Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 80
Man ekkert eftir að hafa skorað þessi stig Þórir Gunnarsson, faðir níu ára stúlku sem æfði hjá fim- leikafélaginu Björk, segir rúm- enska þjálfarann Cezar Crist Stoi- ca hafa beitt dóttur sína andlegu ofbeldi sem hafi leitt til þess að hún hætti að æfa fimleika fyrir rétt rúmum tveimur vikum. Stúlk- an var þá búin að æfa í þrjú ár hjá félaginu og hafði gaman af. Faðirinn segir að Stoica hafi ekki beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi, líkt og kollegi hans hjá fimleikafélaginu Björk, Dzmitry Varonin, er sakaður um. Þórir seg- ist hafa kvartað formlega yfir þjálfunaðferðum Stoica við yfir- þjálfara félagsins, Hörpu Óskars- dóttur, án árangurs. „Síðastliðið vor var ákveðið að skipta upp hópi dóttur minnar og stelpurnar sem voru taldar skara fram úr voru settar í þjálfun hjá Cezar. Dóttir mín var í þeim hópi og hún hafði verið mjög ánægð í fimleikum fram að þessum tíma. Við gerðum okkur grein fyrir því að æfingarnar yrðu erfiðari, en þeirri hörku sem var beitt var ekki eitthvað sem við áttum von á,“ sagði Þórir við Fréttablaðið en hann er langt frá því að vera hrif- inn af þjálfunaraðferðum Rúmen- ans. „Cezar flokkar stelpurnar niður. Hampar þessum bestu í hópnum en hinar sem eru síðri fá að finna fyrir því hjá honum og hann hreytir í þær ónotum. Ef ég tek eitt dæmi þá setur hann þeim fyrir ákveðna æfingu og ef þær eru lengi rakkar hann þær niður. Hann gerir lítið úr þeim og gefur þeim einkunn alveg niður í núll fyrir framan hópinn. Svo grettir hann sig framan í þær og er ógnandi í framkomu sinni við stelpurnar.“ Fyrir nokkrum vikum síðan sendi Þórir bréf til Hörpu Óskars- dóttur yfirþjálfara þar sem hann kvartaði yfir þjálfunaraðferðum Stoica. Ástæðan var sú að dóttir hans var farin að kvarta ítrekað yfir því hvernig þjálfarinn kom fram við hana og þá aðallega hvernig hann talaði til hennar. „Það getur verið að þessar þjálfunaraðferðir virki úti í Rúm- eníu en samfélagið hérna sam- þykkir ekki svona hegðun. Þess vegna sendi ég Hörpu tölvupóst og spurði af hverju þjálfarinn léti svona við dóttur mína, hvort það væri vegna þess að hún væri ekki nógu góð í hópinn. Ef svo væri, af hverju hún væri þá ekki færð í annan hóp. Næst þegar dóttir mín kemur á æfingu var búið að fara með kvört- unina í Cezar og hann sagði henni hvert innihald bréfsins var en ég hafði ekki sagt henni frá því. „Þú kannski bara skipta um hóp, þú kannski ekki nógu góð“ segir hann við hana meðal annars. Þarna átti sér líka stað ákveð- inn trúnaðarbrestur því ég ætlað- ist ekki til að Harpa færi með málið í Cezar og hvað þá að hann færi með þetta í barnið. Ég er mjög ósáttur við þennan leka og að hann hafi látið kvörtun mína bitna á barninu. Eftir þessa uppá- komu neitaði hún að fara aftur á æfingu,“ sagði Þórir alvarlegur en málið hefur komið illa við dóttur hans. „Hún er dauðhrædd við Stoica og vill ekki fara í annan hóp af ótta við að rekast á hann.“ Þórir segist hafa rætt við fjóra þjálfara hjá félaginu um Stoica og ein þeirra tjáði honum að haldinn hefði verið sérstakur fundur hjá meistaraflokknum vegna slæmra samskipta þeirra við þjálfarann en stúlkurnar í meistaraflokknum eru einnig hræddar við Rúmenann eftir því sem Þórir segir. Þórir segir einnig að annar þjálfari hjá félaginu hafi sagt sér að félagið væri í vandræðum með Stoica og Varonin. „Þá sérstaklega Stoica. Það er víst búið að marg- ræða við hann en hann breytir samt ekki um viðhorf eða þjálfun- araðferðir.