Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 11
Bíll á mynd er með 35" breytingu. Verð: 5.350.000 kr. Galdrasýningin á Ströndum er á lista yfir tíu söfn í heiminum sem ísraelska ferða- skrifstofan Masa Acher telur ómaksins vert að heimsækja á næsta ári. Þetta kemur fram á strandir.is. Segir þar ennfremur að þessi listi muni birtast í næsta tölublaði tímarits sem ísraelska ferðaskrifstofan gefur út mánaðarlega. „Galdrasýning á Ströndum mun fá sinn sess í næsta tölublaði tímaritsins með texta og ljós- myndum. Tímaritið fjallar um m. a. sérstaka staði, fólk, menningu, trúarbrögð, náttúruundur, ferða- lög, landafræði og ævintýraferð- ir,“ segir á strandir.is. Strandagaldur á heimsmæli- kvarða Þór Sigfússon, for- stjóri Sjóvár, segir kostnað við tvöföldun Suðurlandsvegar fara eftir því á hve löngum vegar- kafla vegurinn yrði tvöfaldaður og hvernig vegatengingunum yrði háttað. Á fundi sem haldinn var á Sel- fossi í liðinni viku kynnti Sjóvá hugmyndir fyrirtækisins um einkaframkvæmd á tvöföldun Suðurlandsvegar frá Reykjavík að Þjórsárbrú. „Ég myndi þó ráðgera að kostnaður framkvæmdanna yrði um sjö milljarðar sem myndu án efa skila sér í fækkun umferðar- slysa. Árlegt tjón á Suðurlands- vegi af völdum umferðarslysa nemur hátt í milljarð króna og þar af er hlutur tryggingafélag- anna um 500-600 milljónir.“ Þór segir tvöföldun Suður- landsvegar mega flokkast undir nýja tegund forvarna og æskilegt væri að tvöfalda bæði Suðurlands- og Vesturlandsveg á næstu sex til átta árum. Hann segir ennfremur að með því að setja vegaframkvæmdir í hendur einkaaðila sé hægt að flýta þeim um tíu ár. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra sagðist á fundinum vera fylgjandi því að einkaaðilar tækju að sér uppbyggingu og rekstur samgöngumannvirkja. Tvöföldun kostar um sjö milljarða króna Listamaðurinn Örn Ingi vill samstarf við Grundarfjarðarbæ um gerð leikinnar myndar sem tengist bæjarhátíðinni Á góðri stundu. Á síðasta fundi menningarmála- nefndar Grundarfjarðar kom fram að Örn Ingi væri væntanleg- ur til bæjarins til að kynna mynddisk sem hann hefur unnið um bæjarhátíðina. Hann hefði einnig fengið þá hugmynd að gera kvikmynd sem tengist hátíðinni. „Um er að ræða möguleika á leikinni kvikmynd sem gerist að miklu leyti erlendis,“ segir í fundargerð menningarmálanefndar- innar sem sagðist gjarnan vilja kynnast hugmynd Arnar Inga frekar. Bíómynd um Grundarfjörð Karlmaður á þrítugs- aldri var dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir fíkniefna- og vopna- lagabrot í Héraðsdómi Reykjavík- ur á föstudag. Þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir. Maðurinn var dæmdur fyrir að vera með rúm þrjátíu grömm af hassi og tæp þrjú grömm af marijúana í fórum sínum auk tveggja hnífa sem sýnt þótti að voru ekki ætlaðir til notkunar við heimilishald eða atvinnu. Með brotinu rauf maðurinn skilorðsbundinn dóm fyrir fíkniefnalagabrot frá árinu 2005. Fíkniefni mannsins voru gerð upptæk og var honum gert að greiða sakarkostnað í málinu. Var með fíkni- efni og hnífa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.