Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 26
greinar@frettabladid.is PANTAÐU NÚNA HJÓLHÝSIÐ FYRIR VORIÐ VIÐ TÖKUM VAGNINN ÞINN UPP Í NÚNA ÞÚ GETUR SÉRVALIÐ BÚNAÐ OG LITI AUKAHLUTAPAKKI AÐ VERÐMÆTI 100.000 KR. FYLGIR EF PANTAÐ ER FYRIR 25. NÓV. Árgerð 2007 helgina 4.-5. nóvember FRUMSÝNING Opið laugardag 12:00-16:00 og sunnudag 13:00-17:00 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um síðustu helgi skilaði sigurstranglegum lista. Geir H. Haarde fékk afdráttar- lausa traustsyfirlýsingu. Hann hefur staðið sig vel og lagað flokkinn átakalaust að nýjum aðstæðum. Hver maður hefur sinn stíl og hver tími sinn mann. Geir er maður tímans. Margir hefðu (eins og Geir sjálfur) viljað sjá Björn Bjarnason við hlið hans, í öðru sæti, en Björn hlaut þó svipað fylgi og áður í prófkjörum. Hann er einn öflugasti ráðherrann, fylginn sér og fastur fyrir. Hann hefur verið manna áhugasamastur um hugmyndir og ódeigur við að svara andstæðingum Sjálfstæð- isflokksins. Þeir hafa þess vegna einbeitt sér að árásum á hann. Það var mjög miður, að nokkrir ungir sjálfstæðismenn skyldu leggja þeim lið í miðri próf- kjörsbaráttu með fávíslegri ályktun um öryggismál, sem auðvitað beindist gegn Birni. Þessir ungu menn köstuðu að vísu svo til höndum, að þeir urðu strax að senda frá sér leiðrétt- ingu við ályktunina. Ályktunin gegn Birni var samin í því fjölmiðlafári, sem varð eftir oftúlkun Stöðvar tvö á ummælum Guðna Th. Jóhannes- sonar sagnfræðings um öryggis- þjónustu lögreglunnar í kalda stríðinu. Í nýlegri Morgunblaðs- grein leiðréttir Guðni þessa oftúlkun skilmerkilega, eins og sönnum fræðimanni sæmir. Hann hafði sagt á Stöð tvö, að líklega hefði framsóknarmaður- inn Ólafur Jóhannesson ekki vitað í dómsmálaráðherratíð sinni af öryggisþjónustunni. Nú tekur Guðni undir það, sem dr. Þór Whitehead prófessor hafði áður haldið fram um vitneskju Ólafs, og kveðst sjálfur hafa frekari heimildir um þetta frá 1971-1974. Þór hefur líka lagt fram gögn um, að framsóknar- maðurinn Steingrímur Her- mannsson hafi komið að öryggismálum. Þetta var því engin „leyniþjónusta Sjálfstæð- isflokksins“, heldur veikburða tilraun til að tryggja öryggi Íslands í kalda stríðinu. Auðvelt er að gleyma því á okkar sælu friðartíð, að þá starfaði hér hópur, sem tók við fyrirmælum frá Moskvu, þáði þaðan stór- fellda fjárhagsaðstoð, hlaut þjálfun í vopnaburði og bylting- arfræðum og skirrðist ekki við að beita ofbeldi. Jafnframt þurfti að fylgjast svo sem auðið var með njósnum úr sendiráði Ráðstjórnarríkjanna. Í upphafi kalda stríðsins beindist heift róttæklinga aðallega að tveimur mönnum, Stefáni Jóhanni Stefánssyni, formanni Alþýðuflokksins, og Bjarna Benediktssyni, varafor- manni Sjálfstæðisflokksins. Margir Alþýðuflokksmenn buguðust andlega. Þeir leyfðu öðrum að velja sér forystumenn og veltu Stefáni Jóhanni úr formannsstóli. Sjálfstæðismenn brugðust öðru vísi við og fylktu sér um Bjarna Benediktsson. Því miður verður hið sama ekki sagt um ákafamennina ungu, sem ályktuðu á dögunum gegn Birni Bjarnasyni. Frá þeim var ekki að heyra sjálfstæða rödd, heldur bergmál frá andstæðing- um flokksins, sem réðust harkalega á Björn fyrir að kynna tillögur frá öryggissér- fræðingum Evrópusambandsins. Þótt Geir H. Haarde brygðist drengilega við Birni til varnar, varpaði ályktunin skugga á prófkjörið, sem heppnaðist að öðru leyti