“ Þórir hefur beðið um fund með Hörpu Óskarsdóttur yfirþjálfara en ekki fengið. Hann vill að dóttir sín verði beðin afsökunar á því hvernig Stoica hafi komið fram við hana. Kollegi Stoica hjá Björk, Dzmit- ry Varonin, var á dögunum sakað- ur um líkamlegt ofbeldi gegn átta ára stúlkum en Þórir segir ekkert slíkt vera uppi á teningnum í þessu tilviki. Faðir níu ára stúlku, sem æfði fimleika hjá Björk, segir dóttur sína hafa hætt að æfa fimleika þar sem hún var hrædd við þjálfarann. Hann segir þjálfarann hafa beitt dóttur sína andlegu ofbeldi. Þjálfarinn sem um ræðir heitir Cezar Crist Stoica og er frá Rúmeníu og er ekki sá sami og var sakaður um harðræði í vikunni. Tveir leikmenn danska stórliðsins Bröndby lentu í slags- málum á æfingu liðsins á miðviku- daginn. Með liðinu leikur íslenski framherjinn Hannes Þorsteinn Sigurðsson en gengi liðsins á þessu tímabili hefur ekki verið sem skyldi. Liðið er sem stendur í sjöunda sæti dönsku deildarinnar. Leikmennirnir sem um ræðir eru varnarmennirnir Thomas Rytter og Adam Eckersley en þeir eru báðir byrjunarliðsmenn hjá félaginu. Fréttablaðið náði tali af Hann- esi og spurði hann um málið. „Það voru smá átök á milli leikmanna. Þetta er bara eins og gengur og gerist, það sýður stundum upp úr. Það er þó ágætt að það sé eitthvert skap í mönnum. Það má auðvitað ekki fara út í svona vitleysu, að menn séu að slást, en það voru allir vinir eftir æfinguna.“ Bröndby er einn af stærstu klúbbum Danmerkur og gengi liðsins hingað til hefur því valdið miklum vonbrigðum. „Auðvitað hlýtur það að sitja í mönnum þegar gengi liðsins er svona slæmt en við verðum bara að gera eitthvað í því en ekki að vera með einhver læti inni á vellinum. Blöðin hérna úti leika sér líka svolítið að því að gera meira úr þessu en efni stóðu til. Þegar illa gengur finnst blöð- unum gaman að velta upp öllum neikvæðu hlutunum í kringum félagið. Við verðum bara að leyfa þeim að gera það,“ bætti Hannes við. Hannes missti af æfingunni vegna meiðsla. „Ég tognaði smá- vegis aftan í læri í síðasta leik. Ætli ég verði ekki frá í tvær eða þrjár vikur en ég reikna ekki með að það verði lengur en það.“ Það er því ljóst að Hannes miss- ir af stórleik tímabilsins í dönsku deildinni því á sunnudaginn heim- sækir Bröndby erkifjendurna í FC Kaupmannahöfn, en þeir síðar- nefndu báru sigurorð á Manchest- er United á miðvikudaginn. Ágætt að það sé skap í mönnum Tennisspilarinn Arnar Sigurðsson keppir þessa dagana á móti í Mexíkó, bæði í einliða- og tvíliðaleik. Í 32 manna úrslitum í einliðaleik mætti Arnar Ítalanum Marco Pedrini og tapaði í tveimur settum, 6-4 og 6-2. Arnar leikur með félaga sínum Birni Monroe frá Bahamaeyjum í tvíliðaleik á mótinu. Þeir félagar unnu Michael Johnson frá Bandaríkjunum og Sven Swinnen frá Svíþjóð í 16 liða úrslitum og í 8 liða úrslitum unnu þeir félagar austurrískt par. Arnar og Monroe eru því komnir í 4 liða úrslit og mæta þar tveimur heimamönnum sem fyrir mótið voru álitnir vera næstbesta par mótsins í tvíliðaleik. Komnir í fjög- urra liða úrslit Eggert Magnússon mun hætta sem formaður KSÍ og í framkvæmdanefnd UEFA ef áform hans um að kaupa meiri- hluta hlutabréfa í West Ham ganga eftir. Þetta staðfesti talsmaður hans í enskum fjölmiðlum í gær. Sömu miðlar herma þó að íranski auðjöfurinn Kia Joorab- chian sé nær því að festa kaup á klúbbnum. Hættir ef kaupin ganga eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.