Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 24. október 2006 21 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.507 +0,50% Fjöldi viðskipta: 461 Velta: 8.781 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 67,00 -1,03% ... Alfesca 4,93 +1,23% ... Atlantic Petroleum 602,00 +0,17% ... Atorka 6,48 -0,31% ... Avion 33,90 -0,59% ... Bakkavör 58,60 +0,52% ... Dagsbrún 5,03 +0,60% ... FL Group 24,00 +2,13% ... Glitnir 23,50 +3,07% ... Kaupþing 866,00 -0,23% ... Landsbankinn 27,20 +0,00% ... Marel 80,50 -0,62% ... Mosaic Fashions 17,50 +0,00% ... Straumur-Burðarás 17,40 +1,16% ... Össur 126,50 +0,40% MESTA HÆKKUN Nýherji 6,71% Tryggingamið. 5,00% Glitnir 3,07% MESTA LÆKKUN Flaga 1,23% Actavis 1,03% Icelandic Gro. 0,63% Dregið hefur úr veltuaukningu í dagvöruverslun, sem bendir til þess að þensla fari minnkandi í hagkerfinu. Í síðasta mánuði var veltan heldur minni en að meðal- tali síðustu mánuðina þar á undan, samkvæmt mælingu Rannsókna- seturs verslunarinnar við Háskól- ann á Bifröst. „Veltan var 3,5 prósentum meiri í september síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og 16,2 prósentum hærri ef miðað er við hlaupandi verðlag. Sala á áfengi jókst á milli septembermánaða 2005 og 2006 um 6,7 prósent á föstu verðlagi og 10,4 prósent á hlaupandi verðlagi,“ segir í tilkynningu Rannsókna- setursins. Hins vegar kemur fram töluverður samdráttur í sölu dag- vöru og áfengis í september miðað við ágúst þar á undan. „Skýringin á því er vafalaust veisluhöld lands- manna um verslunarmannahelg- ina í ágústmánuði og aukin sala á mat og drykk í tilefni af því.“ Þótt velta aukist enn milli ára benda tölurnar til að smám saman dragi úr kaupgleði landsmanna en það er vísbending um að dragi úr þenslu. „Sé horft til þriggja mán- aða meðaltals er vöxtur í dagvöru- verslun á milli ára 3,8 prósent á föstu verðlagi og hefur minnkað jafnt og þétt frá því um mitt síð- asta ár þegar hann var sem mest- ur eða 12,4 prósent.“ - óká Vísbendingar eru um minni þenslu Vöxtur í dagvöruverslun hefur dregist jafnt og þétt saman síðustu mánuði. Í ÁTVR Landsmenn keyptu næstum fimmtán prósentum minna áfengi í september síðastliðnum en þeir gerðu í ágúst, sem þó er tæpum sjö prósentum meira en þeir keyptu á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Bandaríski bílaframleiðandinn Ford skilaði 5,8 milljarða dala tapi á þriðja fjórðungi ársins. Þetta jafngildir 400 milljörðum íslenskra króna og er 30 sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári. Ef kostnaður vegna uppsagna og lokanir á verksmiðjum næstu tvö árin eru undanskilin frá afkomunni nemur tapið 1,2 milljörðum dala eða tæpum 83 milljörðum króna. Stærstu bílaframleiðendur Banda- ríkjanna hafa átt við viðvarandi hallarekstur að stríða síðustu miss- erin vegna minni sölu á sportjepp- um en bandarískir neytendur hafa í auknum mæli keypt minni og spar- neytnari bíla eftir að eldsneytis- verð tók að hækka. - jab Tapið hjá Ford þrjátíufaldast Bankarnir hafa verið á góðu flugi að undanförnu, einkum Glitnir sem hafði við lokun markaða á í gær hækkað um tæp átta prósent á einni viku. Það er hald manna að FL Group muni auka við 27,6 pró- senta kjölfestuhlut sinn í Glitni og vilji koma sér upp í 30 prósent. FL jók við hlut sinn í bankanum bæði í vor og í sumar, en í upphafi árs átti félagið rétt undir tíu pró- sent hlutafjár. Á mánudaginn stóð markaðs- verðmæti Glitnis í 335 milljörðum króna sem er sögulegt hámark. Verðmæti Kaupþings, stærsta fyrirtækisins i Kauphöllinni, var á sama tíma um 576 milljarðar króna og Landsbankans rétt undir 300 milljarðar króna. Samanlagt virði viðskiptabank- anna þriggja er því komið yfir 1.200 milljarða króna sem er nán- ast árleg landsframleiðsla. - eþa Glitnir hækkar vegna orðróms MARKAÐSVERÐMÆTI VIÐSKIPTABANKANNA (Í MILLJÖRÐUM) Markaðsvirði Hækkun á árinu Kaupþing 576 16,1% Glitnir 335 35,8% Landsbankinn 300 7,5% Alls 1.211 Gengi bandaríska tæknifram- leiðandans Apple Computers hækkaði nokkuð á markaði vestanhafs í lok síðustu viku í kjölfar góðrar afkomu á síð- asta fjórðungi ársins. Apple á mikilli sölu á Macintoshtölv- um og iPod-spilurum afkom- una að þakka. Hagnaður fyrirtækisins nam 546 milljónum Banda- ríkjadala, jafnvirði tæpra 37,3 milljarða íslenskra króna, en á sama tíma fyrir ári nam hann 430 milljónum dala; rétt rúm- lega 29,3 milljörðum króna. Tekjur námu 4,84 milljörðum dala eða 330,5 milljörðum íslenskra króna en það er 32 prósenta aukning á milli ára. Apple seldi rúmar 8,7 milljónir iPod- spilara á síðasta fjórðungi ársins en það er 35 prósenta aukning frá síðasta ári. Þá jókst sala á Macin- tosh-tölvum sömuleiðis um 30 prósent á sama tímabili. Greinendur hjá Banc of Amer- ica hækkuðu vegna þessa verð- mat á Apple. Segja þeir virði félagsins verða 84 dalir á hlut en gengið stendur í um 79 dölum. Þá er búist við áframhaldandi vexti hjá Apple en á meðal áætl- ana þess á næsta ári er að setja á markað tækið iPhone, farsíma sem tengja má við iPod-spilar- ann, og iTV, sem gerir notendum kleift að streyma tónlist, kvik- myndum og öðru margmiðlunarefni af netinu í afþreyingargræju heimilisins. - jab IPOD-SPILARI Sala á iPod- spilurum jókst um 35 pró- sent á síðasta fjórðungi og á stóran þátt í góðum hagnaði Apple. Apple græðir á iPod-sölu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.