Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 42
SIRKUS03.11.06 6 Ef það er einhver sem hefur hrist aðeins upp í heimsbyggðinni upp á síðkastið er það karakterinn Borat. Í kvöld verður kvikmynd með þessum óborganlega karakter frumsýnd í bíóhúsum landsins. Það er grínistinn Sacha Baron Cohen sem leikur Borat en hann sló fyrst í gegn sem Ali G. Sirkus tékkaði aðeins á Borat svona rétt fyrir frumsýningu. Er myndinni BORAT ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ólíka menningarheima eða er hún bara snarklikkuð heimildarmynd? „Ég veit ekki hvaðan þú færð þá flugu í kollinn að þetta sé „snarklikkuð heimildarmynd“. Hún var opnuð í öllum sjö bíósölum í Kasakstan og varð samstundis metsölu- mynd. Tók toppsætið af King Kong sem hefur verið vinsælasta myndin í Kasakstan síðan hún kom út árið 1934.“ Í myndinni þinni ferðu til Bandaríkjanna til þess að læra um bandaríska menningu. Hvað kom þér mest á óvart? „Það er margt skrýtið í bandarískri menningu. Það kom mér sérstaklega á óvart að konur í landinu hafa réttindi til þess að stýra ökutækjum. Þetta gæti aldrei gerst í Kasakstan, það yrði allt of hættulegt. Við segjum stundum að leyfa konu að keyra bíl sé eins og að leyfa apa að fljúga flugvél.“ Af hverju ákvaðst þú að gera þessa mynd? „Ráðuneyti upplýsingamála í Kasakstan sýndi mér þann mikla heiður að biðja mig að gera þessa heimildarmynd. Upphaflega var mér ætlað að fara til Evrópu en ég fékk ekki vegabréfsáritun vegna smávægilegs misskilnings sem tengdist kynferðisofbeldi. Það mál hefur nú verið leyst eftir að ég sannaði að hesturinn var orðinn sjö vetra. Tilgangurinn með myndinni er að fræða fólk í Kasakstan og um leið bæta lífsskilyrðin þar. Nútímavæða landið. Það tókst og státar Kasakstan nú af afbragðs heilbrigðiskerfi, ágætis vegakerfi og lægsta atvinnu- leysi barna undir ellefu ára í allri Mið-Asíu.“ Hvers konar fólk vonast þú til að komi og sjái myndina þína? „Ég vona að sem flestir komi. Það er eitthvað fyrir alla í myndinni. Rökræður um stjórnmál fyrir hina fullorðnu. Tónlist með Korki Butchek fyrir unglingana og fullt af bröndurum um gyðinga fyrir litlu börnin.“ Var eitthvað í menningu þíns lands sem kom við kaunin á Kananum? „Nei. Bandarísk menning er í rauninni mjög lík okkar menningu. Kasakstan er orðin mjög nútímavædd þjóð. Sérstaklega eftir að jafnréttislögin voru samþykkt nýlega.Til dæmis var fyrir skömmu opnað heimili fyrir þroskahefta í borginni Almaty. Þar getur „skrýtna fólkið“ búið. Á heimilinu eru rúmlega 330 búr fyrir heimilisfólkið að búa í og sérstakt sýningarsvæði þar sem fólk getur staðið og fylgst með þeim. Það kostar tíu tenge. Fyrir fimmtán tenge getur þú fengið að kasta kartöflum í fólkið. Það er allt í lagi. Þeim er alveg sama.“ Hvað með bandarískar konur? „Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á bandarískum konum þar sem ég hef ennþá ekki keypt mér neina.“ Gulu sundfötin þín hafa vakið mikla athygli. Eru þau jafn óþægileg og þau líta út fyrir að vera? „Þau voru einu sinni soldið óþægileg. Það var þegar ég klæddist þeim daginn eftir að hafa borðað 28 ostborgara og endaþarmur- inn minn var jafn slappur og munnurinn á þreyttum hundi.“ Segðu okkur af hverju við ættum að ferðast til Kasakstan? „Þetta er yndislegt land og alveg jafn nútíma- legt og hvert annað land. Ég mæli sérstaklega með nýrri ferðamannaparadís sem heitir Astana Funworld. Þar er að finna lúxus búr fyrir eiginkonurnar og risahlaðborð af vændiskonum frá Tadjikistan fyrir karlana. Börnin geta á meðan veitt hunda, íkorna og sígauna.“ Verður þetta eina myndin sem Borat kemur fyrir í? „Upplýsingaráðuneyti Kasakstans hefur tjáð mér að verði þessi mynd ekki vinsæl verði það ekki bara endirinn á mínum ferli, heldur á lífi mínu. Ég verð tekinn af lífi.“ HINN EINI SANNI BORAT Í MÖGNUÐU EINKAVIÐTALI VIÐ SIRKUS Verður tekinn af lífi ef myndin floppar „FYRIR FIMMTÁN TENGE GETUR ÞÚ FENGIÐ AÐ KASTA KARTÖFLUM Í FÓLKIÐ. ÞAÐ ER ALLT Í LAGI. ÞEIM ER ALVEG SAMA.“ Fréttamaðurinn Borat Mælir sérstaklega með fjölskylduferðum til Kasakstan. „Ég er alveg himinlifandi,“ segir Bríet Sunna Valdemarsdóttir um nýju plötuna sína Bara ef þú kemur með. Platan er að sögn Bríetar hugarfóstur umboðs- mannsins Einars Bárðarsonar. „Hann var búinn að finna nokkur lög sem má segja að séu með svona kántrí ívafi. Það eina sem vantaði var bara að finna söngkonu til að flytja lögin. Og ég varð fyrir valinu.“ Bríet Sunna vakti fyrst athygli á sér með frábærri frammistöðu og óviðjafnanlegri útgeislun í Idol keppninni. Hún segist nú finna fyrir pressunni sem fylgi því að standa á eigin fótum í skugga keppn- innar. „Ég er ógeðslega stressuð og vona svo heitt að plötunni gangi vel því að ég er ofboðslega ánægð með hana. Maður losnar náttúrulega aldrei alveg undan Idolinu en það er líka allt í lagi. Það var Idolið sem kom mér á framfæri og fyrir það er ég þakklát.“ Bríet hefur undanfarið verið á fullu að koma fram og kynna plötuna sína. „Það hefur verið rosalega gaman. Ég losna samt aldrei við sviðsskrekkinn. Ég skil það ekki. Ég reyni bara að harka þetta af mér og skemmta mér. Stundum slæ ég á létta strengi. Á karlakvöldi nýlega breytti ég til dæmis texta lagsins Ljóshærð og lagleg í ljóshærð og lögleg. Það var svona í tilefni þess að ég er nýorðin átján,“ segir Bríet og hlær. Talandi um það. Ertu ennþá einhleyp? Já. Laus og liðug. Hvernig stendur á því? Ég er bara ennþá að leita að hinum rétta. BRÍET SUNNA ER ENNÞÁ AÐ LEITA AÐ DRAUMAPRINSINUM Ég er ljóshærð og lögleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.