Fréttablaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 50
24. október 2006 ÞRIÐJUDAGUR26
menning@frettabladid.is
!
> Ekki missa af
Lady Sings the Blues með Diönu
Ross í Bæjarbíói í Hafnarfirði
í kvöld kl. 20 um ævi Billie
Holiday.
Fyrirlestri kl. 12:00 á Lögfræði-
torgi Háskólans á Akureyri. Ing-
vell Pleisner talar um hlutleysi
trúarbragðafræðslu sem deilt er
um víða um lönd. Hann verður í
stofu L201 í Sólborg.
Brottnámi úr kvennabúrinu
- aðeins tvær sýningar eftir,
föstudags- og laugardagskvöld.
Skemmtileg sýning með
glæsilegum umbúnaði og fínum
söng.
kl. 12.05
Fyrirlestur í röð Sagnfræðinga-
félags Íslands 24. október í sal
Þjóðminjasafnins við Suðurgötu.
Að þessu sinni er það Árni Daníel
Júlíusson sagnfræðingur sem
flytur erindið, sem hann kallar:
Getur sagnfræði hjálpað fólki að
grenna sig? Aðgangur er öllum
frjáls.
Ágúst Borgþór Sverrisson verður í aðalhlutverki
á skáldaspírukvöldi sem hefst á bóklofti Iðu í
Lækjargötu kl. 20.30 í kvöld.
Ágúst er einn fárra íslenskra rithöfunda
sem hafa tileinkað sér eingöngu ritun
smásagna.
Ágúst kom í gær frá Manchester þar sem
hann kom fram á bókmenntahátið og las
eina sögu sína, Fyrsti dagur fjórðu viku,
sem birtist í nýútkomnu safnriti evrópskra
smásagnahöfunda, Decapolis. Sagan birtist
þar ásamt tíu öðrum smásögum eftir jafnmarga
evrópska höfunda og bar titillinn First Day of the
Fourth Week í þýðingunni.
Upphaflega birtist Fyrsti dagur fjórðu
viku í smásagnasafninu Tvisvar
á ævinni sem forlagið
Skrudda gaf út árið 2004. Ágúst
Borgþór er að auki mikilvirkur
bloggari og ekki síður kunnur
af þeim vettvangi en fyrir
smásagnaritun. Hann vinnur
ennfremur við textagerð hjá
Íslensku auglýsingastofunni.
Skáldaspírukvöldið í
kvöld er það 68. í röðinni og
sem fyrr er það Benedikt S.
Lafleur, listamaður og sjósund-
kappi, sem hefur veg og vanda
af skipulagningu þeirra. Sem
fyrr er aðgangur ókeypis og
öllum opinn.
Ágúst Borgþór í Iðu í kvöld
ÁGÚST BORGÞÓR SVERRISSON
RITHÖFUNDUR
Hið virta listatímarit Art Review
birtir árlega lista yfir hundrað
áhrifamestu aðila í vestrænni
myndlist. Þykir val álitsgjafa
tímaritsins gefa nokkuð skýra
mynd af því hvað er á seyði í
myndlistarheiminum, safnarar,
söfn, safnstjórar og eigendur gall-
ería eru fyrirferðarmiklir á listan-
um. Helsta nýjung listans er nýr
aðili sem skipar neðsta sætið það
hundraðasta: Google en þar á bæ
hafa menn í hyggju að stofna undir-
vef um myndlist og líta margir til
þess með nokkurri tilhlökkun.
Myndlist er stöðugt að sækja á á
vefnum, sem hentar vel til kynn-
ingar og dreifingar á myndlist.
Í efsta sætinu var safnarinn
Francois Pinault, eigandi Gucci,
Christie´s-uppboðshússins, fót-
boltaliðsins Stade Rennais og vín-
framleiðandans Chateau Latour.
Pinault opnaði safn yfir verk
sín í Feneyjum í sumar en safnið
telur yfir tvöþúsund verk. Hafði
hann reyndar óskað eftir að reisa
safn við Signu við dræmar undir-
tektir og keypti því Grassi-höllina
í Feneyjum fyrir safnið.
Næstur honum á listanum er
Larry Gagosian höndlari, sem
rekur sölugallerí í fimm heims-
borgum. Þriðji er safnstjórinn á
Tate Modern.
Athygli vekur að enginn gagn-
rýnandi er á listanum en aðstand-
endur Fireze-tímaritsins og sölu-
messunnar eru komnir í 8. sæti
listans.
Ofarlega eru myndlistarmenn:
Jeff Koons hinn ameríski, Damien
Hirst hinn breski og Gerhard
Richter hinn þýski.
Athygli vekur að gestir okkar,
Francesca von Habsburg og Hans
Ulrich Obrist, eru í 39. og 46. sæti
en bæði hafa sýnt íslenskri mynd-
list áhuga.
Matthew Barney Bjarkarbóndi
er í 90. sæti en næstur honum er
Rem Koolhaas, ráðgjafi Reykja-
víkurborgar í Vatnsmýrarmálum.
Listinn endur-
speglar hugmynd-
ir Vesturlanda-
búa um
myndlist. Þar
eru fjarri
Asíumenn,
Suður-
Ameríka,
Afríka og
Eyjaálfa.
- pbb
100 áhrifamenn
FRANCESCA VON HABSBURG
SAFNARI OG STYRKTARGJAFI Þessi
vinkona Dorritar hefur komið hingað
nokkrum sinnum og sýnt einstaka
íslenskum myndlistarmönnum
áhuga.
