Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 13
 Óánægju gætir meðal foreldra í Vesturbænum vegna nýrra reglna varðandi skólaakstur eða strætómiða í skólann. Ungling- ar í sjötta til tíunda bekk verða nú að búa í meira en tveggja kílómetra fjarlægð frá Hagaskóla til að fá strætómiða og hafa ekki í annan skóla að venda þar sem Hagaskóli er eini grunnskólinn í Vesturbæn- um fyrir áttunda til tíunda bekk. Reglurnar tóku gildi í marsbyrj- un 2005 og hafa þau áhrif að ungl- ingar, sem búa vestast í Vestur- bænum og fengu áður strætómiða, verða nú að ganga í skólann um 25 mínútna leið, taka strætó á Nes- vegi eða vera ekið. Elín Sigurðar- dóttir prentsmiður er móðir ungl- ings í Hagaskóla og hún segir að þetta þýði um 10 þúsund króna útgjöld fyrir sig aukalega á mánuði ef barnið tekur strætó. Elín hefur hringt í skólann og sent menntaráði tölvupóst. Hún segist hafa fengið þær upplýsing- ar að hún geti sótt um undanþágu en veit ekki hvað þarf til. Hún hyggst senda borginni formlegt erindi innan skamms. Júlíus Vífill Ingvarsson er for- maður menntaráðs. Hann segir að sú regla hafi verið sett í mars 2005 að nemendur í 8.-10. bekk sem búi í meira en tveggja kíló- metra fjarlægð frá skóla eigi rétt á skólaakstri eða strætómiðum. Kvartanir hafi borist sem tekið verði fullt tillit til. Hann hefur beðið um að farið verði yfir málið og svo tekin ákvörðun um fram- haldið. Lagafrumvarp um afnám fyrningarfrests vegna kynferð- isbrots gegn börnum hefur verið lagt fram á Alþingi í fjórða sinn og er Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fyrsti flutningsmaður. Fyrir liggur frumvarp dómsmálaráðherra sem gerir ráð fyrir fjögurra ára lengingu á fyrningarfresti en ekki er þar nógu langt gengið að mati Ágústs og fleiri að því er kemur fram í tilkynningu frá Ágústi. Um 22.000 manns hafa skrifað undir áskorun þess efnis að samþykkja beri frumvarpið. Kynferðisbrot fyrnist ekki Kári Páll Óskarsson gjaldkeri Ungra vinstri grænna, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3.-4. sæti í forvali VG í Reykjavík og Suðvesturkjör- dæmi. Kári hefur verið félagi í VG frá árinu 1999 og gegnt margvíslegum störfum fyrir flokkinn. Hann hefur setið í stjórn Ungra vinstri grænna frá árinu 2004, þar sem hann er nú gjaldkeri. Kári hefur lokið BA námi í ensku og frönsku frá HÍ þar sem hann leggur nú stund á MA nám í þýðingafræði. Kári gefur kost á sér í 3.-4. sæti Kvörtunum rignir nú inn á áskriftarblöð í Danmörku vegna fríblaðanna. Kvarta áskrifendur Politiken, Berlingske Tidende og Jyllands- Posten yfir því að blöðin berist annað hvort seint eða alls ekki. Ástandið er sérlega slæmt í höfuðborginni og í Árósum, og segir talsmaður Berlingske Tidende að blaðið fái nú 50 prósent fleiri kvartanir en fyrir tilkomu fríblaðanna. „Skömminni má skella á skort á blaðberum. Eftir að fríblöðin komu til, keppa fleiri um allt of fáa blaðbera,“ sagði Carsten Juste, ritstjóri Jyllands-Posten. Í vandræðum vegna fríblaða Lene Espersen, dóms- málaráðherra Danmerkur, hefur verið sökuð um að tímasetja frétt af ökuskírtein- ismissi sínum þannig að lítið bæri á henni í fjölmiðlum, segir í frétt Nyhedsavisen. Hinn 23. október missti Espersen bílprófið og var dæmd til að greiða 1.500 danskar krónur í sekt fyrir að aka á skellinöðruknapa í september. Ráðuneytið beið hins vegar með að segja frá dómi ráðherrans þar til þremur dögum síðar, og kom fréttatilkynningin klukku- tíma eftir að hirðin tilkynnti að María krónprinsessa ætti von á barni. Því fór minna fyrir fregninni en annars hefði verið, að sögn danskra fréttaskýrenda. Sakaður um að tímasetja fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.