Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 16
 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Í galleríi Kling og bang á Laugarvegi stendur nú yfir samsýningin Invasionistas. Þar má sjá myndband sem meðal annars sýnir einn listamanninn serða plast- kakkalakka. List eða rugl? Og er kannski bara öllum alveg sama? Svo virðist sem fátt hneyksli leng- ur í listunum. Kannski er búið að sjokkera og hneyksla fólk það oft að það nennir ekki að vera hneyksl- að og sjokkerað lengur. Það er búið að gera listaverk með sæði, blóði, hægðum, hlandi, biblíunni og öllum öðrum trúartáknum, líkum (af fólki og dýrum), kynfærum, ofbeldi og klámi – en það er sama hvaða vinkla listamennirnir finna: Fáir kippa sér lengur upp við list- ina. Þar fyrir utan er yfirlýst markmið fæstra listamanna að hneyksla. Nú stendur yfir sýningin Invasionistas í galleríi Kling og bang á Laugarvegi. Invasionistas er átta manna hópur listamanna af ýmsum þjóðernum sem starfar í New York. Hrafnhildur Arnardótt- ir, sem kallar sig Shoplifter, er sér- legur leiðtogi listamannanna og stýrir aðgerðum frá miðri New York-borg. Margt sérkennilegt má sjá á sýningunni. Menn gretta sig og stynja á vídeóskjám og úrklipp- ur úr klámblöðum þekja nokkra veggi í kjallaranum eins og stund- um má finna á dekkjaverkstæðum. Mesta athygli hlýtur þó mynd- bandsverk sem sýnt er á fyrstu hæðinni að vekja. Myndina tók og klippti hópurinn í Reykjavík í síð- ustu viku. Þar sjást listamennirnir reka nokkra krakka áfram í Öskju- hlíðinni, baula „úúúú“ á ýmsum stöðum og ein listakonan sleikir tærnar á kristslíkneski Bertels Thorvaldsen á Bessastöðum. Hápunktur og lokaatriði mynd- bandsins er þegar fjöllistamaður- inn Michael Portnoy riðlast á plast- kakkalakka sem búið er að festa svört gervisköp á og dreifir lífsýn- um sínum að lokum yfir skordýrið. Yfirlýst markmið sýningarinnar er „að snúa upp á almannavitund okkar allra“ og enn fremur segir í sýningarskrá að ætlun Invasion- istas sé að kanna merkingu innrás- ar almennt og hvernig hún endur- speglist í veröldinni, í íslensku sögunni og í blindgötustjórnmál- um veldis heimalands síns. Erling Klingenberg er einn af safnstjórum Kling og bang. „Jú, það varð nú eiginlega uppi fótur og fit þegar við fréttum af þessu kakkalakkaatriði og við gerðum hvað við gátum til að koma upp viðvörunum fyrir börn og við- kvæma,“ segir hann. „Mér skilst að innblásturinn fyrir þessu atriði sé kominn frá kakkalakkavanda- málinu uppi á Keflavíkurvelli.“ Erling segir engan hafa hneyksl- ast á myndbandinu ennþá. „Ég er oft hissa á því á hverju fólk hneykslast. Fólk virðist vera orðið mjög sjóað í svona pornógrafísk- um sjokkelementum. Sem betur fer klipptu þau út atriði sem var tekið upp í Bessastaðakirkju. Ég kýs að fara ekki nánar út í það. Þau voru með innrás á Þingvöllum og hjá Geysi og á fleiri stöðum og það á að vinna stærri mynd upp úr þessu. Það kemur sterkt upp í manni Íslendingsstoltið og maður er smá hneykslaður þegar verið er að gera eitthvað sem er alveg á mörkunum á Þingvöllum og þess- um nánast helgu stöðum.“ Invasionistas stendur til 5. nóv- ember. gunnarh@frettabladid.is Opna bókhaldið „Þegar mönnum verður hugsað til meintra milljarða- eigna Kristjáns Loftssonar vaknar enn og aftur krafan um að fjárreiður stjórmála- flokkanna verði gerðar opinberar.” HALLGRÍMUR HELGASON UM HVALVEIÐAR. Fréttablaðið 23. október. Niðurlægjandi „Mér finnst þetta niðurlægj- andi, ekki bara fyrir Banda- ríkjamenn heldur finnst mér niðurlægjandi að svona stefna skuli yfirleitt finnast meðal siðmenntaðra ríkja í veröldinni.” GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON UM BANDARÍSK LÖG SEM LEYFA „HARKALEGAR” YFIRHEYRSLU- AÐFERÐIR. Fréttablaðið 23. október. „Það er allt að frétta núna, allt í gangi!,“ segir Gunnar Hansson leikari sem leikur Frímann Gunnarsson í Sigtinu. „Fyrsti þáttur í annarri seríu af Frímanni verður sýndur á Skjá einum á fimmtudaginn. Þátturinn heitir Sigtið án Frímanns Gunnarssonar, sem þýðir að Frí- mann hefur gloprað sjónvarpsþættinum úr höndunum og við fylgjumst með honum reyna að fóta sig á ný. Hver þáttur er