Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Ekki sanngjarnt Ógnarstjórn Rann- veigar Rist Sigtryggur Berg Sigmarsson tók að sér rekstur Aðalvideóleigunnar á Klapparstíg fyrir tveim mánuð- um. Leigan er ein sú lífseigasta á landinu og er ásamt Laugarásvíd- eó helsta sælkeraleiga höfuðborg- arinnar. Hún bíður upp á fjöl- breyttara og „menningarlegra“ úrval en aðrar leigur. Sjálfur skil- greinir Sigtryggur sig sem mikinn bíómyndanörd. „Ég fór alltaf mikið í bíó sem barn,“ segir Sigtryggur, „en þegar ég var 13 ára fór ég að sjá fyrir hvernig flestar myndir myndu enda eftir svona 10 mínútur. Þá fann ég hjá mér þörf fyrir að leita uppi aðeins dýpri myndir og sú leit rak mig m.a. í Aðalvideóleig- una þar sem ég var kynntur fyrir Luis Bunuel og alls konar dóti.“ Það má því kannski segja að Sig- tryggur sé „kominn heim“. Hann segir alls konar fólk líta við í leigunni en einnig sé mikið um fastagesti sem koma nánast á hverjum degi. „Jú, það eru margir sem greinilega meika ekki sjón- varpsdagskrána,“ segir Sigtrygg- ur og hlær. „Nokkrir eru í því að „taka fyrir“ ákveðna leikstjóra og leigja þá allan katalókinn eftir þá. Við reynum að sinna þessum hópi eftir bestu getu og meðal þeirra leikstjóra sem við höfum verið að panta inn að undanförnu eru Fass- binder og Polanski. Svo er líka alltaf verið að biðja um nýja titla sem koma ekki út hjá Myndformi og við reynum að bregðast við því. Líka reynum við að stíla inn á kvikmyndahátíðirnar og vera með myndir sem sýndar voru þar stuttu eftir lok hátíðanna. Það er svo stíf dagskrá að reyna að sjá allt á þessum hátíðum að margir komast bara ekki yfir það.“ Sigtryggur segir vídeóleiguna standa vel þrátt fyrir samkeppni frá ólöglegu niðurhali. „Þeir sem stunda niðurhal eru aðallega að taka inn sjónvarpsþætti eins og Lost og Prison Break, stöff sem þeir hafa ánetjast. Ég held nú að fáir standi í því að hlaða niður Fassbinder.“ Margir sem koma nánast á hverjum degi Undir yfirskriftinni „Ný norræn matargerð“ hafa Norðurlandaþjóðirnar sammælst um að efna til sóknar bæði á heima- og heimsmarkaði með hreinan og heilsusamlegan mat að vopni. Við athöfn í tengslum við Norður- landaráðsþing í salarkynnum danska þingsins í Kristjánsborgar- höll hafði Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra það hlutverk með höndum að útnefna svonefnda sendiherra verkefnisins. Fyrir Íslands hönd eru það Sigurður Hall og Baldur Jónsson sem gegna þessu sendiherrahlutverki. Verkefninu er ætlað að stuðla að því að gera matargerðarhefð Norð- urlandanna hærra undir höfði og beita henni í kynningu á Norður- löndum sem heimshluta sem skari framúr í heiminum. Þess er skemmst að minnast að leiðtogar tveggja stórra landa sunnar í álfunni, Silvio Berlusconi á Ítalíu og Jacques Chirac í Frakk- landi, höfðu uppi niðrandi orð um norræna matargerð. Berlusconi sagði ótækt að Matvælastofnun Evrópusambandsins yrði höfð til húsa í Finnlandi, þar sem maturinn væri vondur og menn þekktu ekki einu sinni Parmaskinku. Svo fór reyndar að stofnuninni var fund- inn staður á Ítalíu. Chirac móðgaði bæði Breta og Finna með því að segja að hvergi væri maturinn eins vondur og í Bretlandi, nema ef vera skyldi í Finnlandi. Jan-Erik Enestam, samtarfsráð- herra Finnlands sem ásamt Guðna Ágústssyni talaði við kynningarat- höfnina í Kaupmannahöfn, minntist á þessi ummæli Miðjarðarhafs- landa-leiðtoganna og sagði þau til vitnis um að ekki veitti af að efna til þessa kynningarátaks á norrænum gæðamat. Norræna ráðherranefnd- in hefur ákveðið að verja sem svar- ar um 250 milljónum króna til verk- efnisins á næstu þremur árum. „Tilgangurinn er að auka sam- starf landanna í matvælafram- leiðslu og matreiðslu og jafnframt að tengja þetta verkefnum á sviði ferðaþjónustu, heilbrigðis, byggða- þróunar, menningar, rannsókna og viðskipta,“ sagði Guðni í ræðu sinni. Matvæli gegni fjölþættu hlutverki í efnahagslífinu sem ekki hafi verið metið að verðleikum og ýmsir möguleikar á þessu sviði hafi enn ekki verið nýttir. Í samtali við Fréttablaðið segir Guðni Íslendinga vænta mikils af þessu verkefni, það sé „mjög gott fyrir okkur, með okkar mikla og góða hráefni og miklu reynslu í mat- argerð“. „Ég held að það geti hjálp- að norrænu þjóðunum í því sameig- inlega verkefni bæði að halda utan um sinn heimamarkað en ekki síður að sækja inn á hinn stóra markað heimsins með okkar sérstöðu, hrein- leika og heilbrigði,“ segir Guðni. Hann telji því „þessa hugsun og skipun þessara sendiherra, munu hafa mikla þýðingu fyrir Norður- löndin og stuðla að því að við getum verið sameiginlega á sigurför á heimsvísu.“ Norræn sókn með hreinan og heilsusamlegan mat að vopniKlárlega lögbrot Hollt að sækja námskeið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.