Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 12
 Skipting, umfelgun og jafnvægisstilling fyrir fólksbíl á sextán tommu dekkjum með stál- felgum er dýrust hjá Betra gripi í Lágmúla en þar kostar þjónustan 7.760 krónur. Ódýrust er þjónust- an hjá Bílkó í Kópavogi þar sem hún kostar 4.690 og er munurinn því 3.070 krónur eða 65,5 prósent. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 28 þjónustuaðilum á höfuðborgar- svæðinu nú í vikunni. Þjónustan fyrir fólksbíl á þrett- án til fimmtán tommu dekkjum var dýrust hjá Hjólvest, Hjól- barðahöllinni, Gúmmívinnustof- unni og Dekkinu þar sem hún kost- aði 5.800 krónur. Ódýrust var þjónustan hins vegar hjá Dekkja- lagernum á Smiðjuvegi þar sem hún kostaði 4.600 krónur og er munurinn því 26 prósent. Þjónusta hjólbarðaverkstæða við fólksbíla hefur hækkað um átta til níu prósent að meðaltali frá síðustu könnun verðlagseftir- litsins fyrir rúmu ári. Meiri hækk- un hefur þó orðið á þjónustu við stærri fólksbíla á stálfelgum og nemur hún rúmum ellefu prósent- um frá fyrra ári. Þjónusta fyrir jeppa hefur hækkað minna eða um fjögur til sjö prósent á milli ára. Ríflega 3.000 króna verðmunur Anna Sigríður Guðna- dóttir býður sig fram í 4. til 5. sæti á lista í prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. Anna Sigríður er varabæjarfull- trúi í Mosfellsbæ, varaformaður Samfylkingarinn- ar í Mosfellsbæ og hefur setið í blaðstjórn félagsins. Hún er fulltrúi flokksins í fræðslunefnd og heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis. Auk þess á Anna Sigríður sæti í flokksstjórn og í varastjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar. Býður sig fram í 4. til 5. sæti Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upp- töku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmda- stjóri vátrygginga- og fjármála- þjónustu hjá TM, segir fyrirhug- aðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðar- menningu og fækka slysum. „Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálf- sögðu hugarfarsbreyting öku- manna sem skilar mestu. Trygg- ingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjóna- fjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi.“ Pétur segir að til skoð- unar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofn- brautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfis- svipting ökumanna með bráða- birgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfis- svipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágranna- löndum okkar. Í kjölfar ökuleyfis- sviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði. Ökuníðingar hljóta mun þyngri refsingar Sektir vegna umferðarlagabrota munu hækka og gert er ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Þetta er eitt af því sem fram kemur í nýjum lögum sem taka munu gildi 1. desember og í apríl á næsta ári. Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þótt það sé að sjálf- sögðu hugarfarsbreyting öku- manna sem skilar mestu. Guðjón Guðmundsson varaþingmaður tók sæti Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráð- herra á Alþingi á þriðjudag. Guðjón sat um árabil á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og vakti ekki síst athygli fyrir baráttu sína fyrir að Íslendingar tækju upp hvalveiðar á ný. „Þegar ég flutti málið í fjórða sinn 1999 var það loksins samþykkt. Þá var hvalveiðibanninu aflétt og ríkisstjórninni falið að fylgja því eftir,“ segir Guðjón. Hann telur sig ekki verða verkefnislausan í stjórnmálunum eftir að veiðar hófust á ný, alltaf séu verkefni að fást við. Helsta baráttu- málið í höfn Fjöldi fólks kom saman við Óshólavita í Óshlíð á miðvikudag til að biðja fyrir vegfarendum og þeim sem taka ákvarðanir um endurbætur vegasamgangna. Tilefnið var sú hætta sem stafar af grjóthruni úr fjallinu en sr. Skírnir Garðarsson annaðist bænastundina. Valrún Valgeirsdóttir, einn skipuleggjenda bænastundarinn- ar, sagði bænastundina lið í að halda fólki vakandi gagnvart hættum í Óshlíðinni og ýta á eftir fregnum af því hversu langt sé í vegaframkvæmdir á svæðinu. Beðið fyrir vegfarendum Samúel Örn Erlings- son, deildarstjóri íþróttadeildar Ríkisútvarpsins, gefur kost á sér í 2. sæti á fram- boðslista Fram- sóknarflokksins í Suðvesturkjör- dæmi fyrir alþingiskosning- arnar í vor. Samúel Örn er varabæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins í Kópavogi, formaður leikskólanefndar bæjarins og varaformaður hafnarstjórnar. Hann starfaði sem íþróttafrétta- maður og fréttamaður á Ríkisút- varpinu og Tímanum um árabil og hefur tekið þátt í félagsmálum og starfað í íþróttahreyfingunni. Gefur kost á sér í 2. sætið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.