Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 2
Angist og gleði bernskunnar edda.is Jón Gnarr: Indjáninn - skálduð ævisaga Franska ríkisstjórnin hefur ákveðið að aflétta leynd af skjölum um þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994, eftir að franski herinn var kærður fyrir að taka þátt í þeim. Þetta kom fram á fréttavef BBC í gær. Verða 105 skjöl send til dómara, sem ætlað er að rann- saka þessar ásakanir fjögurra manna sem lifðu ofbeldið af. Um 800.000 manns voru myrtir á 100 dögum í ofbeldisöldunni sem öfgasinnaðir hútú-menn beindu gegn tútsum og hófsömum hútúum. Segja hinir eftirlifandi að franskir hermenn hafi nauðgað og myrt fólk, sem og hleypt morðingjum inn í flóttamanna- búðir. Leynd aflétt af Rúandaskjölum Ríkir karlaveldi innan nem- endafélaga framhaldsskól- anna? „Það hefur náðst pólit- ísk sátt um meginlínurnar,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, um fjölmiðla- frumvarpið sem menntamálaráð- herra mælti fyrir á Alþingi í gær. Kolbrún segir pólitísk átök að baki, þau hafi farið fram innan nefndarinnar sem vann skýrslu um fjölmiðla en frumvarpið er byggt á henni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að náðst hafi þokkaleg niður- staða í málinu og að mikilvæg ákvæði um dreifiveitur og gagn- sæi í eignarhaldi séu í frumvarp- inu. Hún segir skorður við eignar- haldi sanngjarnar og telur ekki að brjóta þurfi fjölmiðlafyrirtækin upp. „Auðvitað má deila um hvert hlutfallið eigi að vera en ég tel að meðalhófs sé gætt og að fjölmiðla- fyrirtækin geti lifað við þetta.“ Þótt Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sé sammála meginlínunum útilok- ar hann ekki, frekar en Kolbrún og Ingibjörg Sólrún, að frumvarp- ið kunni ekki að breytast í meðför- um menntamálanefndar. Hann segir að tiltölulega einfalt hafi verið að ná sátt í fjölmiðlanefnd- inni og að ríkisstjórnin hefði betur stýrt málinu í slíkan farveg haust- ið 2003. „Þá hefði samfélagið sloppið við þessa tilgangslausustu umræðu sem farið hefur fram á Íslandi,“ segir Magnús Þór og á þar við átökin um fjölmiðlalögin hin fyrstu 2004. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir menntamálaráðherra segir sáttina í raun meiri en hún hafi búist við og sjáist það ekki síst á því að meirihluti umræðunnar á þingi í gær snerist um gamla frumvarpið og Ríkisútvarpið. „Þetta er mjög viðkvæmt mál sem leiddi til stjórnskipulegrar krísu á sínum tíma en nú er það komið í nýjan farveg,“ segir Þorgerður Katrín. Um áhrif eignarhluta- ákvæðisins á fjölmiðlafyrirtækin segir Þorgerður að þau verði að laga sig að því. „Stór eigandi að fjölmiðlum lagði til að eignarhald- ið miðaðist við 25 prósent og það er það sem við erum að ræða um.“ Í ræðu sinni staldraði Ingibjörg Sólrún við frumvarpið frá 2004 og sagði himin og haf skilja það og nýja frumvarpið. „Það er ekki hægt að líta öðru vísi á en að menn hafi verið að reyna að brjóta niður 365 fjölmiðla. Þetta var aðför.“ Sátt um meginefni fjölmiðlafrumvarps Stjórnarandstaðan er hlynnt nýju frumvarpi um fjölmiðla. Í því er kveðið á um að enginn megi eiga meira en fjórðungshlut í fjölmiðli með ráðandi stöðu. Menntamálaráðherra segir fjölmiðlafyrirtækin þurfa að laga sig að því. Ráðamenn ríkisrek- ins gasfyrirtækis í Rússlandi, Gazprom, tilkynntu í gær að þeir myndu meira en tvöfalda verð á gasi sem þeir selja til nágrannarík- isins, Georgíu. Utanríkisráðherra Georgíu, Bela Bezhuashvili, tilkynnti á blaðamannafundi að hann hefði þó fengið loforð um að Rússar myndu ekki loka á gasflutning til landsins, líkt og þeir gerðu við Úkraínu fyrr á þessu ári. Samskiptin milli Georgíu og Rússlands hafa verið afar stirð undanfarið, og bætir þessi ákvörðun líklega ekki ástand- ið. Georgíumenn borgi tvöfalt „Umfjöllun blaðsins er í raun ekki svaraverð“, segir Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, um skrif Ekstra blaðsins um íslenskt viðskiptalíf að undanförnu. Hreiðar segir að umsvif Íslendinga í Danmörku séu orðin veruleg og hafi aukist mjög á stuttum tíma. „Það er líklega þessi snögga framganga sem veldur þessu“, ályktar Hreiðar. Hreiðar telur að skrif Ekstra blaðsins muni ekki hafa neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækisins í Danmörku eða annars staðar. „Það var fyrirsögn hjá TV2 þar sem þessu var líkt við storm í vatnsglasi. Það er kannski besta lýsingin.