Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 22
[ ]
Lengi hefur verið vitað að gæði
tengsla barns og foreldris eru
lykilatriði í þroska barna en nú
hafa tengslakenningar Bowlbys
og Winnicotts, sem settar voru
fram um miðja síðustu öld, fengið
byr undir báða vængi. Nú þykjast
menn hafa sýnt fram á að það sé
samhengi á milli
ótryggra tengsla for-
eldra og barns og
þróunar skapbrests,
hegðunarerfiðleika,
þunglyndis og fleiri
geðraskana.
Trygg geðtengsl eru
grundvöllur geðheil-
brigðis
Geðtengsl (emotional attachment)
eru gagnkvæm tilfinningatengsl
milli foreldris og barns sem ein-
kennast af gagnkvæmum tilfinn-
ingaböndum og löngun til að við-
halda nánd. Í þroskasálfræðinni
eru geðtengslin sögð sérstaklega
mikilvæg fyrir framtíðarvelferð
barnsins – persónuþroska og geð-
heilsu. Það sem skiptir meginmáli
við mótun tryggra geðtengsla eru
gæði þeirrar umönnunar sem
barnið fær og tilfinningalegt and-
rúmsloft sem barnið elst upp við.
Sjálfsmynd barnsins mótast af
skilaboðum úr umhverfinu
Í þroskasálfræðinni er talað um
sjálfsvitundartilfinningar („self-
conscious emot-
ions“) sem þroskast
eða verða til á þriðja
og fjórða ári. Þá
mótast sjálfsmynd-
in í samspili við
umhverfið sem
ýmist brýtur niður
sjálfsálit barnsins
eða byggir það upp.
Þá ber að varast
fordæmingar sem geta falist í orð-
unum „ekki sulla niður“ eða „þið
lofið að vera ekki óþekk“. Auðvit-
að ætlar sér enginn að sulla eða
vera óþekkur. Eða höfnunin sem
felst í orðum á borð við „ef þú ert
ekki góð, þá skil ég þig bara eftir“.
Eða sektarkenndina sem varpað
er á barnið með skilaboðunum
„ætlarðu að láta mig verða of seina
einu sinni enn“.
Þroskasálfræðin
um tengslamyndun
Tengslauppeldi gengur út á að
opna hug sinn og hjarta fyrir ein-
stökum þörfum barnsins og að láta
tilfinninguna fyrir barninu ráða
því hvernig brugðist er við hverju
sinni.
Grundvallaratriði tengslauppeldis
eru þessi:
1. Að tengjast barninu strax við
fæðingu, gefa sér góðan tíma
fyrstu dagana og vikurnar og
láta eftir sér að heillast af þess-
um nýja einstaklingi og tengjast
honum tilfinningaböndum.
2. Að gefa brjóst. Brjóstagjöfin er
langeðlilegasta og árangursrík-
asta leiðin til að læra á barnið,
læra að bregðast við þörfum
þess og byggja upp gagnkvæmt
traust.
3. Að bera barnið utan á sér. Börn
sem borin eru í fetli (sling) eru
rólegri, kvarta síður, eru betur
vakandi fyrir umhverfinu og
læra hraðar á það.
4. Að deila rúmi með barninu.
Flest börn sofa best nálægt for-
eldrum sínum og með því að
leyfa barninu að sofa upp í hjá
sér nær móðirin að sinna þörf-
um þess á nóttinni, þar á meðal
brjóstagjöf, án þess það þurfi að
gráta eða finnast það nokkurn
tímann vanrækt.
5. Að taka mark á gráti barnsins.
Grátur barnsins er tungumál
þess og það sem náttúran hefur
gefið því til að tryggja að því
verði sinnt og það haldi lífi.
Börn tjá sig með því að gráta,
en gráturinn er ekki lymskufull
leið þeirra til að ná völdum á
heimilinu.
6. Að halda jafnvægi og setja
mörk, meðal annars með því að
gleyma ekki sínum eigin þörf-
um. Foreldrar gera barninu
engan greiða með því að van-
rækja sjálfa sig.
7. Að vara sig á barnatemjurum.
Barnatemjarar eru velviljað
fólk sem á það til að gefa nýorðn-
um foreldrum ráð eins og: „Þú
verður að leyfa henni að gráta,
annars veður hún yfir þig.“ „Þú
getur ekki látið krakkann ráða
því hvenær hann fær brjóst,
hann verður að læra að fylgja
reglum,“ eða „Þú elur upp í
henni frekjuna með því að halda
svona mikið á henni.“ Þessar
skoðanir byggja á þeirri undar-
legu hugmynd að grátur barna
stafi af óþekkt og sé leiðinda
ávani sem við verðum að venja
þau af. Þeir foreldrar sem fara
eftir svona ráðleggingum eru
hins vegar að rjúfa tengsl sín
við barnið í stað þess að tengjast
því náið, og skapa vantraust í
stað trausts.
Varið ykkur
á barna-
temjurum
Geðtengsl eru talin sérstaklega mikilvæg fyrir framtíðarvelferð barnsins.