sjálf- stæð saga. Frímann mun meðal annars setja upp leikrit, skrifa bók, veikjast alvar- lega, lenda í ástarsambandi og ferðast um bensínstöðvar landsins með Listalestinni. Við tókum upp átta þætti á fjórtán dögum í ágúst, en vorum að skrifa þetta í allt sumar, lögðum mikið í for- vinnsluna. Við forsýndum fyrsta þáttinn fyrir starfsmenn Skjás eins í gær og viðbrögðin voru góð, mikið hlegið. Ég er ferlega ánægður með að Skjárinn skyldi taka slaginn og vilja framleiða aðra seríu, af því fyrsta serían var lengi í gang og fólk var ekki að kveikja á húmornum fyrr en eftir fimm til sex þætti. Nú vonum við að allir séu búnir að kveikja og fleiri bætist við. Við vonum að fólk elski að þola ekki Frímann. Fyrir utan þetta er ég að sjá um barnaþáttinn Vitann tvisvar í viku á Rás eitt og svo er bara allt á fullu í leikhúsinu. Við vorum einmitt að frumsýna Amadeus um helgina en þar leik ég slúðurbera Salieris.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUNNAR HANSSON LEIKARI Frímann aftur á stjá „Ef börn eru erfiðari nú en áður er það fyrst og fremst vegna þess að foreldrarnir hafa ekki tíma til að sinna þeim. Þetta er foreldravandamál,” segir Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, en ný rannsókn leiðir í ljós að meirihluti starfsmanna skóla telur börn erfiðari nú en fyrir tíu árum. „Þetta er ekkert flókið. Foreldrar þurfa að forgangsraða upp á nýtt og hætta þessu kapphlaupi við að eiga fyrir betri bíl, stærra húsnæði og fínna dóti með tilheyrandi vinnuálagi og sinnuleysi gagnvart börnunum. Fólk er bara upp til hópa svo miklir egóistar og það vill gleyma því að það á börn. Til að snúa þessari þróun við þarf fólk einfaldlega að byrja að sinna börnunum sínum almennilega og ala þau upp í fallegu og hlýlegu umhverfi.” SJÓNARHÓLL ERFIÐARI BÖRN ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON Rithöfundur Foreldra- vandamál 1917: Michael Duchamp skelfir listaheiminn með því að kynna hlandskál sem listaverkið „Gos- brunnur“. 1961: Piero Manzoni kúkar í 90 áritaðar og númeraðar niðursuðudósir. Tate-safnið keypti nýverið dós á nærri þrjár milljónir króna. 1980: Min Tanaka vekur mikla athygli á Listahátíð með því að dansa nak- inn með liminn í gifsvafningi í miðbæ Reykjavík- ur. 1981: Gjörningahópurinn Bruni BB hálsheggur hænu með pappírs- skera í Nýlistasafninu. 1989: Verk Andres Serrano, Piss kristur, ljósmynd af Jesús á krossinum í hlandi listamanns- ins, vekur reiði. 1994: K Foundation (Bill Drummond og Jimmy Cauty) brennir eina milljón punda í reiðufé og er bálið tekið upp á myndband. 1998: Egill Sæbjörnsson fróar sér á myndbandi á Kjarvalsstöðum. 2000: Snorri Ásmundsson sýnir málverk af Nonna og Manna og Mjallhvíti og Matta og patta á Losta 2000 á Akureyri. 2001: Ragn- ar Kjartans- son frum- sýnir myndbandið Ég og móðir mín, sem sýnir Guð- rúnu Ásmunds- dóttur skyrpa framan í Ragnar í 10 mín- útur. 2001: Wolfgang Flatz hendir flug- eldafylltum nautsskrokki úr þyrlu í Berlin á meðan hann dinglar sjálfur blóðugur neðan í krana. TÍU SJOKK ÚR LISTASÖGUNNI HRAFNHILDUR ARNARDÓTTIR Fer fyrir listahópnum Invasionistas. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL ERLING KLINGENBERG Fólk er orðið sjóað í pornografískum sjokkelement- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kakkalakkaklám á Laugavegi KAKKALAKKI KYNLÍFSLEIKFANG Snýr upp á almannavitund okkar allra FRÉTTABLAÐIÐ/GLH Nýjung í ræstingum Unilav ræstitæki með 40 cm moppugrind R V 62 14 6.996 kr. Þurr- og blautmoppað með sama áhaldinu Auðveld áfylling, einfalt í notkun Sérlega handhægt Á tilboði ■ Nú geta latir glaðst því í Kóreu er kominn á markað „Drauma- ástarstóllinn“. Í honum má stunda ástarleiki áreynslulaust því vélknúinn stólinn sér um alla hreyfing- una. Stólinn má stilla á ýmsa vegu fyrir mis- munandi stellingar og segir framleiðandinn að með þessu gefist notendum meira næði til að njóta ásta og ekki þurfi að eyða óþarfa orku í dýrs- legu svitamóki. Framleiðandinn segir stólinn ekki bara tilvalinn fyrir lata heldur líka fyrir fatlaða og feita. KÓREA: ÁSTARSTÓLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.