Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Það sveif svona líka rosalega á mig í beinni og ég varð að bregða mér frá til að kasta upp,“ segir Guðni Bergsson. Áhorfendur Sýnar hrukku margir hverjir í kút á mið- vikudagskvöldið þegar knatt- spyrnukappinn fyrrverandi hvarf skyndilega úr myndveri sjónvarps- stöðvarinnar. Eftir sátu þeir Heimir Karlsson, Arnar Gunnlaugsson og knattspyrnudóm- arinn geðþekki Gylfi Orrason sem síðar í þættinum settist í sæti Guðna. Undir myndbrotum úr leik AC Milan og Anderlecht í meistardeild Evrópu mátti heyra mikla skruðn- inga og svo rak einn þáttastjórn- andanna upp undrunaróp og þegar myndavélunum var beint aftur inn í myndverið var miðvörðurinn gamli horfinn á braut. Margir héldu að þarna hefði eitthvað alvar- legt komið fyrir en þegar Frétta- blaðið hafði samband við Guðna var hann allur að braggast, sagði að ælupest hefði verið að ganga heima fyrir og hún hefði reyndar lagst á hann þarna. „Ljósin og hit- inn voru nú ekki beint til bæta úr skák,“ sagði Guðni. „Ég náði þó sem betur fer fram á klósett,“ bætir hann við og viðurkenndi að þarna hefði gamli sprengikraftur- inn úr boltanum komið að góðum notum. „Ég er að ná mér, er ekkert slæmur í dag,“ útskýrir Guðni en augljóst var að félögum hans í þættinum stóð ekki á sama. „Það var mjög óþægilegt að finna fyrir þessu í miðjum þætti en mér fannst það aðdáunarvert að sjá hvernig allir brugðust við, náðu að leysa hlutina eins og þetta væri hluti af handritinu,“ útskýrir Guðni. Heimir Karlsson viður- kennir að honum hafi ekki staðið á sama þegar Guðni rauk svona skyndilega út undir myndbrotunum en ákvað að halda still- ingu sinni enda vissi hann að fjöl- skylda og ættingjar Guðna gátu verið að horfa á. „Við vildum ekki vera að búa til einhverja hræðslu hjá fólkinu hans heima,“ segir Heimir sem gat ekkert hugað að félaga sínum en Arnar brá sér frá og sá að þetta var ekki eins alvar- legt og þetta leit út fyrir að vera. „Ég hafði hugann við Guðna á meðan við fórum yfir leikina en til allra hamingju fór þetta allt vel að lokum.“ Þurfti að kasta upp í beinni útsendingu „Blaðið er uppselt þrátt fyrir skæruliðasveitir Fróða,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri nýja tímaritsins Ísafold, og hlær við. „Þær keyra milli verslana og henda blaðinu okkar til hliðar en við tökum þessu sem hverju öðru hundsbiti og lögum jafnóðum til eftir þá.“ Reynir ber samkeppnisaðilan- um sem gefur út aragrúa af tíma- ritum, þar á meðal Séð & heyrt, Mannlíf, Hús og híbýli og Bleikt og blátt, þungum sökum en segist þó halda ró sinni. „Ég hef gaman af því að þeir skuli ætla að mæta samkeppninni svona, með því að fara um allt eins og stormsveipur og snúa við rekkum svo Ísafold sjáist ekki. Þetta er lágkúruleg aðferð til að ota fram eigin vöru.“ Reynir segir skemmtilegasta dæmið um aðgerðir samkeppnis- aðilans hafa átt sér stað í verslun þar sem Ísafold var mokað úr blaðarekka ofan í innkaupakerru og ýtt til hliðar. „Síðan var brauð og ýmislegt annað sett ofan á blöð- in í kerrunni til að tryggja að blað- ið yrði örugglega ekki keypt en það er svo skemmtilegt að mark- aðurinn svaraði þannig að blaðið seldist upp úr innkaupakerr- unum,“ segir Reynir. Mikael Torfason, aðalritstjóri Birtings, sem keypti leifarnar af tímaritaútgáfu Fróða ekki alls fyrir löngu vísar ásökunum síns gamla félaga á bug þó þessir fyrr- verandi samherjar á DV séu vissu- lega komnir í hár saman á tíma- ritamarkaðnum. „Ég kannast ekki við neinar skæurliðasveitir á okkar vegum og finnst þetta súrrealísk spurning enda er fólk ekki vitleysingar og kaupir þau tímarit sem það vill óháð því hvar þau eru staðsett í verslunum,“ segir Mikael sem telur Reyni vera að vakna upp við þá staðreynd að lausasala tímarita á Íslandi sé „erfiðasti bissniss í heimi“. „Ég myndi í hans sporum ein- beita mér að því að gera góð blöð. Það geri ég,“ segir Mikael og bætir því við að hann geti ekki staðið í því að skipta sér af uppstillingu tímarita í öllum verslunum. „Ég held að 365 miðlar séu ekkert of hressir með þessa útgáfu Reynis,“ segir Mikael og telur meinta skæruliða frekar á vegum fjöl- miðlasamsteypunnar. „Þeir hafa meira bolmagn til þess að standa í þessu en ég enda er ég ekki að þessu. Á Baugur hvort eð er ekki flestar þessar verslanir? Reynir verður að eiga þetta við Jón Ásgeir en ekki mig.