Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 64
! Í fjöldamörg ár virðast íslenskir fjölmiðlar, að undanskilinni Rás 1 og Morgunblaðinu, hafa verið nokkurn veginn á einu máli um að klassísk tónlist sé ekki fjölmiðlaefni. Ég hef áður bent á að erlendar kannanir sýna að klassísk tónlist nýtur mun meiri vinsælda en margir halda. Kannski eru þessar upplýsingar einmitt að skila sér á rétta staði, því að skyndilega virðist vera að birta til á hinum ýmsu vígstöðvum. Ríkissjónvarpið hefur t.d. blásið til sóknar á þessu sviði, og væntan- lega hvetur það Efstaleitismenn til frekari dáða að Græna herbergið, þáttur Jónasar Ingimundarsonar og Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, er tilnefndur til Edduverðlauna sem sjónvarpsþáttur ársins. Þættir Jónasar Sen, Tíu fingur, hafa fengið prýðilegar viðtökur og vonandi verður framhald á þeim eftir að fyrsta þáttaröðin rennur sitt skeið á enda. Við eigum a.m.k. nóg af frambærilegu tónlistarfólki til að halda þeim gangandi í mörg ár í viðbót. Það væri hægt að gera heila þáttaröð um íslensk tónskáld, aðra um kórstjóra, þá þriðju um ungt og efnilegt tónlistarfólk, o.s.frv. Þannig yrði líka til dýrmæt þekking á framleiðslu slíkra þátta, sem er einmitt það sem hefur skort fram til þessa. Tónlist lýtur öðrum lögmálum en fótbolti, líka sem sjónvarpsefni. Það þarf önnur efnistök, og dagskrárgerðarfólkið þarf tíma til að tileinka sér þau. Það kemur kannski einhverjum á óvart, en Bandaríkjamenn hafa svo áratugum skiptir staðið öðrum þjóðum framar í að gera klassíska tónlist aðgengilega í sjónvarpi. Það var hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Leonard Bernstein sem ruddi brautina með mögnuðum fræðsluþáttum sínum, Young People‘s Concerts, sem fóru í loftið 1958 og gengu í fimmtán ár. Bernstein var hinn fullkomni sjónvarpsmaður: hann myndaðist vel, geislaði af lífsorku og áhugi hans á tónlist var bókstaflega smitandi. Nú virðist arftaki Bernsteins hafa stigið fram á sjónarsviðið. Michael Tilson Thomas, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinnar í San Fransiskó, er umsjónarmaður nýrrar þáttaraðar, Keeping Score, sem bandaríska ríkissjónvarpið (PBS) framleiðir. Verkefnið mun standa í fimm ár og kostnaðaráætlun hljóðar upp á rúman einn og hálfan milljarð króna. Markmið þáttanna er að miðla upplýsingum um helstu hljómsveitarverk sögunnar á áhrifamikinn og spennandi hátt. Í fyrstu þáttaröðinni tekur Tilson Thomas m.a. fyrir tvö byltingarkenndustu tónverk allra tíma: Eroicu-sinfóníu Beethovens og Vorblót Stravinskis. Hann fer til Vínarborgar og Parísar og útskýrir fyrir áhorfendum á heillandi hátt, bæði við flygilinn og fyrir framan hljómsveitina, hvað það var í þessari kraftmiklu tónlist sem sló áheyrendur algjörlega út af laginu. Klippingarnar eru hraðar, athugasemdir stjórnandans eru skýrar og aðgengilegar, og hverjum þætti lýkur á að viðkomandi verk er flutt á tónleikum í Davies-tónleikahöllinni. Keeping Score-þættirnir eru sýndir í Bandaríkjunum einmitt um þessar mundir. Hvernig væri að RÚV keypti þá og setti þá á dagskrá á sunnudagskvöldum þegar fyrsta þáttaröðin af Tíu fingrum hefur runnið sitt skeið á enda? Vefsíða Keeping Score-þáttanna (www.keepingscore.org) er frábært dæmi um hvernig hægt er að gera fræðslu- og menningarefni lifandi og aðgengilegt á netinu. Þetta eiga Íslendingar eftir að læra ef marka má síðurnar mbl.is og visir.is. Þar er ekki fjallað um klassíska tónlist, leiklist eða myndlist nema í undantekningartilvikum, enda fellur efnið ekki að þeim efnisflokkum sem lagt er upp með. Fréttir af listum rúmast helst undir flokkunum „Fólkið“ eða „Lífið“, en svo virðist sem umsjónarmönnum vefjanna þyki mikilvægara að Íslendingar viti hvað amerískum kvikmyndastjörnum finnst best að borða í morgunmat en hvað íslenskir listamenn eru að fást við hér heima og erlendis. Þarf þetta að vera svona? Ágætt dæmi um gagnstæða nálgun er vefsíða breska dagblaðsins The Guardian, þar sem heil undirsíða er eingöngu helguð klassískri tónlist (music.guardian.co.uk/classical). Þar er hægt að lesa viðtöl við helstu tónlistarmenn samtímans, gagnrýni um tónleika og óperusýningar, og fréttir úr tónlistarheiminum. Nýlega hljóðritaði The Guardian fyrirlestraröð sem ungverski píanóleikarinn András Schiff hélt í Wigmore Hall og hlaut frábærar viðtökur. Viðfangsefnið var píanósónötur Beethovens og fjórir fyrstu fyrirlestr- arnir eru þegar komnir á netið. Hvenær skyldu íslensku netmiðlarnir brydda upp á einhverju jafn frumlegu? Það virðist a.m.k. vera séríslenskt viðhorf að klassísk tónlist sé ekki fjölmiðlaefni. Enda skulum við vona að það sé á hröðu undanhaldi. Klassísk tónlist er fjölmiðlaefni Stúdentaleikhúsið sýnir verk sitt „Þú ert enginn Johnny Depp“ í Austurbæ. Þetta óvenjulega verk er í raun stúdía á valdníðslu og varnarleysi mannskepnunn- ar og könnun á því hvernig of mikið eða of lítið frelsi getur leikið okkur öll. Hörður Ellert Ólafsson, formaður Stúdentaleikhússins, útskýrir að verkið byggi á frægri rannsókn sem gerð var í Stanford-háskóla árið 1971. Rannsóknin sé jafnan kölluð „The Stanford Prison Experiment“ en henni var stjórn- að af Dr. Philip G. Zimbardo, sálfræðiprófessor við Stanford- háskóla. „Rannsókn þessi beindist að því að kanna hvernig maðurinn bregst við þegar honum er haldið föngnum,“ útskýrir Hörður. „Upp- haflega átti rannsóknin að standa yfir í tvær vikur en henni var hætt á sjötta degi því það fór allt úr böndunum, þá voru þátttakendur í rannsókninni farnir að beita hver annan andlegu ofbeldi.“ Tuttugu og fjórir heilbrigðir karlkyns stúdentar úr millistétt tóku þátt í rannsókninni á sínum tíma og réðst það af tilviljun hverjir urðu fangar og verðir. Leitast var við að skapa aðstæður og líkja eftir raunverulegri fangelsisvist, þátttakendur voru til að mynda innilokaðir í klefum, klæddir bún- ingum og beittu verðirnir þá harð- ræði en þeir höfðu frjálsar hendur um hvernig þeir komu fram við fangana nema að ekki mátti beita þá líkamlegu ofbeldi. Línan milli raunveruleikans og þessa svið- setta hryllings varð hins vegar óskýrari en rannsakendurna óraði fyrir. „Við byggjum leiksýninguna á heimildum um þessa rannsókn,“ útskýrir Hörður og bendir á að mikla upplýsingar sé að finna um hana á netinu en á heimasíðu henn- ar sé einnig hægt að nálgast myndbandsupptökur af atburðun- um. „Við erum hins vegar ekki að sviðsetja rannsóknina heldur okkar eigin sýningu og þess vegna setjum við ýmist tvist á hlutina.“ Hugmyndin að baki sýningunni er komin frá Birni Hlyni Haralds- syni leikstjóra. „Hann hafði lengi langað að vinna sýningu úr þessari rannsókn. Víkingur Kristjánsson gerir síðan leikgerðina en þeir tveir og leikhópurinn allur eru höf- undar verksins því sýningin er einnig mikið til unnin út frá spuna.“ Átján leikarar Stúdentaleikhúss- ins taka þátt í sýningunni og segir Hörður að vinnuferlið hafi verið mjög áhugavert. „Við höfum unnið talsvert með einlægni, nálægð og tilfinningar,“ áréttar Hörður og bætir því við að fróðlegast hafi verið að finna hversu stutt er í frumeðlið hjá mannskepnunni eins og fyrrgreind rannsókn stað- festi að nokkru leyti. Ísland sam- tímans sé annað talandi dæmi því Hörður vísar til átaksins Nóvem- ber gegn nauðgunum sem beint er gegn ofbeldis- og kynferðis- glæpum. „Það er fáránlega stutt í frumhvatir mannsins sem brjót- ast til dæmis út í einhverju vímu- rugli eða þegar menn kunna sér ekki hóf. Þetta félagslega taum- hald getur hætt að virka allt í einu.