta tjaldið. Fra Orrustunni í Alsír liggja þræðir til leikstjóra eins og Costa Gavras og þaðan beint í amerísku kvikmyndina sem gat eftir hrinu slíkra kvikmynda í Evrópu tekið fast á samfélagslegum og stjórn- málalegum efnum. Pontecorvo var því brautryðjandi. Pontecorvo var Ítali, ættaður frá Pisa og af auðugu foreldri. Hann gekk í Kommúnistaflokk Ítalíu á stríðsárunum og var full- trúi hans í æskulýðsstarfi á alþjóðlegum vettvangi. Þannig komst hann í kynni við ýmsa mektarmenn eftirstríðsáranna, eins og Sartre og Picasso. Hann sneri sér að kvikmyndagerð eftir að hann sá Paisa Rossellinis og tók að gera heimildarmyndir. Eftir nokkrar styttri myndir gerði hann heimildarmynd um fangabúðir nasista, Kapo, sem vann til Óskarsverðlauna 1959. Þar fór hann að gera tilraunir með filmu í þeim tilgangi að ná áferð fréttamynda, aðferð sem hann nýtti sér við gerð Orrust- unnar um Alsír. Frumkvæðið að leikinni mynd um borgarastyrjöldina í Alsír kom þaðan. Pontecorvo fór þang- að í þeim tilgangi að gera heim- ildarmynd um þetta miskunnar- lausa stríð en það gekk ekki. Eftir sigur uppreisnaraflanna og ósigur Frakka var honum boðið að gera myndina. Efni hennar var sótt til átak- anna 1957 og var stærsti hluti leikaranna alþýðufólk. Myndin lýsir samfélagi sem býr við skefjalausa kúgun nýlenduherra og hefur á sér heimildarmynda- stíl. Pontecorvo samdi tónlistina sjálfur með Ennio Morricone. Myndin vakti þegar gríðarleg viðbrögð: hún var bönnuð í Frakk- landi til ársins 1971 og þá var kvikmyndahúsum sem tóku hana til sýningar hótað sprengjuárás- um. Pontecorvo gerði í framhaldi þessa áfanga myndina Queimada með Marlon Brando sem lýsir frelsishetjunni William Walker sem studdi þrælauppreisn í Karíbahafi. Þrátt fyrir deilur þeirra á milli reyndi Brando að fá hann sem leikstjóra að mynd um deilurnar við Undað hné sem índíánar tóku hernámi. Síðasta mynd hans fjallaði um ránið á Aldo Moro og var að áliti hans sjálfs misheppnað verk. Hann var gerður að framkvæmda- stjóra kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum 1992 og átti sinn þátt í þeirri virðingu sem hún naut næsta áratuginn. Orrustan í Alsír var sýnd hér í tvígang. Eftir innrásina í Írak fór hún að fara um á ný og er almennt talin sígilt verk. - pbb Brautryðjandi er allur GILBERTO PONTECORVO Kvikmyndaleikstjóri og tónskáld 1919-2006. ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ����������� �� �������������������� �� �� ����� �������������������������������� ������������������������������������������������� �������������� ������������������������� ������������ �������������� �� ����������� ��������������������� �������������������������� ����������������������������������������� ��������������� ���������� ���������������������� ���������� ������������� ���������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������� 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.