Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 54
 24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR30 Fjölmiðlafarsinn í kringum skiln- að aldarinnar heldur áfram en nú hefur breska helgarblaðið News of the World birt frétt þess efnis að Paul McCartney ætli sér ekki að taka á Heather Mills með nein- um silkihönskum. Blaðið hefur eftir Geoff Baker, fyrrum fjöl- miðlafulltrúa McCartneys, að Heather Mills hafi beitt bítilinn fyrrverandi bæði líkamlegu og andlegt ofbeldi en Baker var ein- mitt rekinn úr starfsliði McCartn- eys fyrir að vara hann við Mills og tala illa um fyrirsætuna fyrrver- andi. Samkvæmt Baker á Mills að hafa stundað það að henda öllu lauslegu í eiginmann sinn, kallað McCartney „gamla karlinn“ í votta viðurvist, uppnefnt hann á opin- berum stöðum, krafist þess að McCartney beitti sínum áhrifum svo að hún gæti fengið sinn eigin spjallþátt því allir væru með einn slíkan, viljað lifa eins og Beck- ham-fjölskyldan og farið fram á að McCartney eyddi öllum sínum peningum í húseignir handa henni. Heimildarmaður News of the World, sem vill ekki láta nafns síns getið, sagði við blaðið að McCartney ætlaði sér að ganga frá Mills í réttarsalnum og að hann hefði sannanir fyrir brjálæðis- legri hegðun hennar. „Paul eyddi milljónum í Mills en hún kunni aldrei að meta það. Hún var eins og Andy í Little Britain sem vill alltaf meira og meira. Ef hann sagði nei þá brjálaðist hún.“ Starfsfólk McCartneys ber Mills ekki vel söguna og segir meðal annars frá tómatsósu-bardaga sem fyr- irsætan hóf og lauk með glæsibrag. „Hún var kölluð Ísdrottningin þegar enginn heyrði til. Mills leit á okkur sem þræla,“ segir heim- ildarmaður blaðsins. McCartney fer í hart við Heather Mills MCCARTNEY OG MILLS Fjölmiðl- ar í Bretlandi hafa tekið málstað McCartneys í rimmu hans við Mills og keppast nú um að birta vondar fréttir af fyrirsætunni. Ástralski söngfuglinn Kylie Min- ogue hreifst svo af söngvaranum Boy George á nýlegum endur- komutónleikum kappans að hún hefur ákveðið að syngja með honum dúett. Nýjasta lag Boy George nefnist Time Machine og hefur það vakið mikla athygli. Ástæðan fyrir þessari ákvörð- un Minogue er einnig sú að Boy George var fyrsti söngvarinn sem hún sá syngja á tónleikum og því má segja að hann sé eins konar áhrifavaldur söngfuglsins. Í samstarf með Boy George KYLIE MINOGUE Vill syngja dúett með Boy George. Nylon-flokkurinn gaf út sína aðra smáskífu í Bret- landi í gær þegar lögin Closer og Sweet Dreams komu út á svokallaðri tvöfaldri a-smáskífu. Nýhafnar hval- veiðar Íslendinga gætu hins vegar sett smá strik í reikninginn enda segir Einar Bárðarson, umboðs- maður hljómsveitarinnar, að Bretar séu brjálaðir yfir þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið er fjallað um þetta hérna, öll blöð eru með þetta á forsíðunni sinni og nú þykir ekki lengur „cool“ að vera frá Íslandi heldur „cruel“.