Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 52
stelpubögg með Siggu Dögg F jórum skotum seinna styðjum við hvort annað heim af barnum. Rétt áður en þú stingur lyklinum í skráargatið kemur tilkynningin: ,,Ég ætla sko ekki að sofa hjá þér.“ Þú ypptir öxlum og býður mér inn. Við kúrum og kelum, svo segi ég ,,stopp, hingað og ekki lengra, nú förum við að sofa“. Ég fagna sjálfsaganum í hljóði og hugsa ,,nú hef ég áunnið mér virðingu hans og stefnumót í vikunni“. Það er, ef ég er skotin í viðkomandi. Svo eru ,,kúrin“ þegar ég er einmana og nenni ekki að fara ein heim en er ekki skotin í piltinum. Gæti verið að þessi tvöföldu skilaboð setji okkur jafnfætis strákunum og færi völdin yfir til okkar; hafa stelpur nú fundið leið til að ,,kúra“ eins og strákar án þess að kallast ,,druslur“? Þ etta er eitt stórt samsæri; heim saman og ,,kúra“ . Helgi eftir helgi, strákur eftir strák. Mér finnst smá druslulykt af málinu. Einu sinni þá kölluðust þær sem höfðu kynferðismök við fjöldann allan af karlmönnum, ,,druslur“. Við teljum okkur hafa fundið glufu í neðan- málsgrein skilgreiningarinnar, ef það er ekkert ,,inn-út-inn-inn-út“ þá sneiðum við hjá stimplinum en fáum samt að kúra í karlmanns- faðmi. N ýyrðið ,,tilfinningaleg drusla“ er því vel við hæfi. Í kúri er ekki gengið alla leið, það er bara kelað utan yfir nærfötin. Það þykir meira smart að ,,kúra“ og svo vikuna á eftir að daðra á msn og myspace. Sumum erum við skotnar í og öðrum er gott að halda heitum fyrir köld vetrarkvöld. Það er ekkert annað en ,,drusluháttur“ að hræra í tilfinningum og kenndum um borg og bæ, hvort sem þú ert strákur eða stelpa. Það gæti talist jafnrétti að stelpur hagi sér ,,eins og strákar“ í tilhugalífinu en forsendurnar eru ekki þær sömu og því gengur það ekki upp. E f strákur tilkynnir að hann ,,ætli ekki að sofa hjá þér“ þá er harla ólíklegt að hann ávinni sér virðingu. Nær væri að þetta yrði túlkað sem áskorun eða í besta falli sem persónuleg móðgun og merki um lítinn áhuga. Strákur sem fer heim með stelpu af djamminu getur því ekki ,,kúrað“, það er ekki í boði. Það er ágætt að hafa á bakvið eyrað að strákar virðast hvort sem er vera teflon húðaðir fyrir stimplin- um ,,drusla“. D rusla“ er hegðun en ekki persónuleikaeinkenni. Mér finnst að við ættum að hætta að haga okkur eins og ,,tilfinningalegar druslur“ og fara einar heim ef planið er ekki að svara kalli kynhvatarinnar. Ef áhugi er til staðar og von um ,,eitthvað meira“ þá ætla ég að gefa honum númerið mitt, kyssa hann á kinnina og halda svo alein mína leið; við ,,kúrum“ kannski eftir fyrsta stefnumótið ... Tilfinningaleg drusla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.