Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 18
 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR18 fréttir og fróðleikur KONUR 81 ,8 18 ,2 KARLAR Fyrirtæki verða við tilmælum Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, hefur lagt til að Alþingi samþykki þegar í stað lagabreytingu sem komi í veg einokun í mjólkuriðnaði. Gísli segir að með virkri samkeppni sé hagsmunum neytenda best borgið. Hvert er hlutverk talsmanns neytenda? „Hlutverkið er þríþætt: að hafa áhrif til úrbóta varðandi reglur um neytendur, að kynna réttarreglur sem varða neytendur og standa vörð um hagsmuni neytenda.“ Gísli segir að í bígerð sé að hanna leiðarkerfi fyrir neytendur þar sem þeir geti fengið upplýsingar um færar leiðir í kerfinu. „Til mín leitar fjöldi einstaklinga til að kanna réttarstöðu sína sem neytenda og í þeim tilfellum leiðbeini ég fólki um hvaða leiðir eru færar.” Er árangur sjáanlegur í starfinu? „Já, ég hef komið tilmælum til fyrirtækja sem öll hafa orðið við tilmælunum.” Sem dæmi um tilmæli nefnir Gísli að fallist hafi verið á að birta ekki allt greiðslukortanúmerið eða gildistíma greiðslukorta á kvittuninni. SPURT & SVARAÐ LEIÐARKERFI FYRIR NEYTENDUR GÍSLI TRYGGVASON Talsmaður neytenda Þingkosningar verða haldnar í Bandaríkjunum í byrjun nóvember og telja fréttaskýrendur yfirgnæf- andi líkur á því að demó- kratar muni bera sigur af hólmi. Repúblikanar, flokkur George W. Bush Bandaríkjaforseta, eiga nú á brattann að sækja þegar tæpar tvær vikur eru til þingkosninga. Sýna nýjustu skoðanakannanir að flokkurinn er jafnvel farinn að tapa fylgi hvítra heittrúaðra mótmæl- enda, sem hingað til hafa verið einir dyggustu stuðningsmenn hans eins og fullyrt var í tímaritinu Newsweek um helgina. Aðrir Bandaríkjamenn hafa einnig sífellt minna álit á flokkn- um, eins og ítrekað hefur komið fram í skoðanakönnunum. Þingkosningar Í kosningunum, sem haldnar verða 7. nóvember, verður kosið um þriðj- ung þingsæta öldungadeildarinnar, sem eru hundrað alls, og öll þing- sæti fulltrúadeildarinnar, 435 tals- ins. Einnig er kosið um ríkisstjóra í 36 ríkjum. Demókratar þurfa að bæta við sig fimmtán sætum í fulltrúadeild- inni til að ná meirihluta, en sex í öldungadeildinni. Repúblikanar hafa haft meiri- hluta í báðum deildum þingsins, en nú sýna skoðanakannanir að allar líkur séu á því að demókratar nái meirihluta í fulltrúaþinginu og hugsanlega einnig í öldungadeild- inni. Fari svo að demókratar nái meirihluta missir ríkisstjórn George W. Bush mikinn styrk, því þá neyðist hún til að hafa stuðning demókrata til að koma málum í gegn í þinginu. „Ef hann missir aðra þingdeild- ina mun Bush forseti hefja sín síð- ustu tvö ár illa særður,“ sagði David Gergen, fyrrum ráðgjafi í Hvíta húsinu og prófessor við Harvard- háskólann, í samtali við fréttamenn AP-fréttastofunnar. „Hann mun geta sagt nei við lagafrumvörpum demókrata, en hann mun ekki geta sagt já við sínum eigin frumvörp- um,“ sagði Gergen. Afleiðingin yrði nánast örugg- lega sú að mikið yrði deilt um öll þau mál sem kæmu fyrir þingið næstu tvö árin, en fátt kæmist til framkvæmda. Eins mætti gera ráð fyrir því að stjórnin og gerðir henn- ar myndu sæta víðtækum rann- sóknum. Helstu málin Ein aðalástæðan fyrir minnkandi fylgi repúblikana, og eitt helsta málið á dagskrá frambjóðenda, er Íraksstríðið. Það nýtur æ minni hylli Bandaríkjamanna og ekki bætir úr skák að um helgina bárust þær fregnir að það sem af er októbermánuði hafa áttatíu banda- rískir hermenn farist í Írak. Frá innrás bandamanna inn í Írak í mars 2003 hafa alls 2.786 banda- rískir hermenn fallið, samkvæmt tölum bandaríska varnarmálaráðu- neytisins. Bush virðist sjá ofbeld- isölduna í Írak í víðara samhengi en margir því í síðustu viku sagði hann uppreisnarseggi í Írak hafa aukið ofbeldi gegn Bandaríkjaher á síðustu vikum í því skyni að hafa áhrif á komandi kosningar. Ekki bætir úr skák að margir repúblikanar eru nú farnir að leita leiða til að fjarlægja sig frá Bush, sem nýtur afar lítilla vinsælda meðal þjóðar sinnar, og eru þegar farnir að leita að hugsanlegum for- setaframbjóðenda fyrir kosning- arnar 2008. Erfiðleikar repúblikana Önnur mál sem snúa höfðum kjós- enda æ meir frá repúblikönum og til demókrata eru hin mörgu hneykslismál sem upp hafa komið innan Repúblikanaflokksins undan- farið. Eins og Michael T. Corgan, dós- ent í alþjóðasamskiptum við háskólann í Boston og gistikennari við Háskóla Íslands, benti á í sam- tali við blaðamann Fréttablaðsins í gær háði Repúblikanaflokkurinn síðustu kosningabaráttu sem sið- sami flokkurinn. Ásýnd flokksins beið hnekki þegar hvert hneykslismálið hóf að reka annað, allt frá fjármálaspill- ingu