Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 44
Hvernig kom þetta blað til? Reynir tekur af skarið og svarar fyrir hönd þeirra feðga. „Við vorum náttúrulega á Mannlífi saman. Síðan kemur það upp að Baugur vill stofna tímaritaútgáfu. Ég var hugsi í upphafi en ákvað svo að taka slaginn. Eftir að ég tók þá ákvörðun tók það við að fá þennan mann með mér,“ segir Reynir og nikkar í átt að syni sínum. „Mér fannst það mikilvægt til þess að geta gert gott tímarit að hafa tvær kynslóðir til þess að auka við breidd blaðsins. En þó við þekkjumst vel þá var það enginn vafi að það yrði erfitt að fá hann. Og það var mjög erfitt. Erfiðasta ráðningin af öllum. Því að hann er kröfuharður.“ Hvað var svona erfitt við þessa ákvörðun Jón Trausti? Var þetta ekki borðleggjandi? „Ég var náttúrulega þarna á Fróða með hinum föður mínum, Mikael Torfasyni. Ég var búinn að vinna lengi með honum og þekkti hann ágætlega. Þetta var því spurning um hvort maður ætti að vera áfram á Mannlíf og vera í samkeppni við pabba. Ég neita því ekki að það kitlaði mjög mikið.“ Reynir grípur fram í: „En það hefði gert okkar stöðu erfiða í jólaboðum og þannig. Verandi í harðri samkeppni. Auk þess sem ég var handviss um að Ísafold myndi sigra. Manni er eins og gefur að skilja ekkert sérlega vel við að berjast við sína nánustu.“ En af hverju voruð þið ekki bara áfram á Mannlífi? „Hugsunarhátturinn í þessu fyrirtæki er allur annar. Það er meiri breidd í pennum. Meiri breidd í efninu. Hugmyndafræðin sem var að ryðja sér til rúms í Fróða heitnum var sú að það gæti hver sem er skrifað. Það átti bara að nota manninn í næsta herbergi og láta hann skrifa og framleiða síðan nógu djöfulli mikið sjálfur. Þannig átti að rusla blaðinu af. Mín hugmyndafræði er að fá nógu fjölbreytta penna. Penna sem hafa aðra sýn en til dæmis ég og Jón Trausti. Breiddin er nauðsynleg. Og það verður ekki sparað í þeim efnum. Þannig búum við til blað sem höfðar til nægilega margra, bæði karla og kvenna.“ Jón Trausti bætir við: „Það var verið að draga saman hjá Fróða í öllum útgjöldum. Fyrirtækið var nýbúið að ganga í gegnum gjaldþrot. Það er mjög erfitt að framleiða gæðavöru í þannig umhverfi.“ En Reynir, hafði þetta ekkert með Mikael Torfason að gera? „Andstaða mín var ekki við Mikael. Ég kann mjög vel við hann persónulega og fannst gott að vinna með honum á DV. Ég þekki vankanta hans. Hann á til dæmis mjög erfitt með að fóta sig á brúninni. Svo vill hann líka stjórna öllu því sem hann kemur nálægt. Fljótlega eftir að hann kom til Fróða þurfti ég mjög oft að minna á að ég væri ritstjóri Mannlífs. Ég vildi ekki að það væri einhver yfirritstjóri sem væri að segja mér hvað ég ætti að gera og hvernig blaðið mitt ætti að vera. Og það var það sem leiddi til þess að ég fór og ákvað að taka þennan slag.“ Hvernig byrjuðuð þið í blaða- mennsku? „Ég var sjómaður, stýrimaður og skipstjóri í mörg ár og bjó á Flateyri. En mér hundleiddist á sjónum. Get ekki hugsað eins og þorskur. Þetta var starf sem mér leiddist en var samt í. Síðan kemur það upp að mér er boðið að vera fréttaritari DV á Vestfjörðum. Það þótti reyndar fáránlegt að ég tæki að mér þetta starf. En eftir að móðir mín sem hafði sinnt þessu starfi fór á taugum eftir að hún tók viðtal við mann sem var næstum því drukknaður gat ég ekki sagt nei. Þetta átti nú ekki að vera hægt því ég var alltaf úti á sjó nokkra vikur í senn. En ég gerði þetta samt. Í þorpinu gerist ekki mikið. En