Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 4
Vandræðaleg
uppákoma hjá Demókrataflokkn-
um setti svip sinn á kosningabar-
áttuna í Bandaríkjunum nú í vik-
unni, en kosningar verða á
þriðjudaginn í næstu viku. John F.
Kerry, sem bauð sig fram á móti
Bush í forsetakosningunum fyrir
tveimur árum, baðst í gær afsök-
unar á ummælum sínum um
bandaríska hermenn, sem
repúblikönum og sumum demó-
krötum þóttu vera niðrandi.
Kerry sagði ummælin reyndar
hafa verið „mistúlkuð“ og vonað-
ist til þess að þau drægju ekki
athyglina frá öðru sem máli skipt-
ir í aðdraganda kosninganna. Þau
hafi einungis verið misheppnaður
brandari. Hins vegar sagðist hann
innilega iðrast ummælanna og bað
alla bandaríska hermenn, fjöl-
skyldur þeirra og þjóðina alla
afsökunar.
Ummælin umdeildu féllu á
fundi með háskólanemum í Kali-
forníu á mánudaginn. Hann hvatti
stúdentana til þess að sinna nám-
inu vel, að öðrum kosti gætu þeir á
endanum orðið „fastir í Írak“, og
þótti með þessu gefa í skyn að þeir
sem legðu fyrir sig hermennsku
væru verri námsmenn.
Stríðið í Írak hefur verið mest
áberandi kosningamálið undan-
farnar vikur og virðist ætla að
kosta Repúblikanaflokkinn tölu-
vert fylgi.
Skoðanakannanir hafa undan-
farið bent til þess að Repúblikana-
flokkurinn muni missa meirihluta
sinn, annaðhvort í báðum þing-
deildum eða annarri þeirra. Fari
svo, þá verður George W. Bush
forseti illa staddur síðustu tvö árin
í þessu valdamikla embætti, þar
sem hann þyrfti jafnan á stuðningi
andstæðinga sinna að halda til þess
að koma málum í gegnum þingið.
Bush sagðist hins vegar í gær
vera sannfærður um að Repúblik-
anaflokkurinn héldi meirihluta
sínum í báðum þingdeildum. Hann
hélt síðan frá Washington vestur á
bóginn þar sem hann ætlaði að
koma fram á kosningafundum, en
bæði Bush forseti og Laura eigin-
kona hans hafa mætt á fjölmarga
kosningafundi vítt og breitt um
landið síðustu dagana.
„Ég trúi því ekki að þetta sé
búið fyrr en allir eru búnir að
kjósa,“ sagði Bush og virtist von-
góður. „Og ég trúi því að fólk hafi
áhyggjur af því hvað það borgar
mikið í skatta, og ég veit að marg-
ir hafa áhyggjur af því hvort land-
ið sé varið gegn árásum eða ekki.“
Kerry baðst forláts
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er að ná hámarki. Stríðið í Írak er sem fyrr
mest áberandi af kosningamálunum, en umdeild ummæli Johns Kerrys um
bandaríska hermenn hafa dregið að sér athyglina í þessari viku.
Norski þingmað-
urinn Dagfinn Høybraten var í
gær kjörinn forseti Norðurlanda-
ráðs.
Hann segist meðal annars vilja
beina sjónum norræns samstarfs
að málefnum
norðurslóða,
bæði gagnvart
Evrópusamband-
inu, Bandaríkj-
unum og
Rússlandi.
Noregur tekur á
næsta ári einnig
við formennsku í
Norðurskauts-
ráðinu – reyndar munu Norður-
lönd gegna þeirri formennsku
hvert á eftir öðru næstu sex ár –
og það vill Høybraten nýta til að
hámarka árangur í þessum
málaflokki.
Høybraten er formaður
Kristilega þjóðarflokksins í
Noregi og var félagsmálaráð-
herra í síðustu stjórn Kjell-
Magne Bondevik. Hann er mikill
áhugamaður um hestamennsku
og á þrjá íslenska hesta.
Áhersla á
norðurslóðir
Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020.