Láttu tilfinningar gagnvart barninu ráða
hvernig brugðist er við hverju sinni.
Mannlegi þátturinn
ÁSDÍS OLSEN
Spennandi hugmyndir eru að
ryðja sér til rúms undir yfir-
skriftinni tengslauppeldi eða
barnmiðað uppeldi. Upp á engil-
saxnesku er talað um „Attachment
Parenting“ sem er þá vísun í
tengslakenningar sem runnar eru
undan rifjum sálfræðingsins
fræga Johns Bowlby.
Það má í sjálfu sér segja að
tengslauppeldi sé hin náttúrulega
leið til að elska og annast barnið
sitt. Og eflaust hefðum við aldrei
vikið af þeirri eðlilegu braut ef
firringin hefði ekki náð tangar-
haldi á okkur Vesturlandabúum.
Úr tengslum við náttúruna og
okkur sjálf leiddumst við til að
trúa á kenningasmiði í hvítum
sloppum sem höfðu kannski
aldrei alið barn við brjóst sér.
Um áratugaskeið fórum við
eftir kaldranalegum kenningum
sem gengu út á að hemja, temja
og bæla börn. Mæðrum var kennt
að að gefa þeim frekar pela en
brjóst svo hægt væri að mæla
nákvæmlega magnið sem fór í
börnin, láta svo líða fjóra tíma á
milli gjafa og taka börnin sem
minnst upp. Grátur eða önnur
skilaboð frá barninu voru til
marks um óhemjugang og til-
raunir til að stjórna foreldrun-
um.
En nú er öldin önnur – eða
hvað? Erum við að missa trúna á
vísindin sem geta búið til hvaða
sannleika sem er? Erum við tilbúin
til að fara inn á við og finna til og
njóta? Erum við tilbúin til að trúa
og treysta á innsæið og eðlið? Er
upplýsingaöldin að veita okkur
tækifæri til að sjá út fyrir ramm-
ann sem yfirvöld halda að okkur?
Eða erum við bara misjöfn og sitt
í hverja áttina og ekkert nýtt að
gerast? Hvað sýnist þér?
Tengslauppeldi - hin náttúrulega leið
til að elska og annast barnið sitt
Er alið á skömm,
sektarkennd, lítils-
virðingu og ótta eða
fær barnið jákvæð
viðbrögð við sér og
gjörðum sínum?
B-vítamín
er gott fyrir taugakerfið og getur meðal annars hjálpað til
við að draga úr stressi.
Stafgöngunámskeið hefst 31. október n.k.
TÍMAR FYRIR BYRJENDUR: þriðjud- og fimmtudaga kl 17:30
TÍMAR FYRIR LENGRA KOMNA: þriðjud- og fimmtudaga kl 17:30
STAFGANGA – áhrifarík lei› til líkamsræktar
STAFGANGA Í LAUGARDAL
GUÐNÝ ARADÓTTIR * stafgönguþjálfi * sími 616 8595
JÓNA H. BJARNADÓTTIR * stafgönguþjálfi * sími 694 3571
SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR Á: www.stafganga.is
S: 462 1889 • heilsuhorn@simnet.is • www.simnet/heilsuhorn
Útsölustaðir: Yggdrasill, Fræið - Fjarðarkaup, Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára, Lífsins Lind -
Hagkaup, Lyfjaval - Mjódd og Hæðarsmára, Nóatún Hafnarfi rði, Krónan Mosfellsbæ, Heilsuhúsið Selfossi
Póstsendum um land allt
ÓLIVULAUF
öfl ug vörn gegn haustkvillum
�������
���������������������������
����������������������
����������������������������
���������������������������
���������������������������
����������� �������
����������������������������
��������������� ������������������
����������������������������
����������������������
����������������������
Næstu fyrirlestrar og námskeið hjá Maður lifandi
24. okt. Heilbrigði - margbrotið fyrirbæri
Haukur Ingi Jónasson prestur
25. okt. Heilsukostur - Matreiðslunámskeið
Meistarakokkar Maður lifandi
31. okt. Næring fyrir vellíðan - fæða og jurtir
sem styrkja taugakerfi ð
Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir
01. nóv. Heilbrigði og hamingja
Benedikta Jónsdóttir heilsuráðgjafi
07. nóv. Lífvirk náttúruefni í grænmeti og
öðrum heilsujurtum sem styrkja...
Sigmundur Guðbjarnason prófessor
Nánari upplýsingar á madurlifandi.is og í síma 585 8700
���������������������������������������������������������������������
�
�
�
�
���
���
�
��
�
�����
�
�
�
���
���
�
��
�
���
�
�
�
���
���
�
��
�
��
�
�
�
��
�
��
�
�
��
�
��
��
�
�
�
�
��
�
��
�
�
��
�
��
��
�
�
�
�
��
�
��
�
�
��
�
�
���������������������������������������������������������������������
�������������������������������������������������������������
����������������������������������������������������������������������
������������������������������������
������������
�������������
�� �����
��������
�������������
���������������������������������������������������������������������