Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 67
Nú hefur poppdrottningin ástr-
alska, Kylie Minogue, talað í fyrsta
sinn um krabbameinið sem hún
þjáðist af á síðasta ári. „Þetta er
eins og að verða fyrir kjarnorku-
sprengingu. Ég held að allir sem
hafa orðið fyrir barðinu á þessum
sjúkdómi viti hvað ég er að tala
um. Það er erfitt að lýsa þessu
með öðrum orðum,“ segir Min-
ogue en hún greindist með sjúk-
dóminn á síðasta ári og lítið hefur
heyrst frá henni síðan. Nú er söng-
fuglinn hins vegar allur að koma
til og er að undirbúa nýja plötu
sína. „Það er samt ótrúlegt hvað
maður fer að meta meira þessa
venjulegu hluti eins og að fara í
göngutúr og kaupa kaffi. Ég naut
þess í botn þegar ég var lasin.“
Kjarnorku-
sprengja
Grínistinn Eddie Izzard hefur
hætt við að taka þátt í næstu þátta-
röð af bandaríska spennuþættin-
um 24. Izzard gekk út af tökustað
eftir aðeins einn dag en ekki er
vitað hvað varð til þess. Í stað
hans hefur verið ráðinn breski
leikarinn David Hunt. Mun hann
taka við hlutverki illmennisins
McCarthy.
Izzard, sem hefur m.a. verið
með uppistand hér á landi, mun
næst leika í sjónvarpsþættinum
The Riches ásamt Minnie Driver.
Hætti við 24
Nýjasta plata Nylon verður seld í
verslunum Hagkaupa í 5.000 ein-
tökum fyrir jólin. Mun hún vænt-
anlega koma í verslanir 16. nóv-
ember.
„Við getum ekki hugsað okkur
plötujól án þess að hafa Nylon í
hillunum. Þess vegna sóttum við
fast eftir því að fá þessa plötu til
landsins,“ sagði Einar Ólafur
Speight hjá Hagkaupum.
Útgáfu plötunnar í Bretlandi
var frestað fram yfir áramót
vegna hvalveiða Íslendinga og
harðra viðbragða Breta við þeim.
Plata Nylon
á leið í búðir
Hljómsveitin Baggalútur hefur
gefið út lagið Brostu til styrktar
barnahjálp Sameinuðu þjóðanna
en þetta er gert í tilefni af degi
Rauða nefsins sem haldinn verður
hátíðlegur víða um heim hinn 1.
desember. Tilgangurinn er að fá
fólk til að hlæja og skemmta sér
en um leið að vekja athygli á
góðu málefni.
Baggalútsmaðurinn Guð-
mundur Pálsson segir að þeir
félagar hafi ekki getað skor-
ast undan þegar Unicef á
Íslandi kom að máli við þá.
„Við vorum meira en lítið tilbúnir
að leggja þessu málefni lið, maður
segir ekki nei við svona,“ útskýrir
Guðmundur en fjöldi þjóðþekktra
einstaklinga leggur þeim lið,
þeirra á meðal Unnur Birna Vil-
hjálmsdóttir og kóngurinn sjálfur,
Bubbi Morthens. „Okkur fannst
mjög skemmtilegt að vera í
sama herbergi og Unnur og
Bubbi á sama tíma,“ segir
Guðmundur. „Og þau mega
eiga það að allir voru
stundvísir og allir til í að
vera með,“ bætir Guð-
mundur við. „Svo
hlupum við um bæinn
með upptökutæki en
einhverjir létu þó
sjá sig í upptökuver-
inu,“ bætir Guðmundur
við.
Í nógu er að snúast hjá
Baggalúti því það styttist í
jólaplötu sveitarinnar með
öllum aðventulögum flokksins
auk fjögurra nýrra. Þá hyggja þeir
á endurkomu í útvarpið en fyrsta
innslag þeirra verður frumflutt á
laugardaginn á Rás 2. Baggalútur
er þar á kunnugum slóðum en
hljómsveitin fór mikinn á öldum
ljósvakans fyrir tveimur árum en
hvarf síðan af dagskránni ansi
snögglega. „Við vorum eiginlega
beðnir um að hætta á vinsamlegu
nótunum,“ segir Guðmundur.
„Þetta gekk svona misvel ofan í
fólk þá en nú eru komnir nýir
stjórnendur og nýtt blóð, við látum
samt ekkert ritskoða okkur,“ bætir
Guðmundur við.
Látum ekki ritskoða okkur
Kópal Glitra þekur betur, ýrist sama og ekkert og er svo til lyktarlaus.
Spurðu um KÓPAL.
Linda Þorvaldsdóttir málari:
„Einfaldlega besta málningin
sem ég hef notað.“
Ýrist lítið
Að ýrast = að slettast úr rúllunni.
Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi
Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík
Núpur byggingarvöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki
Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi
Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík
KÓPAL Glitra
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
A
L
34
75
3
1
0/
20
06