Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 20
20 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚAR RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Stjórnarforystan Atburðir síðustu vikna afhjúpa hve veik forysta er fyrir ríkis- stjórninni. Fyrst er til að taka við- ræðurnar við Bandaríkjastjórn um brottför hersins. Þær voru samfelld- ur ósigur sem enduðu með því að það eina sem herinn skildi eftir var mengunin og við þurfum að kosta þrifin. Stjórn efnahagsmála er þó stærra áhyggjuefni því verðbólgan er á fullri ferð og vextir þeir hæstu í okkar heimshluta. Forsætisráðherra virðist ekkert þrek hafa til að ráðast gegn vandanum og hefur gefist upp við að halda aftur af ríkisútgjöldum þrátt fyrir ástandið. Tilraun til að halda aftur af framkvæmd- um rann út í sandinn því Geir gat ekki staðið gegn útgjaldakröfum á kosningaári. Fyrirrennarar Geirs hafa varnað því í tuttugu ár að hvalveiðar verði hafnar. Þrátt fyrir ríkan vilja til þess í landinu að veiða hval hafa þeir staðið á brems- unni vegna orðspors okkar erlendis og annarra hagsmuna. En sú fyrirstaða er nú rokin út í veður og vind. Átakanlegast var þó að sjá for- sætisráðherra á laugardag þar sem hann neyddist til að taka sjálfur að sér prófkjörsbaráttuna fyrir Björn Bjarnason. Fylgismenn Geirs, með Guðlaug Þór Þórðarson í broddi fylk- ingar hafa sótt hart að Birni, en Geir brast úthaldið. Þjóðin horfir uppá ráðalausan forsætisráðherra sem ekki er fær um að taka á hlerunar- málunum og þeim deilum sem af þeim hafa sprottið, en bugtar sig og beygir fyrir Birni Bjarnasyni. Við þurfum ekki á þessu að halda. Við þurfum sterkan forsætisráð- herra sem ræðst gegn verðbólgunni og ofurvöxtunum og hefur þrek til að halda aftur af ríkisútgjöldum. Við þurfum forsætisráðherra sem leiðir nýja stefnu í öryggismálum fyrir Ísland, en þiggur ekki bara og hlýðir haukunum í Bandaríkjunum. Við þurfum forsætisráðherra sem getur leitt uppgjörið við kalda stríðið og hefur forystu um friðhelgi einkalífsins. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar og formanns hennar. Höfundur er alþingismaður Samfylkingar í Reykjavík. Við þurfum sterkan forsætisráðherra HELGI HJÖRVAR Á laugardaginn var hlustaði ég á stórfróðlegt erindi Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands, um rannsóknir sem hann hefur gert á kaup- mætti, skattgreiðslum og lífskjörum í landinu undanfarinn áratug. Niðurstaða rannsóknanna er einföld: kaupmáttur þeirra sem lökust hafa kjörin hefur aukist minnst og skattgreiðslur þeirra hafa aukist mest, lífskjör þeirra sem lægstar hafa tekjurn- ar hafa batnað minnst. Svona breyting á uppbygg- ingu þjóðfélagsins verður ekki af tilviljun, hún verður vegna þess að þeir sem sitja við stjórnvölinn hafa hægt og sígandi breytt kerfinu í þessa átt. Gjörðir þeirra nú á síðustu mánuðum kjörtímabilsins eru í sömu áttina. Hér ríkir því ójafnaðarstjórn sem hefur ýmislegt það í för með sér sem ég stórefast um að fólkið í landinu vilji, ef það áttaði sig alveg á því hvað er að gerast. Sjálf þóttist ég vita að ójöfnuður í landinu hefði aukist en að unnið hefði verið að því svona systematiskt - ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki áttað mig á því. Þegar tekju- skiptingin í landinu breytist eins og raun ber vitni, þá breytist margt með. Rannsóknir sýna breytinguna í tölum og prósent- um, en hin raunverulega afleiðing misskiptingarinnar birtist í lífi fólks. Ójöfnuður af því tagi sem hér hefur orðið til á síðustu árum, mun leiða til þess að í landinu verði tvær þjóðir. Það verður tvenns konar menntakerfi, fyrir þá ríku og svo fyrir hina. Það verður tvenns konar heilbrigðis- kerfi, fyrir þá ríku og svo fyrir hina. Það verður tvenns konar lífeyriskerfi, fyrir þá ríku og svo fyrir hina. Þannig má áfram telja. Í síðustu viku var birt önnur rannsókn. Sú var um launamun kynjanna. Könnunin leiðir í ljós að óskýrður launamunur kynj- anna er 15,7 prósent en var 16 prósent fyrir tólf árum síðan. Óskírður launamunur er hreinn og klár launamunur þ.e. konur fá 15,7 