Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Ásta Emilsdóttir kennari í Kvennaskólanum uppgötv- aði kosti stafgöngu. „Í stuttu máli sagt er þetta ákveðin tegund af kraftgöngu með sérhönnuðum göngustöfum,“ segir Ásta um stafgöng- una, en hún segir áhugann á þessari íþrótt hafa vaknað fyrir tæpum tveimur árum síðan í prufutíma hjá Guðnýju Ara- dóttur, stafgönguleiðbeinanda og einkaþjálfara hjá World Class. „Ég get nú ekki sagst hafa verið neinn íþróttagarpur fram að þeim tíma og hafði í raun lítið hreyft mig af viti síðan á menntaskólaárunum,“ útskýrir Ásta. „Ætli ég hafi ekki staðið mig einna verst í þessum prufutíma hjá Guð- nýju, hélt ekki einu sinni takti, hvað þá annað. Ég lét mig nú samt hafa það og sæki enn tíma hjá henni.“ Ásta segir þessa tegund hreyfingar henta manneskju eins og sér þar sem hún sé annars með öllu áhugalaus um íþróttaiðkun. „Stafganga snýst mikið um rétta líkams- beitingu og samhæfingu, til að þetta beri tilætlaðan árangur,“ segir hún. „Markmiðið er auðvitað að komast í gott form og stafganga er góð hreyfing fyrir efri hluta lík- amans, maður brennir meira en í venjulegri göngu og maður kemur heim endurnærður á líkama og sál.“ Hópurinn hittist tvisvar sinnum í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, að sögn Ástu, við anddyri Laugardalslaugar- innar, gengur í klukkutíma og gerir teygjuæfingar. Allar frekari upplýsingar um tímana má finna á vefsíðunni www. stafganga.is. roald@frettabladid.is Hélt í fyrstu ekki takti Ásta segist ekki hafa verið neinn íþróttagarpur áður en hún fór í stafgönguna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 24. október, 297. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.45 13.12 17.38 Akureyri 8.37 12.57 17.15 Vinnuverndarvikan stendur nú yfir. Árlega tekur Vinnueftirlitið þátt í þessu samevrópska átaks- verkefni en í ár er vikan helguð ungu fólki og er yfirskrift hennar Örugg frá upphafi. Hugtakið „öryggi“ vísar í þessu samhengi til öryggismála en einnig sjálfs- öryggis og vellíðunar í vinnu. Nemendum í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands mun fjölga um 25 á næsta vormisseri. Þetta varð ljóst í kjölfar ákvörðunar heil- brigðisráðherra og menntamála- ráðherra um að stuðla að fjölgun nema við hjúkrunardeildina. Hvað er kæfisvefn? nefnist fræðslubæklingur sem nýlega hefur verið gefinn út af Land- spítalanum. Bæklingurinn er fyrir þá sem eru með kæfisvefn, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa áhuga á svefni. Kæfis- vefn er algengur sjúkdómur og leitast verður við að útskýra sjúk- dóminn, orsakir hans, einkenni og meðferð. ALLT HITT [ HEILSA ] BETRI EN 20/20 SJÓN Leiseraðgerðir á augum veita mörgum betra líf HEILSA 4 TENGSLAMYNDUN Náttúruleg leið til að elska og annast barnið sitt HEILSA 2 Þar sem hár okkar er í stöðugum vexti tekur það líka breyting- um eftir þeirri næringu sem líkaminn fær. Þess vegna getur rannsókn á hárinu verið góð leið til að meta heilsufar. Ný rannsókn sem gerð var af bandarískum vísindamönnum við háskólann Brigham Young í Utah sýnir að fimm hár af höfði sjúklings nægja til að gefa átta- tíu prósenta öruggar upplýsingar um hvort hann hefur átröskunar- sjúkdóm. Gildir það bæði um búlimíu og lystarstol. Hingað til hefur verið erfitt að greina átröskunarsjúkdóma enda eru þeir gjarnan mjög vel duldir af þeim sem bera þá. Hér getur því verið fundin ný og árangursrík aðferð. Ný aðferð til grein- ingar á átröskun Fimm hár nægja til að meta með nokkuð óyggjandi hætti hvort eigandi þeirra eigi við átröskun að stríða. FIMM HÁR AF HÖFÐI NÆGJA TIL AÐ AFHJÚPA ÁTRÖSKUNAR- SJÚKDÓMA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.