vel. Guðlaugur Þór Þórðarson vann mestan sigur í þessu prófkjöri og hreppti annað sæti listans. Hann laðar fólk að sér og er vaskur í baráttu, eins og sást á málefnalegri, en harðri gagnrýni hans á framferði R- listans í Orkuveitu Reykjavíkur. Við hann eru miklar vonir bundnar. Tveir aðrir frambjóð- endur náðu verulegum árangri. Guðfinna Bjarnadóttir er kappsöm kona og prýðilega menntuð og hefur getið sér orð sem forstöðumaður Háskólans í Reykjavík. Illugi Gunnarsson hefur ígrundaðar skoðanir og kann að rökstyðja þær. Fimm aðrir frambjóðendur skipa næstu sæti og eru líklegir þingmenn, þau Ásta Möller, Pétur Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Birgir Ármanns- son og Sigríður Andersen. Þau eru öll hin frambærilegustu. Fylgi Grazynu Okuniewsku er líka fagnaðarefni: Hún hefur valið að vera Íslendingur, ekki fæðst fyrirhafnarlaust til þess. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að endurnýja sig í Reykjavík, jafnframt því sem hann býr að langri reynslu þeirra Geirs og Björns. Það er ekki sami þreytublær á honum og Samfylkingunni og Vinstri- grænum, þar sem sama fólk tyggur sömu tuggur, ár eftir ár, áratug eftir áratug. Sjálfstæðis- flokknum er óhætt að vera á miðjunni í komandi kosningum, því að miðjan í stjórnmálunum hefur færst langt til hægri. Sigurstranglegur listi Fylgi Grazynu Okuniewsku er líka fagnaðarefni: Hún hefur valið að vera Íslendingur, ekki fæðst fyrirhafnarlaust til þess. ÍPalestínu búa börn við daglegt ofbeldi og vopnaskak, á Indlandi alast börn upp í vændishúsum, í Síerra Leóne þræla börn í demantanámum, í Súdan og Aust- ur-Kongó hafa börn séð foreldra sína og vini myrta. Víða í Afríku er stúlkubörn- um nauðgað af HIV smituðum mönnum og árlega eru yfir milljónir barna seldar eins og hverjar aðrar vörur á milli landa. Ofbeldi gegn börnum má finna í öllum löndum heims og á öllum samfélagsstigum. Sam- kvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna sem kynnt var á allsherjarþinginu nýlega kemur fram að ofbeldi gegn börnum sé iðu- lega hulið og jafnvel félagslega samþykkt. Með skýrslunni, sem gerð var í samstarfi við UNICEF, Mannréttindaráðið og Alþjóðaheilbrigðisstofnun- ina, er í fyrsta skipti gerð heildstæð greining á eðli og umfangi ofbeldis gegn börnum. Í skýrslunni kemur fram að ofbeldi gegn börnum eigi sér margar birtingarmyndir, til dæmis í kyn- ferðislegu ofbeldi, líkamlegum og niður- lægjandi refsingum, vanrækslu, pynding- um, vinnuþrælkun, misnotkun, skaðlegum hefðum (t.d. umskurði stúlkna), þvinguðu hjónabandi, mismunun og heiðursmorð- um. Auk þess kemur fram að gerandinn er yfirleitt sá sem barnið á að geta treyst t.d. foreldri, kennari eða yfirmaður. UNICEF og Barnaheill á Íslandi kynntu skýrsluna sameiginlega hér á landi, enda koma bæði samtökin að gerð skýrslunnar. Samtökin fagna skýrslunni mjög og von- ast til að hún verði til þess að draga úr ofbeldi gegn börnum hvar sem það kann að finnast. Ofbeldi gegn börnum getur aldrei verið réttlætanlegt og á ekki að viðgangast undir nafni aga eða vegna menningarlegra hefða. Þó svo að börn á Íslandi búi við betri kost en jafnaldrar þeirra víða annars staðar, þá megum við vel gera betur. UNICEF á Íslandi og Barnaheill hvetja þau sem koma að málefnum barna á Íslandi að taka skýrsl- una til athugunar. Höfundur er upplýsingafulltrúi UNICEF Ísland. (Greinin er birt í