Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 1
Stígur fram í sviðsljósið ÁI N í hæstu hæðum tíska tíðarandinn heilsa hönnun pistlar matur stjörnuspá REGÍNA ÓSK » Stígur fram í sviðsljósið GIFTU SIG EFTIR FYRSTA KOSSINN» Nicolette Morrison og Matthew Hugget LEGGJA SNÖRUR FYRIR 007» Vondu Bondstúlkurnar EINKAVIÐTAL!BORAT SPURÐUR SPJÖRUNUM ÚR [6]Baltasar KormákurSNÝR AFTUR Á HVÍTA TJALDIÐ Í NÝJUM SMYGLARAÞRILLER ÓSKARS JÓNASSONAROG ARNALDAR INDRIÐA-SONAR. BRÍET SUNNA Leitar að hinum rétta TOBY OG DILANA Í HÖLLINNIHúsbandið mætirmeð Magna SIRKUS3. NÓVEMBER 2006 BREYTINGAR HJÁ JEFF WHO • Hljómborðsleikarinn hættur [2] Baltasar Kormákur í nýrri mynd BESTI VINURINNEINN LÉTTUR, ÍSKALDUR Í DAG ER FÖSTUDAGUR! www.meistarinn.is og dekur hollustu Veldu í dagsins önn Lögreglan á Akureyri rannsakar nú mál meints barnaníðings gegn tíu ára telpu. Hann var tekinn til yfirheyrslu fyrr í vikunni og mun hafa játað sök, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Aðdragandi þess að athæfið komst upp var sá að telpan sem um ræðir brotnaði saman á heimili sínu síðastliðinn föstudag. Hún tjáði móður sinni að hún byggi yfir leyndarmáli, sem hún mætti ekki tala um. Fyrir fortölur leysti hún frá skjóðunni og sagði frá því að tilgreindur maður hefði gert tiltekna hluti við sig. Talið er að brotin hafi staðið yfir svo vikum, jafnvel mánuðum skipti. Fulltrúar Barna- húss fóru norður til Akureyrar í fyrradag og ræddu við stúlkuna. Lögreglunni á Akureyri var þegar gert viðvart og hóf hún þegar að rannsaka málið. Maðurinn var handtekinn á vinnustað sínum og færður til yfirheyrslu síðastliðinn þriðjudag, þar sem hann játaði það sem litla stúlkan hafði greint frá. Honum var sleppt við svo búið. Lögreglan gerði húsleit, bæði heima hjá manninum og á vinnustað hans. Tölvubúnaður hans er til rannsóknar hjá lögreglunni. Daníel Snorrason rannsóknarlögreglu- maður á Akureyri kvaðst ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Fyrsti desember næst- komandi verður Dagur rauða nefsins. Rauð nef verða seld er nær dregur deginum og þriggja tíma söfnunarútsending verður síðan 1. desember á Stöð tvö þar sem landslið grínara mun kitla hláturtaugar landsmanna. Markmið söfnunarinnar er að safna heimsforeldrum sem greiða mánaðarlegt framlag til hjálpar- starfs Unicef að sögn Stefáns Inga Stefánssonar, framkvæmda- stjóra Unicef á Íslandi. „Hugmyndin að Degi rauða nefsins var að nota rautt nef til þess að hvetja fólk til að styðja málefni barna.“ Dagur rauða nefsins er eftir breskri fyrirmynd þar sem breskir grínarar troða upp og safna fyrir gott málefni annað hvert ár. Rauð nef fyrir gott málefni Landsbanki Íslands er skráður eigandi afla af ólöglega veiddum karfa sem landað var úr skipinu Thorgull í Hong Kong þann 17. október síðastliðinn sam- kvæmt skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Svipað tilvik kom upp í september þar sem Landsbankinn var skráður eigandi ólöglegs afla flutningaskipsins Polestar sem einnig var landað í Hong Kong. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir fréttir af þessu hafa komið þeim á óvart. „Við erum með þá þjónustu hjá Landsbankanum að við veitum afurðalán út á birgðir til þeirra sem kaupa og selja fiskinn, ekki til þeirra sem eru að veiða. Aflinn er á okkar nafni til að tryggja að við höfum hald í vörunni.“ Afli Thorgull var veiddur á Reykjaneshrygg af skipinu Pavlovsk, sem er undir eftirliti Norður-Atlantshafs fiskveiði- nefndarinnar, NEAFC. Þegar Pavlovsk lagði að bryggju í Eist- landi 23. október síðastliðinn leiddi eftirlit í ljós að um 230 tonnum var umskipað yfir í Thorgull 27. ágúst. Að sögn Kjartans Höydal, fram- kvæmdastjóra NEAFC hefur fánaríkið, sem er Bahamaeyjar í tilviki Thorgull, og norskir eig- endur skipsins brugðist skjótt við athugasemdum nefndarinnar. Höydal segir nefndina aðallega eiga samskipti við fánaríki og það sé stjórnvalda í hverju ríki að eiga við þá sem fjármagna ólöglegar veiðar. „En það er í sjálfu sér ekk- ert ólöglegt við það. Vandamálið er að þeir sem fjármagna veiðar vita yfirleitt ekki hvað þeir eru að fjármagna.“ Eftir að þetta kom upp í fyrra skiptið breytti Landsbankinn lána- samningum á þann hátt að yrðu menn uppvísir að kaupum á ólög- legum afla yrði samningnum rift, til þess að menn væru ekki að lenda í þessu grandalausir að sögn Sigurjóns. „Auðvitað viljum við ekki að það sé verið að stunda viðskipti með þessum hætti. Það eru hags- munir þessa banka að allt sé heið- arlegt. Og það eru hagsmunir okkar sem Íslendinga að það sé rétt að þessum málum staðið.“ Stefán Ásmundsson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir afar sjaldgæft að íslensk fyr- irtæki tengist sjóræningjaveiðum. Stefán segir allsherjarúttekt á þessum málum vera í gangi í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Stefán úti- lokar ekki að frumvarp um þessi mál verði lagt fram á yfirstand- andi þingi. Sjóræningjaafli af Reykjanes- hrygg í eigu Landsbankans Tvisvar hefur Landsbanki Íslands veitt afurðalán út á afla sem er ólöglega veiddur. Erfitt að vita hvað verið er að fjármagna segir framkvæmdastjóri Norður-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.