Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 78
Kvikmyndin Börn hlaut alls átta tilnefningar til Eddu-verðlaun- anna, sem verða afhent við hátíð- lega athöfn þann 19. nóvember á hótel Nordica. Var hún m.a. tilnefnd sem besta myndin og fyrir frammistöðu þeirra Gísla Arnar Garðarssonar, Nínu Daggar Filippusdóttur og Ólafs Darra Ólafssonar í aðalhlut- verkum. Einnig var Ragnar Braga- son tilnefndur sem besti leikstjór- inn. Aðrar myndir sem voru til- nefndar í flokknum kvikmynd árs- ins voru Mýrin og Blóðbönd. Fékk Mýrin alls fimm tilnefningar en Blóðbönd fjórar. Í flokknum sjónvarpsþáttur ársins voru fimm þættir tilnefnd- ir: Fyrstu skrefin, Græna her- bergið, Innlit/Útlit, Kompás og Sjálfstætt fólk og í flokknum leik- ið sjónvarpsefni: Allir litir hafsins eru kaldir, Sigtið og Stelpurnar og í flokknum skemmtiþáttur ársins voru tilnefndir þáttur Jóns Ólaf- sonar, KF Nörd og Strákarnir. Börn hlutskörpust Fyrsta Íslandsmótið í skyrglímu fer fram á skemmtistaðnum Pravda á laugardag. Sigurvegarinn í kvenna- flokki fær í sinn hlut tvær nætur með morgunverði á Hótel Venus, tíu tíma ljósakort, út að borða fyrir tvo, tíu þúsund króna inneign fyrir skóm og klippingu. Íslandsmeistar- inn í karlaflokki fær nýjustu plötu Hildar Völu, Lalala. Með þessum mismun segjast aðstandendur vilja jafna áralangan ójöfnuð kynjanna er snýr að launum og verðlaunafé. Bjóða þeir Geir Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra KSÍ, og Eggerti Magnússyni, formanni KSÍ, að taka þátt í karlaflokknum. Hljómsveitin Brain Police mun troða upp auk þess sem boðið verð- ur upp á tískusýningu. Hægt er að skrá sig í Íslandsmótið í skyrglímu á skyrglima@xid977.is. Keppt í skyrglímu vaxtaauki! 10% !óíbí.rk054 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 6, 8.30 og 10.30 B.I. 12 ÁRA DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 6 B.I. 7 ÁRA TALLADEGA NIGHTS kl. 8 og 10.20 ÞETTA ER EKKERT MÁL kl. 6 BORAT kl. 4, 6, 8, 10 og 12 B.I. 12 ÁRA FEARLESS kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 ÁRA MÝRIN kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20 DEVIL WEARS PRADA kl. 8 og 10.20 DRAUGAHÚSIÐ ÍSL TAL kl. 4 og 6 B.I. 7 ÁRA GRETTIR 2 ÍSL TAL kl. 12 og 1.40 BORAT kl. 6, 8,10 og 12 B.I. 12 ÁRA MÝRIN kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA L.I.B. Topp5.is Topp5.is M.M.J kvikmyndir.com “Ein fyndnasta gamanmynd ársins” HJ - MBL EMPIRE 20% AFSLÁTTUR FYRIR VIÐSKIPTAVINI Í GULLVILD OG PLATÍNUM GLITNIS, EF GREITT ER MEÐ GREIÐSLUKORTI FRÁ GLITNI "...groddalegur og beinskeyttur húmor... þannig að maður ælir nánast af hlátri" ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON - FRÉTTABLAÐIÐ Ég set Borat í raðir fyndnustu mynda sem ég hef séð. Borat er tvímælalaust fyndnasta mynd ársins, ef ekki sú frumlegasta. VIGNIR JÓN VIGNISSON - TOPP5.IS ERU ÞIÐ TILBÚIN FYRIR EINA FYNDNUSTU MYND ALLRA TÍMA? 45 þúsund gestir Sjónvarpsmaðurinn Borat Sagdiyev frá Kasakstan er hugarfóstur breska leikarans Sacha Baron Cohen sem er einna þekktastur sem fyrirbærið Ali G. Borat átti góða spretti í sjónvarpsþáttum Ali G þar sem hann kom að grandvaralausum viðmælendum sínum úr