heild á Visir.is undir Skoðun) Ofbeldi gegn börnum U m nokkurn tíma hefur staðið til að ríkissjóður keypti eignarréttindi Reykjavíkur og Akureyrar í Lands- virkjun. Nú hafa verið undirritaðir samningar þar að lútandi. Í tíð fyrri borgarstjórnarmeirihluta strönduðu samningar á andstöðu Vinstri græns. Eignarréttindi Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun eru takmörkuð að því leyti að sveitarfélögin hafa ekki sjálf ráðstöfun- arrétt yfir eignarhlutanum. Hann er háður breytingum á lögum. Að ákveðnu marki var ríkisvaldið því beggja megin borðsins í þessum samningum. Andvirði eignarhluta sveitarfélaganna virðist hins vegar vera metið eins og um ótakmörkuð eignarréttindi sé að ræða er þau hafi fullan ráðstöfunarrétt yfir. Í því ljósi sýnast Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa gert afar góðan samning. Af hagsmunahóli sveitarfélaganna tveggja sýnist þetta því vera kostasala. Reykjavíkurborg hefur verið í verulegum hagsmuna- árekstrum sem eignaraðili að Landsvirkjun og á sama tíma nán- ast einkaeigandi að Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn leysir borgina á góðum kjörum úr þeirri klemmu. Að sama skapi verður að líta svo á að hagsmunir ríkisins séu einnig betur tryggðir með því að rjúfa þessi eignatengsl. Lands- virkjun sem áður taldist opinbert fyrirtæki verður nú hreint ríkis- fyrirtæki. Það ætti fremur en hitt að auðvelda ríkisvaldinu stefnu- mótun í orkumálum. Athygli hlýtur hins vegar að vekja að á þessu kaupstigi málsins virðist margt vera í meira lagi óljóst um markmið ríkisins með kaupunum. Með engu móti verður til að mynda sagt að stefnan í orkumálum sé skýr. Þau eru eigi að síður eitt mesta pólitíska hita- mál samtímans. Á síðasta ári voru kaupáformin studd nokkuð ljósari áformum um þróun orkumálanna. Þá var rætt um sameiningu Landsvirkjun- ar við önnur ríkisorkufyrirtæki. Lýst var áformum um að breyta nýju fyrirtæki í hlutafélag. Loks átti að setja það á markað árið 2008 og fá að því nýja eignaraðila. Þessi stefnumörkun er nú komin ofan í skúffu. Tæplega verður sagt að ný stefnumörkun hefði átt að vera skilyrði fryrir kaupum af hálfu ríkisins. En satt best að segja hefði þó verið eðlilegt að tengja þessi tvö atriði saman. Gallinn við fyrri stefnumörkun var sá að hún byggði ekki á traustum forsendum. Eins og sakir stóðu var óraunhæft að stefna að breytingu á Landsvirkjun í hlutafélag sem skráð yrði á markaði og selt. Þar kom tvennt til: Í fyrsta lagi er enginn samkeppnismarkaður á orkusviðinu. Samkeppni er þar form að lögum án stoðar í raunveruleikanum. Í annan stað er algjörlega óraunhæft að tala um hlutafélagavæð- ingu og sölu á markaði án þess að slíta í sundur virkjanaréttindin og orkuframleiðsluna. Engin skynsamleg rök eru fyrir því að selja virkjanaréttindin og láta verðmyndun þeirra af hendi. Verði það á hinn bóginn gert skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli hverjir eiga orkuframleiðsluna. Fyrri markmið ríkisstjórnarinnar í þessum efnum voru þannig ófullkomin þó að þau hafi verið virðingarverð. En hitt er miklu lakara að nú hefur ríkisstjórnin stigið skref til baka. Markmið hennar nú eru í besta falli óljós. En einmitt á þessu sviði er þörf á lausnum og skýrum markmiðum. Þeirra var sárt saknað við undir- ritun kaupsamninganna. Óljóst markmið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.