Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 40
Ég var að heyra ... Þetta heyrðist í vikunni ... „Ég er bara manneskja eins og þú og ég.“ Bubbi Morthens í þættinum Tekinn hjá Auðuni Blöndal. „Hann er að vinna í sínum málum.“ Addi Fannar í Skítamóral um Einar Ágúst félaga sinn við Fréttablaðið. „Úr því að nemendum Listaháskólans er svona mikið mál, þá mega þeir mín vegna reyna það verklega á eigin skinni hvernig tilfinning það er að vera hlandskál eða bekken.“ Sigmar Guðmundsson á bloggsíðu sinni sigmarg. blogspot.com. Að Sigurbjörg nokkur sem gjarnan er kenndi við Pípóla sé komin með kærasta. Er það sjálfur Agnar Burgess blaðamaður á Blaðinu og bróðir Kristjáns Guy. Voru þau hönd í hönd á kosningaskrif- stofu Guðmundar Steingríms í vikunni / Að X-ið 977 standi fyrir rosalegri skyrglímu á Pravda um helgina. Um alvöru karlakvöld er að ræða þar sem undirfatasýning og skyrkámugir rassar koma við sögu ásamt Geir Ólafssyni / Að knattspyrnumað- urinn Davíð Þór Viðarsson sé á leiðinni frá FH. Mörg lið vilja fá Davíð en sparkspekingar telja líklegt að hann sé á leiðinni í Þrótt Reykjavík / Að hið árlega Senupartí fari fram í Listasafninu seint í þessum mánuði. Verður svokallað Bondþema og rauður dregill. Hafa jafnvel heyrst raddir um að sjálfur Bond muni mæta og fá sér Martini / Að Theódór Júlíusson sem lék ómennið Elliða í Mýrinni sé harður stuðningsmað- ur Guðmundar Steingrímssonar í prófkjöri Samfylkingarinnar / Að brjálað diskókvöld sé á Klúbbnum við Gullinbrú annað kvöld. Mun sjálfur Love Guru þeyta skífum á staðnum þar sem verður þessi ,,Old Hollywood Style“ stemning. Diskóbún- ingur fleytir fólki frítt inn. / Að Lýður Árnason læknir á Flateyri hafi gert hina stórkostlegu auglýsingu með Reyni Traustasyni á hestinum á Laugavegin- um / Að séra Vigfús væri með sína árlegu styrktartónleika í Grafarvogs- kirkju. Allir stærstu söngvarar landsins koma og syngja til styrktar Barna- og unglingageð- deild LSH / Að Siffi útvarpsmaður á Kiss fm sé hættur með fyrrum Idolbombunni Tinnu Marínu / Að Brynjar Már sé á leiðinni til Flórída í tvær vikur. Fm 957 verður bara sett á Snooze á meðan. ,,Ég hef fengið mikið af handritum í hendurnar undanfarið og það hefur ekkert freistað mín fyrr en ég las þetta. Ég ákvað því bara að skella mér á hvíta tjaldið aftur,“ segir Baltasar Kormákur um tildrög þess að hann tók að sér hlutverkið. ,,Óskar bað mig að lesa þetta og ég hélt það væri bara til þess að gefa góð ráð. Það var ótrúlega gaman að lesa þetta og ég sagði honum það. Þá bað hann mig um að leika aðalhlutverkið og ég greip það fegins hendi.“ Eins og áður segir skrifar Arnaldur Indriðason handritið með Óskari en hann skrifaði Mýrina eins og flestir vita. Karakterinn sem Baltasar leikur heitir Kristófer og er vel meinandi maður að sögn Balta. ,,Hann hefur reyndar svolítið ,,dúbíus“ fortíð og er að reyna að ná sér út úr því lífi. Hann er góður drengur en svolítið öfugu megin við lögin,“ segir Baltasar en það var einmitt þessi góði drengur sem vakti áhugann á hlutverkinu. ,,Þetta er næs gæji enda er ég orðinn leiður á að leika þessa dökku vondu stráka. Ég fæ aldrei að leika smaladrenginn,“ segir Baltasar og hlær. Hann segir það ekki hafa verið á dagskránni að fara aftur að leika enda nóg að gera í öðru. ,,Ég hef margoft verið beðinn að koma á svið en hef bara ekki getað það út af þessum ferðalögum sem eru í kringum þessar bíómyndir sem ég hef verið að gera.