Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 6
6 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR
INNBROT Brotist var inn í aðstöðu
Rauða krossins í Hveragerði í
fyrrinótt og þaðan stolið munum
að verðmæti nokkur hundruð
þúsund krónur. Meðal annars var
tveimur fartölvum stolið úr hús-
inu, skjávarpa, tveimur mynda-
vélum, netsímatæki, Playstation-
leikjatölvu og peningaveski sem í
var lítilræði af peningum.
Lögreglan á Selfossi, sem fer
með rannsókn málsins, fékk til-
kynningu um innbrotið rétt fyrir
hádegi í gær en talið er að brotist
hafi verið inn í húsið, sem er við
Austurmörk 7, eftir miðnætti í
fyrrinótt.
Svanur Kristjánsson, varð-
stjóri í lögreglunni á Selfossi,
segir engan vera grunaðan um
innbrotið að svo stöddu. „Við
erum að vinna að rannsókn máls-
ins en höfum engan grunaðan um
innbrotið. Það voru tekin úr hús-
inu umtalsverð verðmæti og við
vonumst til þess að geta upplýst
málið sem allra fyrst. Það er ljóst
að á heildina litið nemur verð-
mæti þessara muna nokkrum
hundruðum þúsunda.“
Jóhanna Róbertsdóttir, svæðis-
stjóri Rauða krossins á Suður-
landi og Suðurnesjum, segir
þjófnaðinn úr húsnæðinu vera
bagalegan fyrir Rauða krossinn.
„Það er með ólíkindum að atburð-
ur af þessu tagi eigi sér stað. Við
töpuðum ýmsum verðmætum en
hluti þeirra er tryggður. Það var
brotist inn á skrifstofuna mína;
engu var stolið þaðan en ýmsir
aðrir munir töpuðust, sem von-
andi komast í leitirnar.
Lögreglan hefur þegar yfir-
heyrt fólk sem gat gefið upplýs-
ingar um það hvenær innbrotið
hefði getað átt sér stað, en eftir
því sem fram hefur komið var
ekkert vitni að innbrotinu.
Eigandi fartölvunnar sem var
stolið, háskólanemi á þrítugsaldri,
saknar fartölvu sinnar og þá sér-
staklega gagna sem inni á henni
voru og tengjast verkefnum sem
hann hefur unnið að um skeið.
Lögreglan á Selfossi biður alla
þá sem upplýsingar geta veitt um
málið að gefa sig fram eða hringja
í síma 480-1010.
magnush@frettabladid.is
KJÖRKASSINN
Það er með ólíkindum
að atburður af þessu
tagi eigi sér stað. Við töpuðum
ýmsum verðmætum en hluti
þeirra er tryggður.
JÓHANNA RÓBERTSDÓTTIR
SVÆÐISSTJÓRI RAUÐA KROSSINS
Nýtt tilboð til allra
áskrifenda í Og1
BUBBI
06.06.06
Afmælistónleikar Bubba Morthens á DVD.
Upplifðu þessa mögnuðu tónleika, aftur og aftur.
Viðskiptavinir í Og1 fá þennan frábæra tónleikadisk
með rúmlega 40% afslætti eða á aðeins 1.690 kr.
í stað 2.990 kr.
Þetta er aðeins einn af mörgum ávinningum þess
að skrá sig í Og1.
Verið velkomin í næstu verslun.
Vodafone
gríptu augnablikið og lifðu núna
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
9
0
2
0
Ætlar þú að sjá kvikmyndina
Mýrina?
Já 80,5%
Nei 19,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG?
Er skóladagur barna of langur?
Segðu skoðun þína á visir.is
Verðmætum stolið
frá Rauða krossinum
Brotist var inn í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði aðfaranótt mánudags og
þaðan stolið verðmætum. Innbrotsþjófsins er leitað en lögreglan á Selfossi hef-
ur engan grunaðan um innbrotið. Áfall, segir svæðisstjóri Rauða krossins.
FRÁ HVERAGERÐI Verðmætum rafmagnstækjum var stolið úr aðstöðu Rauða krossins í Hveragerði aðfaranótt mánudags. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
LANDBÚNAÐUR Vegna aukinna umsvifa fyrirtækisins
Mjólku íhugar fyrirtækið nú kaup á nýju húsnæði
fyrir starfsemi sína. Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er Mjólka í viðræðum um kaup á Mjólkurbú-
inu á Hvammstanga sem var lagt niður árið 2002
þegar það sameinaðist Mjólkursamsölunni í Reykja-
vík. Samkvæmt skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskóla
Íslands frá árinu 2004 telja heimamenn „afar brýnt“
að koma því aftur í gagnið, eins og segir í skýrslu
Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2002.
Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku,
vildi ekki játa né neita því að Mjólka ætlaði að kaupa
mjólkurbúið: „Það er ekkert sem við viljum segja
neitt um á þessu stigi. Við höfum verið í samskiptum
við Hrein Hreinsson eiganda hússins út af ýmsum
málum. Það er ljóst að Mjólka þarf að kaupa nýtt hús
fyrir félagið en það er spurning hvaða hús við munum
kaupa. Þetta kemur allt í ljós, og við finnum fyrir
miklum velvilja á landsbyggðinni, meðal annars á
Hvammstanga þar sem er mikil þekking á fram-
leiðslu mjólkurafurða,“ segir Ólafur.
Hreinn Hreinsson, eigandi mjólkurbúsins, vildi
ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði sam-
band við hann. „Ég vil ekki ræða að eitt eða neitt sé
að eiga sér stað.“ - ifv
Mjólkurbúið á Hvammstanga:
Mjólka íhugar kaup á mjólkurbúi
ÓLAFUR MAGNÚSSON Fram-
kvæmdastjóri Mjólku neitar
því ekki að fyrirtækið velti
fyrir sér kaupum á mjólkur-
búinu á Hvammstanga.
LÍFEYRISMÁL Örorkulífeyrisþegar
sem urðu fyrir skerðingu í sumar
vegna tekjuathugunar lífeyris-
sjóða sem eiga aðild að Greiðslu-
stofu lífeyrissjóða fá óskertan líf-
eyri til ársloka 2006. Þetta kom
fram í tilkynningu frá Greiðslu-
stofu lífeyrissjóða í gær. Þar
kemur fram að fresturinn sem
bótaþegum var veittur til að skila
inn tilhlítandi gögnum hafi verið
ónógur. Því verði veittur lengri
frestur til að skila inn gögnunum.
Margir örorkulífeyrisþegar
fengu tilkynningu um skerðingu
eða niðurfellingu örorkulífeyris
vegna þeirrar stefnu lífeyrissjóð-
anna að greiða aðeins örorku ef
bótaþegi hafi orðið fyrir tekjutapi
vegna örorkunnar.
Þeir bótaþegar sem fengu til-
kynninguna voru með hærri tekj-
ur en fyrir orkutap, þó að vísitala
neysluverðs eða launavísitala
væru notaðar til skýringar. Þessi
lenging á frestinum þýðir að þeir
fá örorkulífeyri í þrjá mánuði til
viðbótar og verður síðasta greiðsl-
an um næstu áramót.
„Það er ólögmætt að skerða
veitingu lífeyris eftir á og fyrir því
eru mörg fordæmi,“ segir Helgi
Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.
„Það þarf að ganga varlega fram í
svona málum og það er ekki hægt
að segja að það hafi verið gert
gagnvart þeim sem fyrir þessari
skerðingu verða.“ - sgj
Örorkulífeyrisþegar fá lengri frest til að skila inn gögnum vegna skerðingar:
Lífeyrir óskertur til ársloka
LÍFEYRIR Mörgum örorkulífeyrisþegum
var brugðið þegar þeim var tilkynnt um
skerðinguna í sumar.
AL-JAZEERA Fregnir af hvalveiðum
Íslendinga vekja athygli fjöl-
miðla víðar en í hinum vestræna
heimi.
Frétt um veiðarnar prýddi til
að mynda forsíðu netmiðils Al
Jazeera-sjónvarpstöðvarinnar á
sunnudag. Sú fréttastöð er mun
þekktari fyrir fréttaflutning af
ástandinu í Mið-Austurlöndum
og hernaði Vesturlanda í þeim
heimshluta.
Í fréttinni er sagt frá því að
Íslendingar hafi fyrstir þjóða
rofið 21 árs gamalt alþjóðlegt
bann við hvalveiðum í atvinnu-
skyni með því að veiða langreyði
á laugardag. - þsj
Veiðarnar vekja athygli víða:
Hvalveiðar
á Al-Jazeera