“ Kl. 15.00 Listakonurnar Dagbjört Guðmunds- dóttir, Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Helga Jensdóttir, Helga Sigurðar- dóttir, Kristín Tryggvadóttir, Laufey Johansen, Maja Siska og Margrét Brynjólfsdóttir sýna verk sín á Skúlagötu 61. Sýningin ber yfirskrift- ina „40A 32D“ og verður hún opin daglega kl. 15-19 og um helgar kl. 13-18 fram til 18. nóvember. Fundnar eru ljósmyndir eftir bandaríska ljósmyndarann Dorot- heu Lange sem hún tók veturinn 1943 þegar alríkisstjórn Banda- ríkjanna fyrirskipaði að þúsundir bandarískra þegna af japönskum uppruna skyldu hnepptir í fangelsi. Eru ljósmyndirnar um 800 talsins og hafa lengi verið taldar glataðar. Lange var heimsþekkt fyrir ljós- myndir sínar af flóttafólki frá land- búnaðarhéruðum á kreppuárunum. Áður var ljósmyndarinn Ansel Adams búinn að birta myndir frá herleiðingu japanskra Bandaríkja- manna en örlög þeirra hafa lengi legið í þagnargildi vestanhafs og þykir þetta smánarblettur í stjórnar- fari stríðsáranna þar í landi. Myndir Lange eru sagðar bera öll einkenni hennar; myndefnið er ekki sviðsett heldur sótt til raun- verulegra aðstæðna. Myndbygging ber öll einkenni meistara og sýnir mannlega hlið fanganna. Talið er að vel yfir hundrað þúsund hafi verið fangelsaðir og var reynt að leyna aðbúnaði þeirra lengi vel. Mun Lange hafa heimsótt 21 fang- elsi og víðast var henni meinaður aðgangur að myndefni eins og gaddavírsgirðingum, húsakosti sem var lélegur og hreinlætis- aðstæðum eins og opnum klóökum. Talið er að fangarnir hafi tapað samtals 2,5-6,2 milljörðum dala, en langflestir voru neyddir til að láta eignir sínar af hendi og fengu engar skaðabætur að stríðinu loknu. Úrval mynda Lange frá þessum tíma eru nú komnar út á bók, Impounded, hjá Norton. Þar er að finna ritgerð um handtökurnar og aðstæður fanganna, en fjölskyldun- um var safnað saman í bráðabirgða- byrgi og gripahús og haldið þar til loka stríðsins. Lange sá mikið eftir myndun- um, en hún hafði lagt mikla vinnu í þær, þegar þær hurfu. Hún lést árið 1965 og er talin með fremstu ljós- myndurum Bandaríkjanna á síð- ustu öld. Ljósmyndir hennar eru listrænar í myndbyggingu og í þeim má sjá samúð hennar með þeim sem minna mega sín og órétti eru beittir. Útgáfa myndanna frá japönsku fangabúðunum snertir strengi í sál Bandaríkjamanna. Sjá má skýra samsvörun milli mynda Lange og ljósmynda af helför gyðinga í Evrópu. Örlög fanganna á þeim tíma eru þau sömu og við sjáum á myndum frá stríðshrjáðum svæð- um heimsins nú á tímum. Það rifj- ast upp að nýsett lög í Bandraríkj- unum um fangelsun án dóms og laga eiga sér eldri dæmi í fram- komu stjórnvalda Vestanhafs við þegna sína. Fangar í eigin landi 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Gagnrýni og stjörnugjöf Ferðasaga Andreu Róbertsdóttur er forvitnileg bók fyrir margra hluta sakir. Höfundurinn pakkaði saman og seldi efnislegar eigur sínar og lagði upp í ferð um framandi slóðir. Andrea ferðaðist ein til Indlands, Taílands, Kambódíu og Laos. Sú ákvörðun hennar er virðingarverð og til eftirbreytni því ekki hafa allir hugrekki til þess að skora eigin for- dóma á hólm og „viðra sig á röng- unni“ eins og hún kallar það. Í bókinni lýsir Andrea upplifun sinni af stöðum og fólki. Fjölmarg- ar skondnar vísanir og hugdettur er að finna í henni og ljóst að þetta ferðalag hefur verið talsvert ævin- týri fyrir hana en mér er til efs að það þýðist vel yfir á bókarformið. Í fyrsta lagi er Andrea á ferð um frekar óskilgreindar slóðir, það er lítið um landfræði- eða sögulegar skýringar í þessari bók sem rýrir gildi hennar sem eiginleg ferða- saga. Stöðugar vísanir til Lonely Planet-ferðahandbókanna fannst mér einnig hvimleið árétting þess að bók Andreu er mjög langt því frá tæmandi upplýsingarit um Asíu- ferðir. Ferðin sjálf er svolítil þeysireið og erfitt að fylgja Andreu eftir, það er vaðið úr einu í annað, persónu- legar hugleiðingar hennar um eins ólík efni og Johnny Cash, tegerð og jafnréttismál renna saman við lýs- ingar á staðháttum og samferða- fólki. En textinn flæðir samt ekki, hann er brotinn upp í litla kafla, ítrekað rofinn með myndum og fróðleiksmolum. Sárlega finnst mér vanta myndatexta í bókina og svo var eins og það ætti eftir að brjóta um aðra texta hennar. Andrea útskýrir í bókinni að hún vilji gæta trúnaðar við sam- ferðafólk sitt og nafngreini það því ekki. Fyrir vikið er öll frásögn- in, allar 170 síðurnar eins og inni í höfðinu á henni einni. Þetta er per- sónuleg bók en ekki mjög djúpvit- ur og tilviljanakenndur stíllinn er lýjandi þótt bókin sé fljótlesin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.