“ Stefnt er á að tökur hefjist næsta vor og býst Baltasar við því að myndin komi í kringum jólin á næsta ári. ,,Þetta er flott cast sem hann er reyndar ennþá að vinna í. Svona blanda af fersku fólki og þeim sem reyndari eru, svolítið eins og ég gerði í Mýrinni.“ Og talandi um Mýrina sem strax eftir tíu daga var orðin ein af stærstu íslensku bíómynd sögunnar. ,,Það hlýtur að vera eitthvað við Mýrina. Hún hefur fengið frábærar viðtökur og dóma. Ég er alltaf að hitta fólk í bænum sem er að þakka mér fyrir sem er alveg frábært. Ég held að það sé þessi íslenski tónn sem er í myndinni sem nær til fólks. Svo er líka húmor í henni sem fólk bjóst kannski ekki við.“ Kvikmyndin Hafið sem Baltasar gerði einnig er ein af þessum stærstu íslensku myndum. Í henni er líka þessi íslenski tónn sem hann talar um. Vill fólk sjá svoleiðis myndir? ,,Já ég held að fólk vilji tengja sig við efnið og það er allavega mjög vænleg leið. Fólk vill líka sjá eitthvað krassandi, ekki bara eitthvað fólk í blokkaríbúð að tala saman. Við erum svo ólík og búum ekki í þessu borgarasamfélagi sem Danir búa til dæmis í og viljum hafa Íslend- ingasögurnar aðeins í þessu.“ Myndin hefur ekki einungis fengið góðar viðtökur hér á landi því það litla sem hefur verið sýnt af henni erlendis lofar góðu. ,,Maður veit ekki hvar þetta endar, en hingað til hefur þetta verið mjög jákvætt.“ Ætlarðu að gera aðra mynd eftir bók Arnaldar? ,,Hann á réttinn og við erum ekkert farnir að ræða það ennþá.“ Þú vilt það? ,,Já,já ég hef áhuga á að gera meira þegar rétti tíminn kemur. Þetta eru fallegar sögur og flottir karakterar sem ganga upp fyrir fólki.“ Baltasar og Lilja kona hans eru flutt í Skagafjörðinn eins og flestir vita. Þar keyptu þau fyrrum Óðalssetur fjölskyldu Lilju og þeim líður vel í sveitinni. Börnin þeirra ganga til dæmis í skóla þar og þau eru með einhverja hesta. ,,Þar er fínt að vera en svo fer maður bara út um allan heim. Ég er til dæmis að fara til Litháen í næstu viku á kvikmyndahátíð. Síðan fer ég bara í Skagafjörðinn og slappa af. Það er til dæmis mjög gott að skrifa þar og ég skrifaði handritið að Mýrinni og klippti hana til dæmis þar.“ Baltasar er greinilega nett ofvirkur því hann virðist aldrei stoppa. Hann segir nóg á teikniborðinu þangað til tökur á kvikmynd Óskars fara í gang. ,,Ég er að fara með Pétur Gaut til Bretlands núna í byrjun árs. Okkur var boðið í Barbican Center og ætlum að leika þetta á ensku þar. Svo er ég með fullt af hugmyndum sem ég er að bræða með mér, það er erfitt að velja og ég á við nett lúxus problem að stríða.“ Og svo ertu bara edrú og sáttur? ,,Jájá. Ég er bara drukkinn af lífinu,“ segir Baltasar rétt áður en hann dettur inn á einhvern mikilvægan fund í miðbæ Reykjavíkur. Orðinn leiður á að leika vondu strákana „FÓLK VILL LÍKA SJÁ EITTHVAÐ KRASSANDI, EKKI BARA EITTHVAÐ FÓLK Í BLOKKARÍBÚÐ AÐ TALA SAMAN.“ Baltasar Kormákur er orðinn einn aðal leikstjóri og handritshöfundur þjóðarinnar. Hann hefur ekki leikið aðalhlutverk í bíómynd í mörg ár en ætlar að skella sér aftur á hvíta tjaldið. Vinnuheiti myndarinnar er SAS og er hún í leikstjórn Óskars Jónassonar. Arnaldur Indriðason skrifar hand- ritið með Óskari en Baltasar lýsir myndinni sem ,,smyglarathriller“. Baltasar sagði okkur á Sirkus frá myndinni, Mýrinni og hinu áfengislausa lífi. BALTASAR KORMÁKUR FER MEÐ AÐALHLUTVERKIÐ Í NÝRRI MYND ÓSKARS JÓNASSONAR OG ARNALDAR INDRIÐASONAR S irk us m yn d: H ör ðu r 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.