Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 16
nær og fjær „ORÐRÉTT“ Kjarnorkuváin er liðin tíð. Kjarnorkubyrgi Almanna- varna í lögreglustöðinni við Hlemm verður bráðlega not- að sem æfingaaðstaða fyrir lögregluna. Almannavarna- lúðrarnir eru þagnaðir og símaskráin er löngu hætt að birta leiðbeiningar um rétt viðbrögð í kjarnorkuárás. Það er þó ekki langt síðan kjarnorkuógnin vofði yfir Íslendingum eins og öðrum íbúum jarðarinnar. Áratugum saman ríkti ógnarjafn- vægi, en það var viðkvæmt. Alltaf mátti eiga von á hamförum þegar sprengjan spryngi yfir Keflavíkur- flugvelli. Fólk fékk martraðir um borðalagða menn sem ýttu á rauða takka, kjarnorkusveppi yfir Keflavík og endalok mann- kynsins. Í símaskránni mátti lesa sér til um réttu viðbrögðin kæmi til heimsenda, Bubbi Morthens æpti að við myndum öll deyja og hryllingsmyndir fjölluðu um ömurlegt líf afskræmdra mann- vera sem vöfruðu um í kjarnorku- vetrinum. Í kjallara lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu var stjórnstöð Almannavarna. Þar var kjarnorku- byrgi sem stóð tilbúið ef til þess versta kæmi. Guðjón Petersen var framkvæmdastjóri Almanna- varna í 25 ár og vann í kjallaran- um. „Lögreglustöðin var hönnuð og byggð snemma á 7. áratugnum þegar Kúbudeilan stóð sem hæst og heimurinn var á barmi kjarnorkustyrjaldar,“ segir Guð- jón. „Byrgið var því með mjög öflugum gas- og geislafilterum og átti að standast beina árás á lögreglustöðina. Byrgið var ætlað þeim sem áttu að stjórna sam- ræmdum aðgerðum í hamförum, en möguleikinn á kjarnorkuárás plagaði okkur svo sem aldrei. Náttúra Íslands sá til þess að við höfðum um nóg annað að hugsa.“ Guðjón segir að miklar áætl- anir hafi verið til um viðbrögð við kjarnorkuárás. „Gerðar voru módelárásir á Ísland og unnið út frá því að eins megatonna kjarnorkusprengja yrði sprengd yfir Keflavíkurflugvelli. Það var gerð ýtarleg könnun á því hvar væri hægt að hýsa fólk í kjarnorkuárás. Víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu voru kjall- arar og byrgi sem veittu hundrað- falda skýlingu, en það var talið duga. Til var húsnæði sem nægt hefði áttatíu prósent af íbúum höfuðborgarsvæðisins. Hin tuttugu prósentin hefðu að öllum líkindum farist í sprenging- unni.“ Ekki voru matvörur í byrginu á Hlemmi enda talið að nokkur aðdragandi yrði að árás og því tími til að sanka að sér vistum. Í byrginu var útvarpssendir svo hægt hefði verið að senda út upp- lýsingar á miðbylgju. „Geislun af úrfellinu dvínar hratt og því var ekki gert ráð fyrir að fólk hefði hafst við lengur en 72 tíma í byrg- inu. Eftir það var talið óhætt að fara út í klukkutíma á dag án sér- staks hlífðarbúnaðar,“ segir Guð- jón. Eftir að lögreglan í Reykjavík tók yfir gömlu Almannavarna- aðstöðuna stóð hún auð og óbreytt í nokkurn tíma en nú er verið að breyta byrginu í æfingaaðstöðu fyrir lögregluna. Í þessu ramm- gerða húsnæði á grunnþjálfun lögreglunnar að fara fram, handtökuæfingar og því um líkt. Guðjón Petersen segir að á sjö- unda áratugnum hafi Almanna- varnir viljað dreifa vönduðum bæklingi inn á öll heimili landsins um rétt viðbrögð í kjarnorkuárás en frá því hafi verið fallið. Talið var að svona bæklingur myndi valda óþarfa ótta meðal lands- manna. Það kom þó ekki í veg fyrir að aftast í símaskránni var ár eftir ár ein blaðsíða tileinkuð „áhrifum kjarnavopna og vörnum gegn þeim“. Þar mátti lesa um rétt viðbrögð og meðal annars þetta: Snúið strax undan ljósinu til að verjast blindu. Þeir sem fá á sig geislavirkt úrfall á leið í skjól, eiga að bregða klút fyrir andlit sér. Áður en farið er inn í skýli verður að afklæðast menguðum fötum fyrir utan og dusta ryk úr höfði sér svo sem kostur er. Þá voru lúðrar Almannavarna prófaðir ársfjórðungslega. „Fyrst voru þeir prófaðir í hádeginu á laugardögum, en því var hætt eftir að það hitti á nýjársdag. Menn voru lítt hrifnir af því að vera vaktir með þessum déskot- ans látum,“ segir Guðjón. Því var farið að prófa lúðrana á miðviku- dögum. Þegar lúðrarnir glumdu ársfjórðungslega átti fólk að fletta upp í símaskránni til að athuga hvað hvert hljóðmerki táknaði. Þau voru þrjú og táknuðu „áríðandi tilkynning í útvarpi“, „hætta yfirvofandi“ og „hætta liðin hjá“. Síðast voru lúðrarnir þeyttir árið 1997 og nú er búið að aftengja þá alla. Símaskráin árið 1989 var sú síðasta sem kjarnorkusíðan birtist í. Berlínar- múrinn féll í nóvember 1989 og nú vofa aðrar og öðruvísi ógnir yfir jarðarbúum. – Vel lesið Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Áhugasamir auglýsendur vinsamlegast hafið samband í síma 5505844 | orn.geirsson@365.is Einblöðungar - bæklingar - blöð - umslög Vertu inní Fréttablaðinu með þitt kynningarefni Notaðu mest lesna* blað landsins til að dreifa kynningarefni til þinna viðskiptavina *Gallup maí 2006 Í skugga sprengjunnar Hinn gullni meðalvegur Aldrei? Erum dálítið að elta skottið á okkur Árni búinn að afplána
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.