óvæntum áttum og sló þá út af laginu með kjánalegum spurningum sem hann bar fram af barnslegri einlægni útlendings í framandi landi. Þessi viðtalstækni sem er einnig eitt höfuðeinkenni Ali G skilar sér oft í því að viðmælendurnir missa andlitið, afhjúpa sig og segja miklu meira um sjálfa sig en þeir ætla sér þegar þeir reyna að bregðast við spurningum sem eru gersamlega út úr kú samanborið við staðlaða nálgun sjónvarpsspyrla á viðmæl- endur sína. Borat sló í gegn í þáttum Ali G og fær nú að njóta sín í heilli bíó- mynd sem hann stendur fullkom- lega undir. Fígúran var iðulega drepfyndin í sjónvarpinu en hér nær Baron Cohen nýjum hæðum og Borat hefur aldrei verið betri en nú þegar hann ferðast um Bandaríkin með tökuvélina til þess að gera fræðsluþátt um heimsveldið. Borat er rétt kominn til Banda- ríkjanna þegar hann sér Pamelu Anderson í sjónvarpinu og fellir strax hug til hennar. Vinnuferðin verður því að leit Borats að ástinni en hann leggur allt undir til þess að ná fundum sílíkongyðjunnar þar sem hann hefur ákveðið að biðja hennar, eða öllu heldur slá eign sinni á hana, eins og þeir gera í Kasakstan. Á ferð sinni tekur Borat Banda- ríkjamenn tali og reynir að komast nær kjarna þjóðarsálarinnar og þó allt lendi í handaskolum hjá honum og viðmælendur hafi takmarka þol- inmæði gagnvart honum þá tekst honum ætlunarverkið með ansi vel. Borat er gersneiddur alltri pólit- ískri rétthugsun í nálgun sinni á viðfangsefnum og viðmælendum og myndin er sniðin til þess að hneyksla og stuða. Það er að segja þá sem eru blindaðir af heilagri vandlætingu hvað allt það varðar sem er skoplegt í lífinu. Kasakstan, konur og gyðingar eru í röðum þeirra sem Borat fer niðrandi orðum um en það er þó varla hægt að tala um allt þetta fólk sem fórnarlömb. Tilgangurinn helgar meðalið og það eru fyrst og fremst Bandaríkjamenn sem fá að kenna á beittu háðinu en sumir við- mælenda Borats hljóta að hafa íhugað það alvarlega að láta sig hverfa af yfirborði jarðar eftir að hafa afhjúpað fordóma sína og heimsku í samtölum við hann. Viðbrögð viðmælenda Borats, fíflagangurinn í honum og persón- an í sjálfu sér gera Borat að einni fyndnustu gamanmynd síðari ára. Hvert geggjaða atriðið rekur annað í gegnum alla myndina sem er svo fyndin að maður nánast ælir af hlátri þegar mest gengur á. Þá er þessi mynd gædd þeirri náttúru að mann langar til þess að sjá hana umsvifalaust aftur þar sem maður man innan við helminginn af því sem fyrir augu bar þar sem heila- starfsemin hreinlega lamast í verstu hláturrokunum. Brjálæðislega fyndinn Borat Breska leikkonan Kate Winslet hefur hótað bresku slúðurblöðum því, ef þeir segja hana vera lélega móður aftur, að taka fram hnífinn eins og hún orðar það. Skömmu eftir skilnað Winslet og Jims Threapleton árið 2000, héldu fjölmiðlar því fram að hún væri léleg móðir þar sem hún skildi stelpuna sína eftir hjá Threapleton eftir skilnaðinn. „Þið megið segja hvað sem er vont um mig en þegar þið ásakið mig um að vera léleg móðir þá verð ég meira reið en sár,“ segir Winslet við breska fjölmiðla þegar hún sendi þeim tóninn. Hótar blaða- mönnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.