prósentum lægri laun fyrir sömu vinnu og karlar. Vegna þess að launamunurinn er óskýrður þá er ekki hægt að kenna því um að karlar séu í betri störfum, vinni meiri eftirvinnu eða þar fram eftir götunum. Staðreyndin er einfaldlega sú að ef karlar fá að jafnaði 200.000 kr. á mánuði fyrir að vinna einhverja vinnu þá fá konur að jafnaði 168.600 kr. á mánuði fyrir sömu vinnu - það er nú ekki flóknara en það. Það er ekki furða þó við konur verðum heldur þunglyndar við að fá þessi tíðindi æ ofan í æ. Nú er það svo að karlar stjórna langtum flestum fyrirtækjum í þessu landi og þeir stjórna einnig mestu hjá ríki og borg. Stundum hefur konu virst í samskiptum sínum við karla að þeir hlusti ekki almennilega á það sem hún segir fyrr en hún er orðin frekar óþolandi. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að við konur verðum algjörlega óþolandi vegna þess óréttlætis sem launaójafnréttið er. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að launajafnrétti ríki hér á landi þá er ljóst að svo er ekki. Ekkert hefur gerst í þeim efnum í tólf ár. Þess vegna virðist konu allt í lagi að krefjast þess að nokkur stór skref verði tekin á frekar stuttum tíma til þess að eyða þessum ójöfnuði og óréttlæti. Ef það verður ekki gert skora ég á konur að verða óþolandi. Ég legg til að stjórnendur fyrirtækja og stofnana í landinu (sem flestir eru karlar) leggi fyrir stjórnunarfræðinga sína, hvort heldur þeir eru sérfræð- ingar í mannauðsstjórnun, gæðastjórnun, verkefnastjórnun eða breytingastjórnun, að varða veginn sem fyrirtækin og stofnanirnar ætla að fara til að launajafnrétti komist á í fyrirtækjum þeirra og stofnun- um. Ef þetta verður ekki gert skora ég á konur að verða óþolandi. Það kæmi ekki á óvart að svör við slíkum kröfum væru að nú væri verðbólga í landinu og þess vegna væri ekki óhætt að fara í aðgerðir af þessu tagi. Á móti kemur að undanfarin tólf ár hafa verið nokkuð laus við verðbólgu og þá var ekki hægt að leiðrétta ójöfnuðinn. Allt hjal um efna- hagsástand og verðbólgu eigum við konur því að láta sem vind um eyru þjóta og heimta áætlun um hvernig á að afnema launaó- jafnréttið eða verða óþolandi ella. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnum- inn með lögum. Óþolandi misskipting og konur Jafnréttisbarátta VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Í DAG | Ég velti því þess vegna fyrir mér hvort ekki sé kominn tími til að við konur verðum algjörlega óþolandi vegna þess óréttlætis sem launaójafnréttið er. Árni varaformaður Það fór eins og spáð hafði verið; Árni Þór Sigurðsson Vinstri grænum var kjörinn varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi stjórnar á föstudag. Eins og margir muna studdu Vinstri grænir Halldór Hall- dórsson Sjálfstæðisflokki í kosningu um formann Sambandsins en Smári Geirsson Samfylkingunni sóttist einnig eftir embættinu. Kom afstaða VG nokkuð á óvart enda fyrirfram búist við að hjarta þeirra væri meira í takt við Samfylkinguna en Sjálfstæðisflokkinn. Í kjölfarið var svo skrafað um að í staðinn fyrir stuðn- inginn fengi Árni Þór varaformannsembættið og það gekk sumsé eftir. Stórfrétt Það gerist einstaka sinnum á ári að Ríkissjónvarpið rýfur hefðbunda dagskrá eða útsendingu stillimyndar og flytur aukafréttatíma í hádeginu. Eru þá jafnan stórfréttir á ferð, ýmist úr samfélaginu eða heiminum öllum, og almennt talið að þjóðin geti ekki beðið til kvölds með að fá fréttirn- ar. Stjórnendur Sjónvarpsins mátu stöðuna einmitt þannig á sunnudag og buðu upp á sérstakan fréttatíma með myndum af mönnum við hval- skurð og viðtölum við forstjóra Hvals, sjávarútvegsráðherra og sérfræðing Hafrannsóknastofnunarinnar. Sama stofnun sá hins vegar ekki ástæðu til að rjúfa dagskrá og segja þjóðinni fréttir af jarðskjálfta á Suðurlandi sumarið 2000. Rífandi gangur Frambjóðendur í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík bera sig vel. Flestir halda úti heimasíðum og eru duglegir við að upplýsa lesendur um góða stemningu og mikinn áhuga á framboði sínu. „Stöðugur straumur“, „húsfyllir“, „mikil