Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 03.11.2006, Blaðsíða 74
Það áttu ekki margir von á því að gömlu brýnin í bresku rokksveitinni The Who ættu eftir að gefa út plötu með nýju efni, en nú er hún stað- reynd. Endless Wire kemur út tæpum aldarfjórðungi á eftir síðustu hljóðversplötu þeirra, It’s Hard. Trausti Júlíusson komst að því að nýja platan sver sig í ætt við fyrri verk sveitarinnar. Hljómsveitin The Who er hiklaust eitt af stóru nöfnunum í rokksög- unni. Hún sló í gegn um miðjan sjöunda áratuginn með rokkslög- urum á borð við I Can’t Explain, Anyway Anyhow Anywhere og My Generation. Hún gerði Tommy, fyrstu rokkóperuna sem náði ein- hverjum vinsældum, árið 1969. Hún var þekkt fyrir brjálaða tón- leika sem enduðu jafnvel á því að hljómsveitarmeðlimir mölvuðu gítara og veltu um koll trommu- settinu og hátalarastæðum. Hún setti hávaðamet á tónleikum árið 1976 sem stóð í fjölda ára. Og fáar sveitir hafa rústað fleiri hótelher- bergi. Síðustu tvo áratugi hefur hljómsveitin hins vegar lítið starf- að og eingöngu komið saman til tónleikahalds. Eftir að bassaleik- arinn John Entwistle dó fyrir fjór- um árum voru flestir búnir að afskrifa sveitina endanlega. En aldeilis ekki. The Who hefur spilað mikið á árinu 2006 og fyrsta stúd- íóplatan í 24 ár, Endless Wire, er nýkomin í verslanir. The Who var á blómaskeiði sínu skipuð fjórum meðlimum; Roger Daltrey söngvara, Pete Townshend, gítarleikara og aðallagasmið sveit- arinnar, John Entwistle bassaleik- ara og Keith Moon trommuleikara. Keith var magnaður trommuleik- ari og alræmdur sukkari og óláta- belgur. Það var hann sem keyrði Rolls Royce út í sundlaugina á Holiday Inn-hóteli 1967 (verður seint toppað). Hann dó af ofneyslu lyfja árið 1978. John Entwistle bassaleikari dó svo eins og áður er getið árið 2002 af hjartaáfalli sem mátti rekja til kókaínneyslu. Og þá voru eftir tveir. Roger og Pete. Það eru liðin 44 ár frá því Pete og Roger spiluðu fyrst saman í hljóm- sveit, en samband þeirra er enn sterkt. „Hjónaband mitt og kon- unnar hélt ekki, en hjónaband okkar Petes lifir enn,“ sagði Roger nýlega í viðtali þegar hann var spurður hvernig þeir færu að því að vera enn saman eftir öll þessi ár. The Who er nú að klára mikla heimstónleikaferð. Með Pete og Roger á því ferðalagi spila m.a. Simon bróðir Petes á gítar og Zak Starkey, sonur Ringo Starr, spilar á trommur. Tónleikarnir hafa feng- ið mjög góða dóma. Það er enn hávaði og kraftur í bandinu og yngri rokkarar eins og Paul Well- er, meðlimir Oasis og The Fratellis hafa lýst yfir ánægju sinni með frammistöðuna. Eitt af því sem The Who er þekkt fyrir eru rokkóperurnar. Fyrstu mini-óperuna, A Quick One While He’s Away, samdi Pete Townshend 1966, en þekktastar eru Tommy og Quadrophenia. Nýja Who-platan Endless Wire er tvískipt. Fyrri hlutinn eru níu glæný lög, en seinni hlutinn er tíu laga mini-rokkóper- an Wire & Glass í heild sinni. Tónlistin er mjög í anda fyrri verka sveitarinnar. Þetta eru kröft- ug rafmagnsgítarstykki í bland við rólegri kassagítarkafla. Gít- artrikkin hans Petes eru á sínum stað og líka söngstíllinn hans Rog- ers. Ekki mikil nýsköpun kannski en þessi lög virka vel og heildar- svipurinn er fínn. Flestir tónlistar- miðlar hafa tekið plötunni vel. David Fricke hjá Rolling Stone gefur henni t.d. 4/5. Í næstu viku kemur nýtt tónleikasafn frá hljóm- sveitinni á DVD. Það heitir Who’s Better, Who’s Best ... Saga The Who Á þessum tíma ársins er yfirleitt farið að skýrast hvaða plötur muni berjast um það að vera valdar bestu plöturnar á árslistum tónlistar- spekinga og áhugamanna. Síðasta ár var sem dæmi án efa ár Sufjan Stevens og var það orðið nokkuð ljóst á þessum tíma árs að fáar plötur gætu fellt hann og plötuna Illinois af stallinum sem besta plata ársins. Árið í ár er hins vegar algjörlega án augljósra sigurvegara. Engin ein plata hefur fengið algjört einróma lof gagnrýnenda, að minnsta kosti ekki þannig að áberandi þyki. Árið hefur verið frekar jafnt, kannski rétt yfir meðallagi og varla það. Þær plötur sem hafa fengið bestu dómana eru meðal annars nýjustu skífur gömlu jálkanna Bobs Dylan, Toms Zé, Pauls Simon, Donalds Fagen og Alis Farka Toure. Bandaríkjamenn eru einnig afar hrifnir af „amerísku“ hljómsveitinni The Hold Steady á meðan Bretarnir heillast helst af hinni ofurofmetnu sveit Arctic Monkeys. Guillemots, Lily Allen, Hot Chip og Scott Walker gætu einnig blandað sér í baráttuna um bestu bresku plötu ársins. Ekki má heldur gleyma öðrum lista- mönnum sem hafa sent frá sér frambærilegar plötur á árinu, á borð við The Rapture, Annuals, The Strokes, Bonnie „Prince“ Billy, TV on the Radio og fleiri sem eru auðvitað alltof margir til þess að fara að telja upp hér. Nokkrar plötur eru þó enn óútgefnar og gætu blandað sér í baráttuna. Má þar til dæmis nefna Swan Lake, Jóönnu Newsom og ... And You Will Know Us By the Trail of Dead. Hér á landi hafa plötur Skakkamanage, Ghostigital, Eberg, Lay Low, Reykja- vík! og Péturs Ben helst slegið í gegn hjá gagnrýnendum. Þó verður að teljast afar líklegt að væntanleg plata Benna Hemm Hemm muni vinda sér í baráttuna. Árið er samt ekki liðið í aldanna skaut þannig að við skulum sjá hvað setur. Hver er besta plata ársins? Tónleikar í þrívídd Allar nýjustu upplýsingar og fréttirá ensku á vefnum reykjavik.com og í blaðinu Reykjavikmag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.