“ Umfjöllunin ekki svaraverð Tveimur mönnum sem eiga á annan tug hrossa á jörð í Dalabyggð hefur verið gert að bæta fóðrun hrossa sinna þar sem búfjáreftirlitsmaður og héraðs- dýralæknir telja hana með öllu óviðunandi. Í bréfi til sveitar- stjóra segja þeir hrossin hafa verið orðin ansi aflögð og „sér- staklega voru trippi í hópnum orðin horuð“. Sveitarstjóri hefur gefið eigendum frest fram á mánu- dag til úrbóta. Eigendur hrossanna, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæð- inu, hafa ekki farið að lögum um búfjárhald, að sögn Gunnólfs Lár- ussonar sveitarstjóra. Samkvæmt þeim þarf að vera með skipaðan tilsjónarmann með eyðijörðum, sem sveitarstjórn hefur sam- þykkt, til að halda búfé á þeim. Sveitarstjórn hefur farið þess á leit við jarðeigendurna en þeir hafa ekki orðið við þeim tilmæl- um. Auk holdafars hrossanna bentu búfjáreftirlitsmaður og héraðs- dýralæknir á að þau þyrftu að hafa sómasamlegt fóður og húsa- skjól í vetur, en hvorugt mun fyrir hendi nú. Ella verði hrossin annað- hvort seld hæstbjóðanda eða komið í sláturhús. Jafnframt benda þeir á að girðingar umhverf- is jörðina séu mjög lélegar og þess dæmi að hrossin hafi sloppið upp á Vesturlandsveg. Horuð hross án skjóls og fóðurs Efling stéttarfé- lag stendur fyrir kynningar- fundum fyrir Pólverja í bygg- ingariðnaði og er meiningin að kynna þeim réttindi þeirra og skyldur á íslenskum vinnumark- aði. Tryggvi Marteinsson, þjónustufulltrúi hjá Eflingu, segir að stefnt sé að því að fá alla Pólverjana tólf hundruð, sem starfa í byggingariðnaði hér á landi, á slíkan kynningarfund. Búið er að senda út boðsbréf til fyrstu Pólverjanna og var óformlegur fundur haldinn með þeim nýlega. Pólskur túlkur verður á hverjum fundi. Heldur fundi fyrir Pólverja Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að engar formleg- ar viðræður hafi farið fram á milli fyrirtækisins og Skjásins um sam- einingu fyrirtækjanna. Ari neitar því hins vegar ekki að aðstandendur fyrirtækjanna hafi ,,kastað þeirri hugmynd á milli sín“ að sameining þeirra gæti verið skynsamleg. ,,Ég held að allir sem þekkja til þessara tveggja fyrirtækja geti verið sammála um að sameining þeirra sé mjög skynsamleg, þó að ýmis ljón séu í veginum. Enda má segja að hugmyndin sem slík hafi oft skotið upp kollinum frá stofn- un Skjásins,“ segir Ari. Að sögn Ara er helstu fyrir- stöður sameiningarinnar að eig- endur fyrirtækjanna þurfi að máta saman hagsmuni sína áður en formlegar viðræður um hana fara fram, auk þess sem sam- keppnisftirlitið kynni að hafa skoðanir á henni. Ari telur jafn- framt að þessar fyrirstöður ættu ekki að þurfa að koma í veg fyrir sameiningu fyrirtækjanna ef for- svarsmenn þeirra komast að sam- komulagi um hana. Hann bætir því við að sameiningin sé hins vegar aðeins hugmynd um þessar mundir. Magnús Ragnarsson, sjón- varpsstjóri Skjásins, vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Ari Edwald segir sameiningu geta verið mjög skynsamlega Á hverju ári eru 10.000 Danir lagðir inn á sjúkrahús og 300 deyja eftir að hafa stundað óvarið kynlíf, kemur fram í frétt Politiken. Lýðheilsustöð Danmerk- ur tók saman tölurnar sem sýna að hálft prósent allra dauðsfalla í landinu má rekja til sjúkdóma sem smitast í gegnum óvarið kynlíf. Athygli vekur að slíkt kynlíf virðist mun hættulegra konum en körlum, því þrisvar sinnum fleiri konur deyja vegna þess en karlar. Flestir karlar deyja úr eyðni, en konur úr legkrabbameini og þær konur sem fá eyðni deyja fyrr en karlar með sama sjúkdóm. Óvarið kynlíf er banvænt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.