HANS ULRICH OBRIST SÝNINGARSTJÓRI VIÐ
EITT ELSTA GALLERÍ LUNDÚNA SERPENTINE
GALLERY Hans hefur átt samstarf við Eiða-
stól Sigurjóns Sighvatssonar og vinnur að
röð heimildamynda með Ara Alexander.
Einn kunnasti karlakór
landsins, Fóstbræður, fagn-
ar um þessar mundir níutíu
ára afmæli. Kórinn var
stofnaður innan vébanda
Kristilegs félags ungra
manna - KFUM - árið 1911
undir nafninu Karlakór
KFUM.
Hann tók ekki að starfa reglulega
fyrr en haustið1916 þegar Jón
Halldórsson tók við stjórn hans. Í
tilefni af þessum tímamótum
efna Fóstbræður og Sinfóníu-
hljómsveit Íslands til afmælis-
tónleika í Háskólabíó á laugar-
dag, hinn 28. október. Árni
Harðarson, stjórnandi Fóst-
bræðra, mun þar leiða kór og
hljómsveit í efnisskrá sem er í
senn sígild og nýstárleg. Tónleik-
arnir hefjast kl. 17.00.
Á fyrri hluta tónleikanna
heiðra Fóstbræður og Sinfóníu-
hljómsveitin þann menningararf
og hefðir sem tónlist af þessu
tagi byggir á og þá hljómar
Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfs-
son ásamt verkum eftir Edvard
Grieg, Jón Ásgeirsson, Verdi og
George Gershwin. Einsöngvari
með kór og hljómsveit í þessum
hluta verður Bjarni Thor Krist-
insson bassasöngvari, sem gerir
það gott í Brottnáminu úr
kvennabúrinu í Íslensku óper-
unni um þessar mundir.
Þegar líður á efnisskrá laugar-
dags færumst við nær nútíman-
um og kórinn flytur lagaflokk
eftir Gustav Holst fyrir karlakór
og strengjasveit og frumflytur
glænýtt verk eftir Áskel Másson
sem hann samdi sérstaklega fyrir
Fóstbræður við kvæði úr ljóða-
flokki Hannesar Péturssonar,
Raddir á daghvörfum.
Í lok tónleika flytja Fóstbræð-
ur lag Bjarkar Guðmundsdóttur,
Army of Me, útsett fyrir karla-
kór og sinfóníuhljómsveit og tvö
lög úr smiðju Stuðmanna og mun
gleðisveitin sjálf stíga á svið með
kór og hljómsveit við þetta tæki-
færi. Haraldur V. Sveinbjörnsson
hefur útsett lög Bjarkar og Stuð-
manna fyrir kór og hljómsveit.
Karlakórinn Fóstbræður hefur
í 90 ár staðið í fremstu röð karla-
kóra á Íslandi og á Norðurlönd-
um og tekið virkan þátt í íslensku
tónlistarlífi allan tímann. Saga
kórsins er því samofin sögu tón-
listar á Íslandi á tuttugustu öld
og sögu íslenskrar þjóðar á leið
til sjálfstæðis og nútíma. Á
hátíðastundum í sögu Íslands
hefur Karlakórinn Fóstbræður
oftast verið virkur þátttakandi
og frumflutt sum þeirra verka
sem löngu eru orðin sígild í tón-
bókmenntum Íslendinga.
Árni Harðarson hefur stjórn-
að Fóstbræðrum í sextán ár og er
hann áttundi stjórnandi kórsins
frá upphafi. Hinir voru taldir í
tímaröð: Jón Halldórsson, Jón
Þórarinsson, Ragnar Björnsson,
Garðar Cortes, Jón Ásgeirsson
og Jónas Ingimundarson. - pbb
Fóstbræður eru níræðir
KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR FAGNAR NÍUTÍU ÁRA AFMÆLI Á LAUGARDAG Þar verða flutt verk frá löngum og farsælum ferli
þessa virta karlakórs.
Krakkarnir sem féllu fyrir rokk-
inu fyrir fimm áratugum hafa
verið að minnast þeirra daga með
tónleikahaldi og verið vel tekið.
Uppselt var á fyrstu endurminn-
ingatónleika þeirra svo nú verður
um miðja vikuna blásið aftur í
lúðra og slegnar trumbur. Sýning-
in „Rokk og ról í 50 ár“ verður
endurtekin vegna mikillar eftir-
spurnar. Að þessu sinni verður
hún haldin í Austurbæ eða gamla
Austurbæjarbíói, en svo skemmti-
lega vill til að flestir af söngvur-
unum sem koma fram í sýningunni
stigu þar sín fyrstu spor. Sýningin
verður miðvikudag og fimmtudag,
25. og 26. október og hefst klukkan
20.00. Þar stíga á svið með hljóm-
sveit úrvalsmanna þau Anna Vil-
hjálms, Bertha Biering, Mjöll
Hólm, Þorsteinn Eggertsson, Fjóla
Ólafsdóttir, Helena Eyjólfsdóttir,
Garðar Guðmundsson, Stefán í
Lúdó, Rúnar Guðjónsson, Ragnar
Bjarnasson, Einar Júlíusson og
Siggi Johnnie. - pbb
Rokkað og rólað í Austurbæ
RAGNAR BJARNASON SÖNGVARI
Hefur um langan aldur verið
fremstur í flokki þeirra sem hófust
upp með rokkbylgjunni.