“ Reynir ber sig, sem fyrr segir vel, og óttast ekki hörkuna á mark- aðnum. „Það er mikil stemning í þessu þó við stöndum í einhverju smáböggi. Nóatún vill til dæmis ekki selja blaðið en selur Bleikt og blátt. Það er þeirra vandamál vilji þeir frekar selja klámblöð en virðuleg tímarit. Ég hef rætt þetta við menn þar og það liggja annar- legar ástæður að baki. Ég hef lengi verslað í Nóatúni í Grafarholti en er hættur því og það er ekki síst barnanna vegna en ég sniðgeng þá eins og þeir sniðganga mig.” ...fær Arnar Eggert Thorodd- sen fyrir að beita sér fyrir bættri réttarstöðu samkyn- hneigðra í Færeyjum. „Auðvitað er leiðinlegt ef fólk mis- skilur það sem maður segir og jafn- vel sárnar,“ segir Ásgeir Kolbeins- son fjölmiðlamaður en viðtal við hann í þættinum Innlit/útlit, sem sýndur var á Skjá einum á þriðju- dag, hefur valdið fjaðrafoki. Skjá einum bárust margar kvart- anir eftir þáttinn, þar sem Arnar Gauti ræddi við Ásgeir um endur- bætur sem hann réðst í á heimili sínu. Fór fyrir brjóstið á mörgum að tvímenningarnir notuðu orð á borð við „viðbjóður“ og „ógeð“ til að lýsa því sem virtust venjulegar innréttingar. Ásgeir er leiður yfir málinu og segir það á misskilningi byggt. „Ég keypti þessa íbúð gagngert til að gera hana upp og fékk hana á lægra verði því hún var í svo slæmu ásig- komulagi.“ Hann segir hluti oft líta betur út í sjónvarpi en í raun og veru og myndavélin hafi ekki fangað alls kyns ófögnuð sem þeir Arnar voru að vísa til. „Ég ætlaði hvort eð er að rífa allt út en íbúðin hafði ekki verið þrifin lengi; komin væg ólykt inni á klósetti, parketið flagnað, veggir útbarðir og hurðirnar rispaðar en það sást ekki á mynd- unum. Við vorum bara að tala um slíka hluti.“ Ásgeir segir að líklega hefði verið skynsamlegt að vanda orðavalið betur. „Við Arnar erum vinir og töluðum á kumpánlegum nótum. Það átti ef til vill ekki við þarna.“ Mest sárnar honum að sumir túlka orð þeirra Arnars sem snobb og flottræfilshátt. „Okkur þykir það báðum leiðinlegt því þetta snerist engan veginn um það. Sjálfur skít ég ekki peningum en það hefur lengi verið draumur minn að kaupa íbúð og gera hana upp. Loksins rættist hann.“ Ásgeir ætlaði ekki að særa neinn Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100 PAKKAFERÐIR VIÐ ALLRA HÆFI Sérferð Einstök gönguferð á Alicante 69.900 kr.1.–4. nóv. Fótbolti Chelsea–Watford 56.900 kr.10.–12. nóv. Fótbolti Arsenal–Hamburg SV 49.900 kr.21.–22. nóv. Fótbolti Tottenham–Wigan 58.900 kr.24.–27. nóv. Golf Bonalba, Alicante Verð frá 69.900 kr.Valfrjálst Sérferð Berlín í jólaundirbúningi 51.900 kr.24.–27. nóv. Fótbolti Fulham–Arsenal 49.900 kr.29.–30. nóv. Fótbolti Man. Utd.–Man. City 64.900 kr.8.–10. des. Sérferð Aðventuferð til Trier 59.900 kr.8.–11. des. Fótbolti Chelsea–Arsenal 69.900 kr.9.–11. des. Sérferð Aðventuferð til Berlínar 49.900 kr.8.–11. des. Fótbolti Arsenal–Portsmouth 59.900 kr.15.–17. des. Sólarferð Alicante, Hotel Sidi San Juan Verð frá 47.121 kr.Valfrjálst Golf Sheraton Real de Faula Verð frá 59.180 kr.Valfrjálst Öll verð miðast við að tveir séu saman í herbergi. Tónleikar George Michael 69.900 kr.27.–29. nóv. Aðventuferð til Berlínar, helgarferð. Tilvalið að skoða borgina, fara tónleika, borða góðan mat, kíkja á jólamarkaðina og klára jólagjafirnar! Innifalið: Flug með sköttum, gisting á 4 stjörnu hóteli og akstur til og frá flugvelli. Sunnlendingarnir frá Portsmouth hafa staðið sig vonum framar í deildinni í haust. En nú reynir á þá þegar þeir mæta Arsenal á Emirates Stadium enda hafa heimamenn verið að spila fantavel. Flug með sköttum, hótel í 2 nætur með morgunverði og miði á leikinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.