stemning“, „mögnuð stemning“, „fjölmenni“ og „viðtökur betri en við þorðum að vona,“ eru meðal lýsinga frambjóðendanna á eigin prófkjörsbaráttu. Menn telja því almennt að eftirspurnin sé mikil en svo er bara að sjá hvort vonir þeirra gangi eftir. Það ætti að skýrast upp úr sex á laugardag þegar fyrstu tölur verða tíundaðar. bjorn@frettabladid.is Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar4. SÆTI Traustur efnahagur — aukin velferð www.agustolafur.is ,,Svo maður hrósi nú einhvern tíma einhverjum, þá hefur sá ungi þingmaður fl utt furðu mörg góð mál á þinginu.” Illugi Jökulsson í pistli í Blaðinu 21. okt. 2006 Afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum — 22.000 undirskriftir hafa safnast til stuðnings frumvarpinu Löggjöf um óháðar rannsóknarnefndir Löggjöf gegn heimilisofbeldi Aukin vernd heimildarmanna fjölmiðla • • • • M ála sannast er að þjóðfélagið hefur tekið miklum breytingum. Þó að skólarnir hafi sannarlega þró- ast eins og annað bendir margt til að þeir hafi ekki í nægjanlega ríkum mæli tekið mið af nýjum samfélagsháttum. Þeir eru bundnir í kerfi sem um margt er of svifaseint. Hegðunarvandi er eitt af einkennum nútímasamfélagsins. Aga- leysi og eirðarleysi blasir við hvert sem augum er litið. Síðustu mánuði hefur kastljósinu verið beint að bágri umferðarmenningu. Hún er þó aðeins eitt dæmi um rótgróinn hegðunarvanda. Í frétt í þessu blaði liðinn sunnudag er greint frá markverðri rannsókn á hegðunar- og agavandamálum í grunnskólum. Könn- unin er unnin af prófessor Ingvari Sigurgeirssyni og Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra við Kennaraháskólann. Í ljós kemur að í fimmtungi skólanna hvíla agavandamál þungt á starfsfólki. Í öðrum fimmtungi er vandi af þessu tagi hins vegar hverfandi. Þessi einfalda tölfræði sýnir með afar glöggum hætti að hér er um að ræða viðfangsefni sem ekki er unnt að loka aug- unum fyrir. Mikilvægast af öllu er að kerfið sjálft standi ekki í vegi fyrir breytingum. Skólastarfið á að fara fram á forsendum barnanna. Skólarnir eru fyrir þau. Mikilvægt er að þeir séu uppteknir af börnunum en ekki sjálfum sér. Höfundar könnunarinnar benda á að sálfræðingar eru meira og minna bundnir við að greina vanda. Þeir hafa því ekki tíma til að vinna með börnum til að bæta líðan þeirra. Það er einnig athyglivert að í þeim skólum þar sem vandamálin voru minnst var viðhorf til foreldra og barna jákvætt og foreldra- starf öflugt. Dæmi komu fram um að hegðun barna sem greind voru með agavanda batnaði við það eitt að skipta um skóla. Niðurstaða þeirra sem gerðu rannsóknina var sú að bæta þyrfti skólana og breyta starfsháttum með tilliti til þess hversu gríðar- lega viðvera barna hefur aukist. Hér eru send skýr skilaboð sem taka þarf mark á. Skólastarfið þarf einfaldlega að fella betur en verið hefur að nýjum þjóðlífsháttum. Dagleg viðvera barna í leikskólum og grunnskólum hefur lengst, meðal annars vegna aukinnar atvinnuþátttöku beggja for- eldra. Þeirri þróun á ekki að snúa við. En bæði heimilin og skólarn- ir verða hins vegar að taka á þeim viðfangsefnum sem leiða þar af. Og atvinnufyrirtækin eru ekki undanskilin þegar leita á lausna. Að gefnu þessu tilefni er sérstök ástæða til að beina athygli að þeim skólum sem náð hafa bestum árangri varðandi aga og hegð- un. Í því sambandi má til að mynda nefna Hjallastefnuna. Hún rekur bæði leikskóla og grunnskóla fyrir yngstu aldurshópana þar sem farnar hafa verið nýjar leiðir með augljósum árangri. Hér er um sjálfstætt starfandi skóla að ræða þar sem nýjar hugmyndir og frumkvæði að nýjum lausnum hafa fengið greiðan framgang. Með breyttri löggjöf hefur sjálfstætt starfandi skólum verið gefið aukið svigrúm. Mikilvægt er að auðga flóru skólasamfélagsins með þessum hætti. Atvinnufyrirtæki mættu gefa fjárfestingum á því sviði meiri gaum en verið hefur. Víst er að afskiptaleysi um þessi efni verður keypt dýru verði. Hegðun barna bætt með skólaskiptum: Afskiptaleysið verður dýrkeypt ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.