Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 10
Bæjarráð Fjarða- byggðar hefur samþykkt að kaupa snjóframleiðsluvélar á skíðasvæðið í Oddsskarði. Smári Geirsson, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, segir snjófram- leiðsluútbúnaðinn kosta um 5–6 milljónir og áætlaður rekstrar- kostnaður er á bilinu 500–700 þúsund krónur á ári. Lítill snjór hefur verið á svæðinu undanfarin ár sem er ástæða þess að ráðist er í kaup á snjóframleiðslutækjum. Smári reiknar með að búnaður- inn verði notaður við byrjenda- lyftuna en með honum verður hægt að framleiða um 10–15.000 rúmmetra af snjó. Kaupa tæki til snjóframleiðslu Teiknimyndahöfundur frá Marokkó, Abdollah Derkaoui að nafni, bar sigur úr býtum í teikni- myndasamkeppni sem efnt var til í Íran nú í sumar. Frá úrslitunum var skýrt í gær, en viðfangsefni keppninnar var helförin. „Hvar liggja mörk vestræns tjáningarfrelsis?“ var yfirskrift keppninnar, en þema hennar var önnur spurning: „Hvers vegna skyldu Palestínumenn gjalda fyrir söguna af helförinni?“ Myndir í keppnina bárust frá fjölmörgum löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Ítalíu, Frakklandi og Brasilíu. Margar af myndunum sýna gyðinga misnota hörmungar- sögu helfararinnar til þess að kúga Palestínumenn, jafnvel með sam- bærilegum hætti og þýskir nasist- ar böðluðust á gyðingum á sínum tíma. Mörgum þykir með því harla lítið gert úr alvöru helfararinnar, ekki síst í ljósi þess að ráðamenn í Íran hafa áður látið í ljósi efa- semdir sínar um að helförin hafi nokkru sinni átt sér stað. „Írönsk stjórnvöld hafa því miður gengið til liðs við hinn klám- fengna kór afneitara helfararinn- ar,“ hafði til dæmis AP-fréttastof- an eftir Mark Regev, talsmanni utanríkisráðuneytisins í Ísrael. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti einnig yfir óánægju sinni með samkeppn- ina þegar hann var á ferð í Íran nú í september. Reyna á þolmörk Vesturlanda Hágæða ræstivörur fyrir nútíma ræstingu Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Brimnes - Nesbakki - Skipavík - Litabúðin - SR bygingavörur - Byggt og búið - Litaver - Rými - Núpur - Áfangar Keflavík - Pottar og prik (Daggir) Akureyri - Takk hreinlæti Heilsöludreifing: Ræstivörur ehf - Stangarhyl 4 - 110 Reykjavík - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is Réttu hjálparhönd Félagsþjónusta Kópavogs óskar eftir að ráða fólk í heimaþjónustu. Fjölbreytt og gefandi starf með sveigjanlegum vinnutíma. Heilsdags- og hlutastörf. Kynntu þér kjörin, þau koma á óvart! Nánari upplýsingar veita þjónustustjórar heimaþjónustunnar í síma 570 1400. www.kopavogur.is Meginmarkmið Félagsþjónustu Kópavogs er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi Kópavogsbúa á öllum aldri svo þeir fái tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu. Slysavarnafélagið Landsbjörg mun um komandi helgi standa að fjáröflun um allt land til styrktar uppbyggingar- starfi félagsins. Jón Ingi Sigvalda- son, markaðs- og sölustjóri Lands- bjargar, segir að farin verði ný leið í fjáröfluninni í ár. „Við erum að fara að selja lítinn neyðarkall á 1.000 krónur stykkið. Hugmynd- in er fengin frá systursamtök- um okkar í Bretlandi, bresku sjóbjörgunarsamtökunum. Þeir hafa verið með svona fígúrur sem þeir hafa verið að selja í gegnum árin. Við höfum verið að selja merki í gegnum tíðina og vorum að velta því fyrir okkur að gera slíkt aftur. En okkur fannst þetta alveg stórsnið- ug hugmynd hjá þeim í Bret- landi og fengum hana því að láni.“ Hann segir að svona söfn- un hafi mikla þýðingu fyrir Landsbjörg og vera mjög mikilvægt fyrir rekstur björgun- arsveita félagsins sem sé afar dýr. „Nánast allt okkar fé er fengið með frjálsum fjárframlögum. Við lifum á flugeldasölu og svona söfnunum. Allir sem eru í björg- unarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru sjálfboðaliðar. Þeir eru tilbúnir til að fara út og bjarga hverjum sem er hvenær sem er. Það er aldrei spurt um hver sé týndur. Við þurfum einfaldlega á þessu fé að halda til að starfrækja sveitirnar okkar og halda þeim gang- andi.“ Meðal þess sem pen- ingarnir sem safnast renna til er Björgunar- skóli Slysavarnafélagsins. „Björgunarskólinn er far- andsskóli og heldur yfir 250 námskeið á ári víðs vegar um landið. Það skiptir engu máli hvort sveitin er lítil eða stór, það er farið með þessi námskeið út um allt. Það er mjög mikilvægt enda eru skólarnir okkar að mennta menn sem síðar geta bjargað mörgum.“ Sala neyðarkallanna mun hefj- ast í dag klukkan 17 og standa yfir helgina og mun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, af því tilefni selja fyrsta neyðarkallinn í Smáralindinni. Gengið verður í hús úti á landi en að sögn Jóns Inga verður sá háttur ekki hafður á höfuðborgarsvæðinu. „Þar mun sölufólk standa við verslunarmið- stöðvar og í raun alls staðar þar sem fólk kemur saman. Undirtekt- irnar hafa líka verið mjög góðar þótt við séum ekki byrjuð að selja. Fólk er farið að hringja og spyrja hvar það geti fengið kallana. Það er líka mjög gott að vera með neyðarkall í vasanum. Maður veit aldrei hvenær maður þarf á honum að halda. Ég reikna með því að neyðarkallinn sé kominn til að vera.“ Landsbjörg aflar fjár með neyðarkalli Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur í dag sölu á svokölluðum neyðarkalli. Hann verður seldur um helgina í fjáröflun Landsbjargar til styrktar starfsemi sinni. Fjáröflunin hefur mikla þýðingu fyrir starfsemina segir Landsbjörg. Rúmlega tvítugur maður var á mánudag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykja- ness fyrir brot á fíkniefna-, tolla- og vopnalögum. Hann hafði verið handtekinn fjórum sinnum á rúmlega þremur mánuðum í kringum síðustu áramót. Hann gekkst að mestu við brotum sínum og fullyrti að hann hefði látið af neyslu fíkniefna. Því þótti við hæfi að skilorðsbinda dóminn. Fíkniefnasali dæmdur Erlendum félagsmönn- um í Verkalýðsfélagi Akraness hefur fjölgað gífurlega að undanförnu. Þeir eru nú um 200 talsins eða um níu prósent af fullgildum félagsmönnum. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfé- lagsins. Langflestir af erlendu starfsmönnunum koma frá Póllandi, eða um 120 manns. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að sennilega séu fleiri erlendir menn að starfa á félagssvæðinu en þeir séu bara ekki tilkynntir til Vinnumálastofnunar og því ekki vitað um þá. Útlendingum fjölgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.