fréttaritarastarfið var lærdóms- ríkt. Þetta var eins og að vera sendur út í eyðimörk og látinn lifa af. Ég þurfti að finna fréttirnar sjálfur. Fyrsta fréttin sem ég skrifaði var um nýjan veg sem lagður var að Flateyri. Flateyringarnir voru sáttir við þetta. Hrópuðu hallelúja og dýrð sé fréttaritaranum. En síðan kom næsta frétt. Hún var um að leikskólinn í plássinu hefði verið kærður til barnaverndaryfirvalda. Og það var frétt sem fólki fannst að ætti ekkert að skrifa. Þá var Jón Trausti á leikskólanum og móðir hans að vinna þar sem fóstra. Og ég tók viðtal við konuna mína um þessi ósköp. Ég tók snemma þá afstöðu að ég vildi ekki skrifa fréttir um að það væri búið að kveikja og slökkva á jólatrjám. Ég vildi skrifa fréttir sem höfðu einhverja þýðingu. Og fékk litlar vinsældir í þorpinu fyrir. Ég skrifaði samt það sem mér sýndist. Var engum háður og þurfti ekki að spyrja neinn um leyfi. Á endanum fóru menn bara að taka þessu eins og norðaustanáttinni, að það kæmu reglulega einhverjar skandalfréttir úr plássinu í DV.“ Þetta þýðir að þú ert blaðamaður í þriðju kynslóð, Jón Trausti? „Já. Það er í raun sama sagan með mig og föður minn, skipper- inn, nema í smækkaðri mynd. Ég var búinn að vera fimm sumur á sjónum, meðal annars á loðnuveið- um hjá Alla ríka. Þetta var síðan bara eins og gengur og gerist. Í lok eins sumarsins vantaði einhvern á DV og ég leysti af í viku. Náði tveimur forsíðum og stuttu síðar var ég farinn að vinna þar í fullu starfi.“ Hvert ætlið þið með þetta nýja blað? „Til tunglsins,“ svarar Jón Trausti og rifjar upp frétt máli sínu til stuðnings. „Það birtist eitt sinn frétt um að Fréttablaðið væri komið til tunglsins. Þar var átt við að prentað hefði verið svo mikið af blaðinu að það næði alla leið þangað. Ætli við stefnum ekki bara að því.“ Reynir svarar spurningunni af meiri alvöru. „Við vonum bara að Ísafold sé komið til að vera og það sem komið er lofar góðu en það er mjög varhugavert að sofna á verðinum , verða kæru- laus og hugsa að þetta sé komið.“ Þeir lýsa sambandi sínu utan vinnu svipuðu og á skrifstofunni og segjast ekki eiga margt annað sam- eiginlegt en vinnuna. „Ég er til dæmis ekki boðinn í afmælið hans, nema þá bara í gamalmenna hlutann,“ segir Reynir og þeir hlæja. „Flest fjölskylduboð fara í fjölmiðla- umræðu,“ segir Jón Trausti og Reynir bætir við. „Við erum eiginlega alveg óþolandi í fjölskyldu- boðum en nú er verið að vinna í þeim málum.“ Samstarf þeirra hefur gengið vel og grundvallaratriðið í þessari góðu sam- vinnu er einfalt að mati Reynis. „Við vinnum saman eins og tveir óskyldir einstaklingar þar sem ríkir fullkomið jafnvægi. Okkur hefur komið ágætlega saman alveg frá því hann fékk vit í kollinn. Það var reyndar svolítið sárt þegar hann tók Michael Jackson fram yfir Stuð- menn þegar hann var tíu ára.“ „ÉG VILDI EKKI AÐ ÞAÐ VÆRI EINHVER YFIR- RITSTJÓRI SEM VÆRI AÐ SEGJA MÉR HVAÐ ÉG ÆTTI AÐ GERA OG HVERNIG BLAÐIÐ MITT ÆTTI AÐ VERA.“ Fréttahaukurinn Reynir Traustason og sonur hans Jón Trausti Reynisson eru mennirnir á bak við Ísa- fold, nýjustu viðbótina á hinum íslenska tímarita- markaði. Feðgarnir eru engir nýgræðingar í faginu og segja Sirkus frá draumum sínum um nýja tímaritið, brotthvarfinu af Mannlífi og áskoruninni sem felst í því að vinna svona náið saman. FJÖLMIÐLAFEÐGARNIR FRÁ FLATEYRI Erum óþolandi í fjölskylduboðum SIRKUSMYND: HEIÐA SIRKUS03.11.06 8 viðtalið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.