“ Einar segir jafnframt að starfsfólkið hjá plötu- fyrirtækinu sem gefur Nylon út hafi velt því fyrir sér hvort ekki ætti að taka út allt sem tengdi sveitina við Ísland. „Þessar hvalveiðar hjálpa ekki til og plötu- fyrirtækið vill reyna að minnka áhrif landsins, jafnvel að taka út orð eins og Icelandic af plötuumslaginu,“ útskýrir Einar og bætir því við að Nylon-stelpurnar séu þekktir dýra- vinir en segir þau ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um hvort sveitin eigi að lýsa opinberlega yfir andúð sinni á hvalveiðum landa sinna. „Ef stelpurnar eru spurðar hvort þær séu á móti hvalveiðum svara þær því en ég veit að þær eru allar á móti þeim þannig að þetta er ekkert vandamál.“ - fgg Hvalveiðar skemma fyrir Nylon NYLON Hvalveiðar Íslendinga gætu sett strik í reikninginn hjá þeim en í gær kom smá- skífan Closer út í Bretlandi. HVALVEIÐAR Hafa vakið mikla athygli í Bretlandi og eru þar- lendir fjölmiðlar harðorðir í garð Íslendinga. Tískuvöruverslunin Kronkron er orðin tveggja ára gömul og í til- efni af því var á laugardag haldið allsherjar partí í húsakynnum búðarinnar, sem er á horni Lauga- vegs og Vitastígs. Margmenni var mætt til að fagna þessum viðburði enda búðin búin að njóta mikilla vinsælda síðan hún byrjaði og var meðal annars valin en af sjö flott- ustu búðum í heimi af tískuritinu Eurowoman á dögunum. Listakonan Hulda Rós var með sýningu á innsetningu sinni og gjörningarhópurinn Deja-Deja- Deja Vu framdi gjörninga fyrir gesti og gangandi. - áp Tveggja ára afmæli Kron Kron fagnað STOLTIR EIGENDUR Skötuhjúin Hugrún og Magni voru ánægð með búðina sína og eru hér með verslunarstjóranum Stefáni Svan. GJÖRNINGUR Hópurinn Deja-Deja-Deja Vu lék listir sínar fyrir gesti. Hann saman- stendur af krökkunum Angelica Biddle, Ásgrími Má Friðriksyni, Bac Stupac, Malcom Stupak og Ýr Þrastardóttur. ÞÆGILEGT Eik og Hildigunnur komu sér vel fyrir meðal fallegs fatnaðar í búðinni. HRESS Tónlistarmaðurinn Valgeir Sigurðs- son og Elsa María Blöndal voru glöð í bragði í afmælinu. MEÐ BROS Á VÖR Egill Snæbjörnsson og Ólöf Arnalds heiðruðu Kronkron með nærveru sinni. LISTAKONAN Hulda Spiderspoon og Zachary Fabri stilltu sér upp fyrir ljós- myndarann en Hulda var einmitt með listasýningu í Kronkron. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR T.R. Knight, sem leikur í lækna- þættinum Gray´s Anatomy, er kom- inn út úr skápn- um. Orðómur um að hinn 33 ára Knight væri hommi hafði lengi verið á sveimi. Ákvað Knight að leysa frá skjóðunni í tímaritinu People. „Ég vil helst halda mínu einkalífi fjarri sviðsljósinu. Ég vona að sú stað- reynd að ég er samkynhneigður sé ekki það áhuga- verðasta við mig,“ sagði hann. Knight fer með hlutverk dr. George O´Malley í þættinum. Hann hefur einnig leikið í sjónvarpsþátt- unum CSI og Law & Order. Knight út úr skápnum T.R. KNIGHT Knight fer með hlutverk dr. George O´Malley í Grey´s Anatomy. MYND/AP Leikarinn Wesley Snipes, sem er eftirlýstur í Bandaríkjunum fyrir skattsvik, er staddur í Namibíu við tökur á nýrri kvikmynd, Gallow- walker. Hefur hann dvalið þar síðan í ágúst. Ekki er hægt að framselja Snipes frá Namibíu til Bandaríkj- anna og því gæti kappinn haft sig hægan enn um sinn. Er hann sakað- ur um að hafa svikist undan því að borga um 800 milljónir króna í skatt. Verði hann fund- inn sekur á hann yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Snipes í Namibíu WESLEY SNIPES Hasarmyndaleik- arinn er eftirlýstur af bandarískum stjórnvöldum. �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.