til kynlífshneykslis. Þar ber einna hæst ósiðleg skilaboð sem fyrrum þingmaður- inn Mark Foley sendi unglingspilt- um sem starfa innan þingsins. Eftir að upp um þau komust, bar hann því við að hafa verið kyn- ferðislega misnotaður þegar hann var barn og fór svo í áfengismeð- ferð. En skaðinn var skeður, eins og skoðanakannanirnar benda til. Íraksstríðið Nái demókratar meirihluta gæti það reynst Bush afar erfitt að halda samstöðu þingsins um Íraks- stríðið umdeilda. Það gæti reyndar reynst erfitt á hvorn veginn sem kosningarnar fara, því þótt Bush sé enn harð- ákveðinn í að heyja „langa stríðið“ fer fylgi flokksbræðra og -systra hans við átökin ört minnkandi. En fréttaskýrendur benda nú á að meirihlutastjórn demókrata gæti í raun reynst ein besta lausn- in hvað varðar stríðið. Þótt Bush hefði lítil ítök heima fyrir, þá hefði hann meiri sveigjan- leika til að finna leið út úr Írak, líkt og sífellt fleiri Bandaríkja- menn kalla eftir, að sögn Stephen Wayne, stjórnmálaprófessors við Georgetown-háskólann. „Ef hann kysi að draga úr íhlut- un (Bandaríkjanna) í Írak, þá myndu demókratar segja „Við sögðum þér þetta,“ en repúblikan- ar myndu segja, „Takk“,“ sagði Wayne. Demókrötum spáð kosningasigri KOSNINGABARÁTTAN Í FULLUM GANGI Öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy er nú, líkt og fjölmargir aðrir Banda- ríkjamenn, önnum kafinn við kosningabaráttuna. Kennedy, sem tók við sem þingmaður af bróður sínum John F. Kennedy þegar sá var kosinn forseti árið 1962, er demókrati, en skoðanakannanir benda til þess að flokkur hans muni fara með sigur af hólmi yfir Repúblikönum í þingkosningunum sem fram fara 7. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bandaríkjaforseti hefur undirritað lög um nýjar reglur í yfirheyrslum og að réttað verði yfir mönnum sem grunaðir eru um hryðjuverk fyrir herdómstólum. Lögin, sem upphaflega voru gagnrýnd fyrir að stangast á við Genfarsáttmálann, hafa tekið breyting- um í þingsölum. Hverju var helst mótmælt í lögunum? Því var mótmælt að sakborningar áttu til að mynda ekki að fá aðgang að öllum sönn- unargögnum í máli sínu og þar af leiðandi hefði verið hægt að dæma þá seka um hluti sem þeir gætu aldrei reynt að afsanna með góðu móti, hvort sem þeir hefðu verið sekir eða saklausir. Samkvæmt endurskoðuðum lögum munu sakborningar hafa aðgang að flestum gögnunum, utan atriði sem saksóknari ákveður að gætu verið notuð til að auðvelda hryðjuverk í framtíðinni. Einnig var „pyntingarákvæðum“ mótmælt, en þau hafa nú verið milduð og hefur herinn minna svigrúm til að neyða fanga til játninga. Hvað má herinn ganga langt í pyntingum? Lagafrumvarpið er flókið og orðalagið fremur tvírætt. Því er nákvæm útlistun á því að nokkru háð túlkun. Nokkrar pyntingarað- ferðir eru til að mynda bannaðar hreint út, en síðan er það forsetans að ákveða hvort ýmsar aðrar aðferðir séu innan ramma lag- anna eða ekki. Sem dæmi kveða lögin ekki á um hvort leyfilegt sé eða löglaust að láta fanga halda að hann sé að drukkna. Hvað þýðir þetta fyrir fangana í Guantanamo-herstöðinni? Í Guantanamo eru 450-500 fangar. Enn er ekki vitað hvort eða þá hvenær þeir verða sóttir til saka, þrátt fyrir hin nýju lög. Varnar- málaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært tíu þeirra og undirbýr ákæru á hendur 65 föng- um til viðbótar. Bush-stjórnin hefur haft á prjónunum að kæra 75 fanga í Guantanamo. Ekki er vitað um framtíð þeirra 350 fanga sem ekki stendur til að ákæra. FBL GREINING: LÖG UM HERDÓMSTÓLA OG YFIRHEYRSLUR Að miklu leyti túlkunaratriði FRÉTTASKÝRING SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR smk@frettabladid.is 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Svona erum við > Hlutfall karla og kvenna sem framkvæmdastjórar fyrirtækja árið 2005 Helstu málin ■ Íraksstríðið ■ Verð á bensíni og olíu ■ Umhverfisverndun og gróðurhúsaáhrifin ■ Innflytjendamál ■ Hneykslismál innan Repú- blikanaflokksins. Heimild: Hagstofa Íslands FASTEIGNALÁN Í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 3,4% Miðað við myntkörfu 3, Libor vextir 21.09.2006 Kosningar í Bandaríkjunum Að þessu sinni virðast kosningarnar sem fram fara í nóvember snúast að mestu leyti um það hvort repúblikönum takist að halda meirihluta sínum bæði í efri og neðri deild þingsins. Kosið er í öll 435 sæti fulltrúadeildar þingsins og þurfa Demókratar að bæta við sig 15 sætum til að ná meirihluta. Kosið er um þriðjung sætanna í öldungadeildinni, sem alls eru 100, og þurfa demókratar að ná sex sætum til viðbótar við þau sem þeir þegar hafa til að hafa meirihluta. Jafnframt er kosið um ríkisstjóra í 36 ríkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.