Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 68
! Kl. 17.00 Í tilefni af hundrað ára ártíð leik- skáldsins Henriks Ibsen er efnt til málþings um Henrik Ibsen. Þátt- takendur eru Brynhild Mathisen stundakennari, Gro Tove Sands- mark, sendikennari HÍ í norsku, Kári Halldór Þórsson leikstjóri, Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklist- arráðunautur, Róbert Haraldsson, dósent í heimspeki og Trausti Ólafs- son leiklistarfræðingur. Fundarstjóri er Per Landrø. Gættu mín eða Watch My Back er nýr dansleikhúshópur sem sam- anstendur af þremur karlmönnum og listamönnum LR og Íd. Tríóið skipa þeir Peter Anderson dansari og danshöfundur, Guðmundur Elías Knudsen dansari og Björn Ingi Hilmarsson leikari. Þeir kalla iðju sína dansleikhússport og segja það nýja tegund afþreyingarlistar. Hópurinn spinnur gamansamar senur með hjálp áhorfenda. Áhorf- endur gefa leikurum/dönsurum stikkorð sem þeir spinna út frá. Segir í fréttatilkynningu frá Borg- arleikhúsi: „Þetta er viðkvæmt en skemmtilegt „listform“ þar sem allt getur gerst – það er aðeins spurning um hugmyndaflug áhorf- enda.“ Leikið verður í kaffileikhúss- temningu í forsal Borgarleikhúss- ins þar sem barinn verður opinn, en allur leikur fer fram á ensku. Fjórar sýningar verða hjá hópn- um, hin fyrsta í kvöld kl. 20.10. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Borgarleikhússins. Danstrúðar spinna Gnægtarborð Unglistar Sýningu listahópsins Invasion- istas í Kling og Bang-galleríi á Laugavegi lýkur um helgina. Invasionistas er fjölþjóðlegur hópur listamanna sem starfar í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn heldur sýningu saman. Undanfarin tíu ár hafa þau starfað saman í pörum og smærri hópum að gjörningum, innsetning- um og myndbandagerð. Ætlun þeirra er að kanna merk- ingu innrásar almennt og hvernig hún endurspeglast í veröldinni, í íslensku sögunni og í blindgötu- stjórnmálum heimalands síns. Á mjög djúp-yfirborðskenndan hátt mun hópurinn kynna viðhorf sín á ástinni og lífinu. Sýningin var opnuð í tengslum við grasrótarhátíðina Sequences en hópurinn kom sér fyrir í gall- eríinu og hefur starfað þar eins og nokkurskonar sértrúarsamtök þar sem hver og einn kynnir sín ein- stöku máttaröfl í gegnum gjörn- inga, tónlist, herkvaðningu, mála- miðlanir, sérleiðangra og trúboð, og óhætt að innrásin hafi hrist upp í íslensku samfélagi. Sýningin er opin milli kl. 14-18 og stendur fram á sunnudag. Innrásinni að ljúka Komin er út þriðja sóló- plata Óskars Péturs- sonar, Ástarsól, en fyrri plötur Óskars hafa báðar náð metsölu. Á plötunni flytur Óskar lög Gunnars Þórðarson- ar sem ávallt hefur verið í miklum metum hjá Óskari og hann hefur borið mikla virðingu fyrir sem lagahöf- undi. Óskar syngur fjórtán lög Gunnars og þar af níu ný lög. Meðal eldri laga á plötunni eru: Ástar- sæla, Vetrarsól, Bláu augun þín, Hafið og Reykjavík. Meðal textahöfunda á nýju plötunni eru: Davíð Oddsson, Friðrik Erlings- son, Karl Mann, Halldór Gunnarsson, Kristján Hreinsson, Einar Már Guðmundsson og Gísli Rúnar Jónsson. Óskar syngur dúett í tveimur lögum með Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og Regínu Ósk. Gunnar Þórðarson stjórnaði upptökum á plötunni auk þess að útsetja lögin. Ástarsól Óskars Nú er annatími hjá útgef- endum sem þeysast milli bæjarhluta með handrit og útprent. Orðin og sögurnar dælast úr prentvélum yfir í plastvélar og rata loks í hillur verslana þar sem lesendur bíða spenntir eftir jólabókunum. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið að koma bókunum út því að sögn Guðrúnar Vilmundardóttur, útgef- anda hjá forlaginu Bjarti, eru óþolinmóðir lesendur farnir að hringja og reka á eftir sumum þeirra. Í síðustu viku komu út þrjár ljóðabækur hjá forlaginu sem og dágott úrval af spennandi barnabókum og þýðingum en á morgun bætast við fjórar íslensk- ar skáldsögur. Guðrún útskýrir að sögur þær séu allar eftir kunn- uglega höfunda sem hafi gefið út hjá forlaginu áður en nú rói þeir á ný mið. Fyrst ber þar að nefna höfundinn Jökul Valsson sem stimplaði sig inn í bókmenntalandslagið með hrollvekjunni Börnin í Húmdölum fyrir tveimur árum. „Jökull gefur út söguna Skuldadagar sem er spennusaga en þó ekki reyfari,“ segir Guðrún. Þar segir af óláns- dreng sem sífellt ætlar sér að redda málunum fyrir helgina en týnir eiturlyfjum sem hann hyggst selja. „Úr verður mikill eltingar- leikur því raunverulegir eigendur góssins eru alls ekki lukkulegt lið. Þetta er bæði fyndin og þrusu- spennandi bók,“ segir Guðrún. Lánið eltir heldur ekki aðalpers- ónu bókar Eiríks Guðmundssonar sem einnig gefur út sína aðra bók hjá Bjarti. „Þetta er fyrsta skáld- sagan hans en hann gaf út bók í svörtu línunni okkar fyrir tveimur árum,“ útskýrir Guðrún og áréttar að sagan sé nokkuð „Eiríks-leg“ og rödd söguhöfundarins kunnugleg í völdum köflum hennar. „Sagan sú fjallar um mann sem á í vanda með að greina milli skáldskapar og veruleika. Hann verður fyrir þeirri stórkostlegu tragedíu að missa póstkort út um gluggann. Þá lendir allt í handaskolum eins og þeir vita sem lent hafa í sambæri- legum hremmingum.“ Rithöfundurinn Steinar Bragi er iðinn við kolann, nú kemur út hans sjötta bók hjá Bjarti en á árinu gaf hann einnig út bók í seríu Nýhil forlagsins, Norrænar bókmenntir. „Þetta er fjórða skáldsagan hans en í henni eru bæði gamalkunnug efnistök sem aðdáendur hans þekkja og alveg nýr tónn því bókin, Hið stórfenglega leyndar- mál heimsins, er spæjarasaga. Aðalpersónur bókarinnar eru hinn mikli leynispæjari Steinn Steinarr og aðstoðarmaður hans Muggur Maístjarna en sögusviðið er stór- fenglegt skemmtiferðaskip sem heitir Heimurinn,“ útskýrir Guð- rún og tekur undir að sagan gæti flokkast sem táknsaga og að höf- undurinn sé lítt að linast með árun- um. Fjórða bókin er saga Sigurjóns Magnússonar, Gaddavír, en höf- undur hennar hefur meðal annars sent frá sér bækurnar Góða nótt, Silja og Hér hlustar aldrei neinn. „Þetta er knöpp saga og meitluð,“ segir útgefandinn og bætir því við að Sigurjón sé mjög áleitinn höf- undur. Í bókinni segir frá óhuggu- legum atburðum á bóndabæ sem fortíðin hvílir á eins og skuggi en misgerðir hennar eru afhjúpaðar smám saman. „Sagan er fallega sögð og rakin aftur í tímann. Maður situr alveg stjarfur yfir þessari bók – þar er ólga undir hverju orði.“ Bjartur fer ekki aðeins mikinn á bókmenntavellinum heldur hefur forlagið líka fært sig upp á skaftið því á dögunum kom út fyrsti hljómdiskurinn á vegum þess. Diskurinn Magga Stína syngur Megas ber nafn sitt með rentu en útgáfutónleikar Möggu Stínu verða í Salnum annað kvöld eins og til að kóróna þennan margfalda útgáfu- dag. „Dótturfyrirtækið Bjartur Records Limited gefur diskinn út en til þess var stofnað sérstaklega vegna þess að þarna er gæðaefni á ferð,“ segir Guðrún sposk en bætir við að óvíst sé um frekari tónlistar- útgáfu. „Það verður þó tekið til vandlegrar skoðunar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.