NOTAÐIR BÍLAR
BÍLL DAGSINS
SUBARU FORESTER CS
Nýskr. 10.06 - Beinskiptur - Ekinn 1 þús. km. - Allt að 100% lán.
Verð
2.540
.00.-
Ríkisstjórn Írlands
hefur ákveðið að taka fyrir allar
reknetaveiðar á laxi við strendur
landsins. Lagt er til algjört bann
við reknetaveiðum á laxi frá næstu
áramótum og að 30 milljónum
evra verði varið til að bæta 877
sjómönnum upp þann tekjumissi
sem þeir hljóta af banninu. Þetta
er mikill sigur fyrir Orra Vigfús-
son, formann Norður-Atlantshafs-
laxasjóðsins (NASF), sem hefur
lengi barist fyrir upptöku net-
anna.
„Ég hef verið þarna með annan
fótinn í fjórtán ár og hef hitt alla
sjávarútvegsráðherrana frá 1991.
Það má segja að verkefni sjóðsins
sé nú að mestu lokið því nú hefur
verið tekið fyrir nær alla neta-
veiði í sjó. Hlutur Íra var mjög
stór svo þetta er stórsigur.“ Orri
segir að NASF þurfi að beita sér
fyrir því að hafa gott eftirlit með
framkvæmd bannsins á næstu
árum.
Bann við reknetaveiðum Íra
kemur mörgum laxastofnum til
góða. „Þetta er lax sem gengur frá
Frakklandi, Spáni og Þýskalandi.
Hér er verið að opna fyrir þann
möguleika að endurreisa marga
laxastofna í Evrópu sem ekki
hefur verið hægt að gera til þessa
vegna þessara veiða,“ segir Orri.
Næstu verkefni NASF er að
fylgjast með að banninu við Írland
verði framfylgt og uppræta lax-
veiðar í sjó við Noreg, sem eru
þær síðustu í Evrópu.
Netaveiðum við Írland hætt
Fjögur fíkniefnamál
komu til kasta lögreglunnar í
Kópavogi í fyrrinótt. Við húsleit á
höfuðborgarsvæðinu fannst
nokkuð magn af hassi, e-töflum
og maríjúana og var tvítugur
karlmaður handtekinn á staðnum.
Fíkniefnin voru vafin í söluum-
búðir og viðurkenndi karlmaður-
inn að þau væru ætluð til sölu.
Manninum var sleppt að loknum
yfirheyrslum en málið er í
rannsókn.
Þá komu upp þrjú minni háttar
fíkniefnamál við götutékk og voru
þrír aðilar handteknir en látnir
lausir að loknum yfirheyrslum.
Þau mál teljast upplýst.
Fíkniefnin voru
ætluð til sölu
Tillaga um að
gangbrautarljós sýni konu en
ekki karl á fimm stöðum í
borginni var lögð fram í mann-
réttindanefnd Reykjavíkurborgar
á miðvikudaginn af Bryndísi
Ísfold Hlöðversdóttur, fulltrúa
Samfylkingarinnar í nefndinni.
Í greinargerð sem fylgdi
tillögunni var bent á að skilaboð
táknmynda geti haft áhrif á
viðhorf fólks og upplifun af
samfélagi sínu. Tillögunni var
vísað til borgarráðs til frekari
umræðu að sögn Bryndísar sem
sagði henni hafa verið vel tekið í
nefndinni.
Kona í karls
stað á ljósum
Leigubílar í akstri
með farþega fá framvegis
forgang á aðra bílaumferð á
götum borgarinnar. Fram-
kvæmdaráð Reykjavíkur hefur
samþykkt að leigubílum sé
heimilt að aka á sérakreinum
strætisvagna þar sem þær eru,
til dæmis á Miklubraut í
Reykjavík.
Það skilyrði er sett að
leigubílar nýti eingöngu akrein-
arnar þegar um farþegaflutninga
gegn gjaldi er að ræða. Ákvörð-
un þessi var tekin að fenginni
umsögn lögreglustjórans í
Reykjavík.
Leigubílar á
strætóbrautir