Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 13.11.2006, Blaðsíða 73
 Íslandsmeistarar Hauka standa vel í baráttunni um titilinn eftir sigur á erkifjendun- um í Keflavík, 90-81. Haukar eru því enn taplausir en tapið var það fyrsta hjá Keflavík í vetur. Haukarnir byrjuðu leikinn af geysilegum krafti og áður en Keflavíkurstúlkur voru vaknaðar var staðan 10-0 fyrir Hauka. „Það var hrikalegt að gefa þessa for- gjöf og ég vil meina að leikurinn hafi tapast á þessum upphafs- kafla,“ sagði Jón Halldór Eðvalds- son, þjálfari Keflavíkur, eftir leik- inn. Hann hafði hugsanlega eitt- hvað til síns máls því Keflavík elti allan leikinn og munaði svo sann- arlega um stigin tíu sem Haukar fengu nánast í forgjöf. Keflavík lét mótlætið ekki buga sig heldur spýtti í lófana og gaf allt til að komast inn í leikinn á ný. Staðan var 48-40 í hálfleik og enn mögu- leiki hjá Keflavík. Þriðji leikhluti var mjög góður hjá gestunum úr Keflavík og þá sérstaklega hjá Bryndísi Guð- mundsdóttur sem skoraði 13 góð stig í leikhlutanum. Staðan fyrir lokafjórðunginn 69-63 og nokkur spenna að myndast. Þrátt fyrir mikinn vilja og fína baráttu tókst Keflavík ekki að brúa bilið og Haukar lönduðu mik- ilvægum sigri, 90-81. Munaði nokkuð um hjá Keflavík að Birna Valgarðsdóttir gat ekki leikið vegna meiðsla og svo fann Kan- inn, Takesha Watson sig engan veginn og munar um minna. Það sat nokkur þreyta í Hauka- liðinu eftir Evrópuleikinn en þær sýndu alltaf styrk sinn þegar Keflavík nálgaðist. Í raun stýrðu þær leiknum og héldu algjörlega ró sinni. Þær stigu svo á bensínið þegar á þurfti að halda. Klassalið sem erfitt verður að stöðva. „Það er ekkert launungarmál að við ætlum okkur að halda titlin- um og teljum okkur geta haldið honum. Það er samt of snemmt að vera með einhverjar yfirlýsingar um hvort það sé hægt að stöðva okkur,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hauka. Keflavík alltaf skrefi á eftir Haukum Spænski sóknarmaður- inn Albert Luque er ekki par hrifinn af dvöl sinni hjá New- castle. Nú virðist hann vera búinn að missa þolinmæðina og vill snúa aftur til Spánar. Luque hefur fengið sárafá tækifæri eftir að Glenn Roeder tók við Newcastle. Luque var ekki í liði Newcastle sem mætti Watford í deildarbik- arnum í vikunni þrátt fyrir að meiðsli hrjái framherja liðsins. „Það er ótrúlegt að ég hafi ekki verið í liðinu gegn Watford. Lokaákvörðunin er hjá stjóranum og ef hann hefur ekki áhuga á því að velja mig í liðið þá er senni- lega best fyrir mig að yfirgefa félagið og það strax í janúar. Mér líður mjög illa hérna,“ sagði Luque en líklegt þykir að hans gamla félag, Deportivo La Coruna, reyni að kaupa kappann í janúar. Líður mjög illa hjá Newcastle Sir Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, hefur beðið Scolari, þjálfara Portúgal, að hvíla Ronaldo en Portúgal mætir Kazakhstan á miðvikudaginn í undankeppni EM. „Ronaldo er meiddur á ökkla en það er Scolari sem ræður því hvort strákurinn spilar leikinn. Leikurinn er gegn Kasakstan og maður skyldi ætla að Portúgal gæti unnið án Ronaldos og ef hann er tæpur þá vona ég að hann spili ekki leikinn,“ sagði Ferguson en Gary Neville á líka við meiðsli að stríða og missir af leik Hollands og Englands á miðviku- daginn. Vill að Scolari hvíli Ronaldo Real Madrid vann góðan sigur á Osasuna í spænsku deildinni í gær, 4-1. Leikurinn var á heimavelli Real Madrid og það var Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy sem stal senunni en hann skoraði öll mörk heima- manna í leiknum. Þessi markaskorari sýndi sitt rétta andlit í gær og átti gríðar- lega góðan leik. Nistelrooy kom Real í 3-0 áður en gestirnir náðu að klóra í bakkann. Van Nistelrooy rak svo smiðshöggið á undir lok leiksins með sínu fjórða marki. Sigurinn færði Real Madrid upp í þriðja sæti deildarinnar. Van Nistelrooy með fjögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.