Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 49
ÞRIÐJUDAGUR 24. október 2006 25
Leikkonan unga Lindsay Lohan er
með stór plön fyrir framtíðina.
Ekki er nóg með að Lohan ætli að
vera gift kona og búin að eignast
börn áður en hún verður þrítug
heldur ætlar hún að að vera búin
að gefa út plötu og vinna Óskarinn
fyrir þann tíma. „Ég vil gera plön
fram í tímann og þetta er mitt
plan,“ segir leikkonan unga en hún
hefur ennþá tíu ár til að uppfylla
þennan óskalista. Einnig þarf
Lohan að finna sér mann til að
giftast því nýverið sagði hún skil-
ið við kærasta sinn, Hard Rock
Café-erfingjann Harry Morton.
Stór plön
STÓRAR HUGMYNDIR Leikkonan Lohan
vill gera mikið áður en hún fyllir þrítugt,
meðal annars vinna Óskarsverðlaun og
eignast börn.
Breska rokksveitin Oasis verður
heiðruð á Brit-verðlaununum á
næsta ári fyrir framlag sitt í þágu
tónlistarinnar.
Hljómsveitin hefur selt um
fjörutíu milljónir platna síðan hún
var stofnuð árið 1993. Henni skaut
upp á stjörnuhimininn ári síðar
þegar hún gaf út plötuna Definite-
ly Maybe. Hafði hún að geyma
slagara á borð við Live Forever og
Supersonic. Átti sveitin í harðri
baráttu við Blur um hvor var sval-
ari og betri sveit. Voru forsprakk-
ar þeirra ófeimnir við að skjóta
hver á annan við sem flest tæki-
færi.
Brit-verðlaunin verða afhent
hinn 14. febrúar í London á næsta
ári. Munu bræðurnir Liam og Noel
Gallagher væntanlega mæta á
svæðið til að taka við verðlaunun-
um.
Oasis-bræð-
ur heiðraðir
OASIS Hljómsveitin Oasis verður heiðr-
uð á næstu Brit-verðlaunum.
[TÓNLIST]
UMFJÖLLUN
Hljómsveitin The Stranglers hefur
átt sérstakan stað í huga margra
Íslendinga allt frá því að hún hélt
stórtónleika í Laugardalshöllinni í
maí 1978, en það voru fyrstu kynni
flestra tónleikagesta af pönki. Hún
kom svo aftur til Íslands til tónleika-
halds fyrir tæpum tveimur árum.
Þessi nýja plata Stranglers heitir
Suite XVI og er eins og nafnið gefur
til kynna sextánda hljóðversplata
sveitarinnar. Nú er Paul Roberts,
söngvarinn sem kom í stað Hugh
Cornwell, hættur og Stranglers eru
komnir aftur til EMI sem gaf út öll
þeirra bestu verk. Í stað Pauls
syngja þeir Jean-Jacques Burnel
bassaleikari, Dave Greenfield
hljómborðsleikari og Baz Warne
gítarleikari.
Suite XVI hefur að geyma ellefu
ný lög. Margt hljómar kunnuglega
hér, m.a. rifna bassasándið hans
Jean-Jacques og orgelslaufurnar
hans Dave, en vandamálið er að
þessi lög hljóma mörg eins og léleg
tilraun til að endurtaka snilld fortíð-
arinnar. Það er eins og sveitin sé að
endurvinna No More Heroes og
Something Better Change. Þau lög
sem eru ekki með þessum endur-
vinnslublæ eru ekkert
betri, Stranglers eru greinilega
fullir af heift eins og í gamla daga
(„I hate you now, I always will and
when you’re dead I’ll hate you still”
úr laginu I Hate You – kannski verið
að syngja um Hugh Cornwell?), en
hatrið hljómar jafn ósannfærandi
og annað á þessari plötu. Heildar-
niðurstaðan er óspennandi plata
sem á ekkert erindi nema við alhörð-
ustu Stranglers-aðdáendur.
Trausti Júlíusson
Bara fyrir alhörðustu
aðdáendurna
THE STRANGLERS
SUITE XVI
Niðurstaða: Íslandsvinirnir í Stranglers eru
ekki líklegir til að afla sér margra nýrra aðdá-
enda með Suite XVI. Óspennandi plata sem á
ekki erindi nema við tryggustu aðdáendurna.
Eins og hefur verið venjan á fyrri
Airwaves-hátíðum var partí haldið
í Bláa lóninu á laugardaginn var.
Partíið er ætlað gestum hátíðarinn-
ar, erlendum sem innlendum, ásamt
því að allri útlenskri pressu var
boðið.
Gestum lónsins brá þó heldur í
brún þegar lítill fjögurra ára gutti
mætti til leiks á bak við plötusnúða-
borðið, með heyrnartól á eyrunum.
Þetta reyndist vera Tristan Ari
Margeirsson en hann er sonur
plötusnúðarins Margeirs Ingólfs-
sonar sem var að spila í partíinu.
Tristan fékk mikla athygli hjá
erlendum blaðamönnum og ljós-
myndurum, sem mynduðu dreng-
inn í bak og fyrir. Vel gæti farið svo
að drengurinn birtist í frægum tón-
listartímaritum innan skamms. Að
sögn föður Tristans var þetta hans
fyrsta obinberlega gigg en ekki hið
síðasta. Greininlega hæfileikaríkur
ungur drengur á ferð. - áp
Yngsti plötusnúður landsins
TRISTAN ARI MARGEIRSSON Yngsti plötusnúður Íslands sem vakti mikla athygli þegar
hann var á bak við plötusnúðarborðið í Bláa lóninu og sá um að rúmum 1.000
gestum lónins leiddist ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/LEÓ STEFÁNSSON
FLOTTIR FEÐGAR Margeir segir að sonur
sinn hafi þarna komið í fyrsta sinn fram
opinberlega en þetta verði ekki síðasta
skiptið.